Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 48
SIRKUS27.10.06 8 viðtalið Saga Auðuns Blöndal er nokkuð merkileg. Hann fæddist á Sauðárkróki, flutti í Iðufellið í Breiðholti og síðan til Bandaríkjanna þar sem faðir hans lærði flugvirkjun. Síðan fór fjölskyldan til Svíþjóðar og svo aftur á Sauðárkrók. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem strákurinn sló í gegn. Það sem einkennir Auðun er óbilandi trú hans á sjálfum sér. Og það er þessi trú sem hefur komið honum þangað sem hann er í dag. Ein vinsælasta stjarnan í íslensku sjónvarpi. En lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Skilnaður foreldra Auðuns hafði mikil áhrif á drenginn en kom á sama tíma af stað atburðarás sem skilaði honum heim í stofu til landsmanna. Þ egar ég var um tvítugt gekk ég í gegnum eitt erfiðasta tímabil lífs míns, allavega hingað til. Foreldrar mínir skildu þegar ég var átján ára og fluttu í hvort í sínu lagi til Reykjavíkur. Ég ákvað hins vegar að verða eftir á Króknum. Knattspyrnu- deild Tindastóls reddaði mér íbúð svo að ég gæti haldið áfram að æfa með þeim,“ segir Auðunn sem á þessum tíma var staðráðinn í að klára Fjölbrautaskólann áður en hann fylgdi í fótspor foreldra sinn til Reykjavíkur. „Ég var nýbúinn að kaupa mér sportbíl á hundrað prósent lánum. Það reyndist erfitt að vera í skóla, búa einn, borga af lánunum og foreldrarnir voru víðs fjarri.“ Auðunn missti svolítið stjórn á öllu saman og Maja systir hans kom á endanum norður og sótti strákinn. „Ég skuldaði í bakaríinu, íbúðinni og bara út um allt. Þetta gerðist allt á frekar skömmum tíma eftir að foreldrar mínir fóru. Ég var eiginlega kominn með allt niðrum mig.“ Sem betur fer greip systir Auðuns inn í og kom honum í bæinn. En fyrir Auðun var það skrítið til þess að byrja með. „Ég átti til dæmis enga vini.“ Auðunn flaug því alltaf norður um helgar enda var hann að vinna hjá flugfélaginu. „Mér var reddað þar í gegnum einhverja klíku. Er líklega lélegasti starfsmaður sem hefur unnið þar enda kann ég varla að rista brauð. Þetta var erfiður tími, ég bjó hjá mömmu og borgaði skuldirnar mínar í þrjú ár áður en ég flutti inn með félögunum.“ Af hverju varstu svona mikill skussi? „Ég er bara algjör tossi. En ég er mjög duglegur í því sem mér finnst gaman að gera. Ég er bara alinn upp við það. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið til miklir peningar á heimilinu var ég algjörlega ofdekraður. Mamma gerði gjörsamlega allt fyrir mig.“ Auðunn hætti hjá flugfélaginu og fór að telja skrúfur hjá Wurth. „Ég var samt bara nýbyrjaður hjá Wurth þegar ég sótti um á Popptíví. Ég taldi mig hafa möguleika á að standa mig vel í sjónvarpi og tók þátt í fyndnasta manni Íslands til að koma mér á framfæri. Í tvö ár var ég alltaf á leiðinni að hætta og lærði aldrei neitt, kunni ekki einu sinni að afgreiða í búðinni,“ segir Auðunn sem hafði háleit markmið í sjónvarpinu. „Ég var alltaf að segja vinum mínum og fjölskyldu að ég væri á leiðinni að gera eitthvað annað. Það er náttúrulega mikið þannig að það er litið svolítið niður á þá sem hætta í framhaldsskóla. Og ég fann alveg fyrir því.“ Á meðan hann var hjá Wurth gat Auðunn aldrei svarað því hvað það væri sem hann ætlaði að gera. Sagði til dæmis fólki að það væri búið ráða hann á Popptíví löngu áður en það var frágengið. „Já, ég er sko að vinna á lagernum hjá Wurth en annars er ég að AUÐUNN BLÖNDAL HEFUR SLEGIÐ Í GEGN MEÐ ÞÁTTINN SINN TEKINN OG ER EIN STÆRSTA SJÓNVARPSSTJARNA LANDSINS Hef óbilandi trú á sjálfum mér Lj ós m yn da ri: H Ö R Ð U R S VE IN S S O N S tíl is ti: S Ö LV I S N Æ R M A G N Ú S S O N F öt : R ET R O T ex ti: A N D R I O G B R E K I „Ég vann til dæmis frítt fyrstu fjóra mánuðina og gerði faldar myndavélar í hálft ár áður en ég fór í stúdíó“ fara að vinna með strákunum í 70 mínútum,“ sagði Auddi við fólk í eitt og hálft ár og viðurkennir að þessi klisja hafi verið farin að hljóma hálf kjánalega. Af hverju langaði þig svona mikið í sjónvarpið? „Ég horfði mikið á 70 mínútur og fannst margt skemmtilegt í þættinum. En hafði líka margar hugmyndir um hvernig mætti gera þáttinn betri og hafði trú á sjálfum mér. Simmi, sem þá var yfirmaður þarna, var að mörgu leyti sammála og hafði mikla trú á mér. Það er mikið Simma að þakka að ég er þar sem ég er í dag. Hann nennti til dæmis alltaf að hlusta á röflið í mér þegar ég hitti hann fullur á Sportkaffi og svona,“ segir Auðunn sem fór hægt af stað í sjónvarpinu. „Simmi var oft að hringja í mig og fá mig í alls konar verkefni. Ég vann til dæmis frítt fyrstu fjóra mánuðina og gerði faldar myndavélar í hálft ár áður en ég fór í stúdíó,“ segir Auðunn sem kom inn þegar Jói hætti og var þá með Simma og Sveppa sem hafði ekki mikla reynslu í sjónvarpi. „Fyrsti þátturinn gekk til dæmis alveg hræðilega og var í rauninni hálf vandræðalegur.“ Auðunn var mjög stressaður til að byrja með. Hann segir að gott dæmi um það sé hversu slæma íslensku hann talaði í fyrstu þáttunum. „Þó ég hafi verið tuttugu og eins árs var ég bara smábarn. Geðveikt frekur og tapsár en við höfðum trú á því sem við vorum að gera og einhvern veginn létum við þetta ganga upp.“ Eftir þetta gekk framinn í sjónvarpinu hratt fyrir sig. Auðunn fór fyrst að taka eftir vinsældum þáttarins á djamminu. „Ég fór alltaf á Gauk á Stöng í von um að einhver myndi þekkja mig og fannst geðveikt gaman ef einhver gerði það. Síðan tók ég stutt tímabil þar sem mér fannst ég vera voðalegur spaði og lét líta út fyrir að fólk væri að trufla mig. Sem betur fer fattaði ég fljótlega að það er þessu fólki að þakka að maður er í sjónvarpi, enda var ég sjálfur alltaf að röfla í Simma á Sportkaffi á sínum tíma.“ Hvernig urðuð þið svona vinsælir? „Ógeðisdrykkurinn er eitthvað sem hjálpaði til við að koma okkur á kortið. Hann var fyrst blandaður þegar Simmi var í fríi og Ingibjörg Sólrún var á leið í viðtal. Ég spurði Sveppa hvort við ættum ekki að blanda einn fyrir hana og við vorum alveg á báðum áttum. En eftir að hún drakk þetta komu stjórnmála- mennirnir í röðum til þess að drekka ógeðisdrykk.“ Í 70 mínútum sáu strákarnir um allt sjálfir og oft var mikil keyrsla í kringum þáttinn. Auðunn segir að þeir hafi kannski farið þetta meira á hugsjóninni en álagið hafi oft verið mikið. „Þá hugsaði ég bara hvort ég vildi aftur fara í Wurth og Sveppi í grænmetið.“ Þegar álagið er mikið kemur fyrir að mönnum lendi saman. „Ég og Sveppi höfum rifist kannski svona tvisvar en mér og Simma hefur stundum lent saman, enda er hann snillingur í að ná mér upp. Við erum samt eins og einn stór vinahópur, það hefur til dæmis aldrei verið nein öfundsýki í okkar hópi.“ Síðan fóru þeir Sveppi, Pétur og Auddi yfir á Stöð 2 og byrjuðu með Strákana. „Já það var svolítið fyndið og minnti á myndina Wayne´s World þegar búið var að kaupa þáttinn. Við töpuðum sjarmanum og urðum létt yfirpródús- eraðir að mínu mati, töpuðum mörgu sem við gerðum vel á Popptíví. Ég hefði viljað fara meira milliveginn.“ Auðunn vill þó ekki meina að það hafi verið mistök að yfirgefa Popptíví. „Þátturinn var búinn að vera þar í fjögur ár og hefði líklega fjarað út. Við vorum til dæmis með betra áhorf á Stöð 2 þótt við værum í læstri dagskrá.“ Á skjánum er Auðunn fyndinn og skemmtilegur strákur með mikið sjálfstraust. En hvernig er hann í raun og veru? „Ég er mjög lokaður og þá sérstaklega fyrir þeim sem ég þekki ekki. Ég þarf samt alveg að passa mig því sumir túlka það sem einhvern hroka sem er alls ekki til staðar. Mér finnst mjög gaman að tala við fólk en er ekkert að opna mig fyrir hverjum sem er.“ Þú átt kærustu. Hvernig gengur það? „Það gengur bara mjög vel en ég vil helst ekki ræða það. Ég tók ákvörðun fyrir löngu síðan að blanda þessu ekki saman. Við höfum fengið tilboð um að koma saman í viðtöl og ræða samband- ið en alltaf neitað. Ég veit ekki hversu oft maður hefur séð myndir af einhverju pari á forsíðu Séð og heyrt og síðan ári seinna séð sömu myndina rifna í sundur með fyrirsögninni „Ástin sprakk“ eða eitthvað í þá áttina. Þetta er eiginlega það eina sem ég vil halda fyrir mig í viðtölum og öðru slíku,“ segir Auðunn sem er með háleita framtíðardrauma líkt og þegar hann röflaði fullur í Simma á Sportkaffi á árum áður. „Mig langar rosalega að fara út og gera þar þátt sem ég er með í maganum. Ég er samt búinn að segja þetta í tvö ár en það er erfitt að yfirgefa þetta öryggi sem maður hefur hér í augnablikinu. Með góð laun í góðri vinnu og allt það. En það kemur að því einn daginn að ég muni reyna.“ Auðunn hefur líka mikinn áhuga á að vinna á bak við tjöldin í sjónvarpi enda kominn með mikla reynslu í þeim efnum. „Svo er ég líka að reyna að skrifa bíómynd. Það gengur svona upp og ofan en Óskar Jónasson leikstjóri er að hjálpa mér með það. Ég hef verið að skrifa nokkur samtöl og svo er margt annað sem mig langar að gera. Stærsti draumurinn er samt að fara út. Maður vill samt um leið ekki hafa of hátt um það vegna þess að þá fer fólk að skjóta mann niður og halda að maður vilji verða næsti Brad Pitt.“ Ætlar þú að leikstýra þessari bíómynd sem þú ert að skrifa? „Nei. Þetta er bara svona Good Will Hunting dæmi. Fyrst maður fær ekkert bíómyndahlutverk þá verður maður bara að skrifa hlutverkið sjálfur. Sveppi og Pétur í einhverri Astrópíu og þá fer maður bara að skrifa,“ segir Auðunn og hlær. Stærsti þátturinn í íslensku sjónvarpi í dag er þátturinn hans Auðuns, Tekinn. Hann kom sjálfur með hugmyndina að þættinum og vildi í upphafi hafa tvo hrekki í hverjum þætti. „Síðan kom bara í ljós að þetta er svo dýrt, einn hrekkur kostar til dæmis rúma milljón. Við ákváðum að gera þetta samt og þetta hefur gengið frábærlega og allir bara mjög sáttir.“ Verður gerð önnur sería? „Það er það sem mig langar en ég held það verði mjög erfitt. Ég held til dæmis að allir sem eru eitthvað þekktir muni hugsa sig um ef þeir lenda í einhverjum skrítnum aðstæðum.“ Í næsta þætti hjá Audda verður sjálfur Bubbi Morthens Tekinn. Hægt er að horfa á þáttinn á www.minnsirkus.is til klukkan 13:00 í dag. En annars er hann sýndur á mánudagskvöld- ið klukkan níu. Auðunn er líka farinn að blogga á slóðinni auddiblondal.minnsirkus.is. „Síðan tók ég stutt tímabil þar sem mér fannst ég vera voðalegur spaði og lét líta út fyrir að fólk væri að trufla mig“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.