Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 90
54 27. október 2006 FÖSTUDAGUR ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Iceland Express deild karla HAUKAR-SNÆFELL 63-66 Stig Hauka: Roni Leimu 20, Sigurður Einarsson 15, Sævar Haraldss. 8, Sveinn Sveinss. 6, Kristinn Jónass. 5, Morten Szmiedowicz 5, Kevin Smith 4. Stig Snæfells: Justin Shouse 16, Sigurður Þor- valdsson 16, Hlynur Bæringsson 11, Magni Haf- steinsson 11, Helgi R. Guðmundsson 9, Jón Ó. Jónsson 2, Bjarne Nielsen 1. KR-SKALLAGRÍMUR 81-88 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 21, Jeremiah Sola 17, Peter Heizer 10, Tyson Patterson 9, Fannar Ólafsson 8, Skarphéðinn Ingason 7, Pálmi Sigur- geirsson 7, Darri Hilmarsson 3. Stig Skallagríms: Jovan Zdravevski 24, Darryl Flake 23, Dimitar Karadzovski 16, Pétur Sigurðs- son 10, Axel Kárason 7, Pálmi Sævarsson 3, Haf- þór Gunnarsson 3, Sveinn Blöndal 2. NJARÐVÍK-HAMAR/SELFOSS 72-41 ÞÓR ÞORLÁKSHÖFN-GRINDAVÍK 65-98 Sænska úrvalsdeildin AIK-IFK GAUTABORG 4-0 Hjálmar Jónsson lék ekki með IFK. HÄCKEN-HAMMARBY 0-0 Ari Freyr Skúlason var ekki í hópnum hjá Häcken, né heldur Pétur Marteinsson hjá Hammarby. Þar var Gunnar Þór Gunnarsson á bekknum. GEFLE-HALMSTAD 0-2 ELFSBORG-GAIS 1-0 Jóhann B. Guðmundsson lék ekki með GAIS. KALMAR-HELSINGBORG 2-4 STAÐAN IF ELFSBORG 24 12 10 2 39-18 46 AIK 24 12 9 3 43-23 45 HELSINGB. 24 11 8 5 43-30 41 HAMMARBY 24 11 7 6 37-30 37 DJURGÅRDEN 24 10 7 7 29-24 37 KALMAR 24 10 5 9 35-28 35 MALMÖ 24 9 8 7 41-35 35 IFK GÖTEB. 24 9 8 7 38-34 35 GEFLE 24 8 6 10 26-36 30 HALMSTADS 24 5 11 8 22-29 26 GAIS 24 5 10 9 23-31 25 ÖSTER 24 4 7 13 18-42 19 HÄCKEN 24 3 9 12 25-40 18 ÖRGRYTE 24 3 7 14 21-40 16 Hollenska úrvalsdeildin FEYENOORD-TWENTE 2-1 Arnar Þór Viðarsson sat á bekknum hjá Twente. WILLEM II-AZ ALKMAAR 0-4 Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir AZ en Jóhannes Karl Guðjónsson sat á bekknum. Heimsbikarinn í handbolta A-RIÐILL TÚNIS-GRIKKLAND 33-24 SVÍÞJÓÐ-SPÁNN 28-19 LOKASTAÐAN SVÍÞJÓÐ 3 2 0 1 91-77 4 TÚNIS 3 2 0 1 97-92 4 SPÁNN 3 2 0 1 76-74 4 GRIKKLAND 3 0 0 3 64-85 0 B-RIÐILL SERBÍA-KRÓATÍA 26-41 ÞÝSKALAND-DANMÖRK 25-29 LOKASTAÐAN DANMÖRK 3 3 0 0 100-89 6 KRÓATÍA 3 2 0 1 104-87 4 ÞÝSKALAND 3 1 0 2 92-91 2 SERBÍA 3 0 0 3 89-118 0 NÆSTU LEIKIR UNDANÚRSLIT (Á MORGUN) SVÍÞJÓÐ-KRÓATÍA DANMÖRK-TÚNIS KEPPNI UM 5.-8. SÆTI SPÁNN-SERBÍA ÞÝSKALAND-GRIKKLAND FÓTBOLTI Þjálfari og fyrirliði Bar- celona, Frank Rijkaard og Carles Puyol, voru ánægðir með frammi- stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen sem skoraði bæði mörk Börsunga í sigri liðsins á neðrideildarliðinu Badalona í spænsku bikarkeppn- inni. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en á þriðjudaginn mætast liðin á Nou Camp í Barcelona. Eiður kom Börsungum í 2-0 for- ystu í síðari hálfleik eftir að stað- an var markalaus í hálfleik. Eiður fékk reyndar gott færi til að skora í fyrri hálfleik en brást bogalistin. En mörkin tvö sem hann skoraði voru það eina jákvæða við leik Börsunga. Marga byrjunarliðs- menn vantaði í liðið, svo sem Ron- aldinho og Lionel Messi sem og vitanlega Samuel Eto‘o sem verð- ur frá næstu mánuði vegna hnjámeiðsla. „Ég er afar ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Rijkaard. „Það er afar mikilvægt fyrir framherja að skora mörk.“ Eiður byrjaði sem framliggjandi miðjumaður en Rijk- aard færði hann svo eftir 20 mín- útna leik í framlínuna þar sem hann lék við hlið Javier Saviola. Fram að því höfðu Börsungar ekki komið skoti að marki en það breyttist fljótlega eftir þessa breytingu. Fyrra markið skoraði hann eftir laglegan undirbúning Saviola og það síðara eftir að markvörður Badalona náði ekki að halda föstu skoti sem kom á markið. Eiður var þó líklega rangstæður í því marki en það fékk að standa. „Við höfum alltaf haft trú á honum,“ sagði Puyol um Eið Smára. „Hann er frábær leikmaður og það mikilvæga er að hann skapar mörg marktækifæri því mörkin koma þegar hæfileikamaður eins og hann spilar í liðinu.“ Mörkin voru kærkomin eftir vonbrigði síðustu viku er Barce- lona tapaði fyrir Chelsea á Stam- ford Bridge og Real Madrid á Santiago Bernabeu nokkrum dögum síðar. Eiður var í byrjunar- liðinu í bæði skiptin en hvorki honum né félögum hans tókst að skora í leikjunum. Eiður fékk þó afar gott færi gegn Real Madrid en skaut framhjá af stuttu færi. Hann hefur þó skorað fjögur mörk alls með Barcelona í haust. - esá EIÐUR SMÁRI Hér í baráttu við Macanas, leikmann Badalona. NORDIC PHOTOS/AFP Frank Rijkaard og Carles Puyol hrósa Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir sigurinn í bikarkeppninni: Við höfum alltaf haft trú á Eiði Smára FÓTBOLTI Daníel Hjaltason mun ekki spila með Víkingum á næsta ári og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun hann annað hvort spila með Val eða Fylki á næstu leiktíð. Sjálfur vildi hann ekki staðfesta hvaða lið hann ætti í viðræðum við. „Ég er að tala við eitt lið eins og er og gengur vel. Ég býst við því að það klárist í næstu viku,“ sagði Daníel við Fréttablaðið. - esá Daníel Hjaltason úr Víkinni: Daníel til Vals eða Fylkis? FÓTBOLTI Ágúst Gylfason verður áfram í herbúðum KR-inga næsta árið. Hann hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum en hann gat lítið leikið með liðinu síðasta sumar vegna meiðsla. Hann gekk til liðs við KR árið 2003 og er 35 ára gamall. - esá Ágúst Gylfason: Áfram í KR KÖRFUBOLTI Skallagrímur sýndi góða takta í KR-heimilinu í gær. Eftir að hafa lent í ógöngum í loka- leikhlutanum leiddi Jovan Zdra- vevski liðið áfram í átt að ljósinu en stórleikur hans í lokaleikhlut- anum, þar sem hann skoraði 15 stig, skilaði Sköllunum verðskuld- uðum sigri. Skallarnir mættu gríðarlega grimmir til leiks og komust fljót- lega í 1-8. Á meðan allt datt niður hjá gestunum gekk hvorki né rak hjá heimamönnum sem voru ískaldir og þá sérstaklega Banda- ríkjamaðurinn Tyson Patterson sem var í tómu rugli, gaf boltann hvað eftir annað í hendurnar á Sköllunum og hitti lítið. Þessi sjö stiga munur hélst út fyrsta leikhlutann og það var ekki síst að þakka fínum leik Péturs Sigurðssonar sem setti niður átta stig í leikhlutanum en staðan var 13-20 eftir fyrsta leikhluta. Fyrsti leikhluti var illa leikinn af báðum liðum og hreint ótrúleg klaufamistök litu dagsins ljós. Sömu gæði voru á boðstólum í öðrum leikhluta en Valur Ingi- mundarson, þjálfari Skallagríms, gat unað betur en kollegi hans, Benedikt Guðmundsson, enda leiddu hans menn í leikhléi með níu stigum, 35-44. Benedikt hefur klárlega beitt hárblástursaðferðinni á sína menn í leikhléi því þeir komu gríðarlega grimmir út úr klefanum og áður en Skallarnir voru búnir að átta sig á að seinni hálfleikur var byrjaður höfðu heimamenn minnk- að muninn í eitt stig, 43-44. Þá tók Valur leikhlé, sló sína menn utan undir og skipaði þeim að vakna sem þeir og gerðu. Jafnt var á flestum tölum út leikhlutann en Skallarnir gáfu aðeins í undir restina og leiddu með átta stigum fyrir síðasta leikhlutann, 55-63. Aftur byrjuðu KR-ingar vel og voru fljótir að minnka muninn enn á ný í eitt stig, 62-63. Eins og venjulega tóku Skallarnir kipp þegar byrjað var að anda ofan í hálsmálið hjá þeim en það dugði skammt því KR náði loks að jafna, 69-69, með þriggja stiga körfu Brynjars og hann kom KR síðan yfir skömmu síðar, 72-69. Þá spýttu Skallarnir í lófana enn eina ferðina og með mikilli seiglu sigu þeir fram úr á ný og lönduðu verðskulduðum sigri, 81- 88. „Við áttum þetta fyllilega skil- ið,“ sagði himinlifandi þjálfari Skallagríms, Valur Ingimundar- son, en hann var að vinna sinn fyrsta leik í KR-húsinu með Skalla- grím. „Ég er mjög stoltur af strák- unum því þeir sýndu mikinn kar- akter og liðsheild og kláruðu leikinn.“ henry@frettabladid.isDARRYL FLAKE Skoraði 23 stig gegn KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sanngjarn sigur Skallanna á KR Strákarnir í Skallagrími sýndu mikinn karakter og þrautseigju er þeir lögðu KR í Vesturbænum, 81-88. Þetta var fyrsta tap KR og fyrsti sigur Skallanna í vetur. „Áttum sigurinn skilinn,“ sagði þjálfari Skallanna. KÖRFUBOLTI Snæfellingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn í gær og sigruðu heimamenn í Haukum með þremur stigum, 63-66. Leik- urinn var ekki mikið fyrir augað og oft á tíðum vandræðalegur sóknarleikurinn hjá báðum liðum. Það var mikið jafnræði með lið- unum í byrjun leiksins í gær. Lítið var skorað í fyrsta leikhluta, Snæ- fellingar voru oft á tíðum ragir við að skjóta og enduðu því oft með að taka erfið skot vegna tímaleysis. Haukar höfðu þó yfirhöndina í fyrsta leikhluta og leiddu, 17-14, þegar honum lauk. Haukar skoruðu hins vegar ekki nema 11 stig í öðrum leik- hluta og Snæfellingar sigu fram- úr. Munurinn var þó ekki nema eitt stig í hálfleik, 28-29, gestunum í vil. Snæfellingar héldu yfirhönd- inni í þriðja leikhluta, þar sem leikmenn beggja liða kepptust við að gera sóknarmistök. Snæfelling- ar höfðu þriggja stiga forskot að loknum þriðja leikhluta, 41-44. Það stefndi allt í nokkuð örugg- an sigur Snæfellinga, þeir fóru mun betur af stað í síðasta leik- hlutanum, en Haukar neituðu þó að játa sig sigraða og leikurinn var spennandi fram á síðustu sek- úndu. Snæfellingar höfðu þrjú stig yfir þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir og Roni Leimu fékk algjörlega frítt þriggja stiga skot til að jafna leikinn en það mistókst hjá honum. Þriggja stiga sigur gestanna því staðreynd í leik sem oft á tíðum var átakanlega erfitt að horfa á sökum lélegs leiks beggja liða. „Við vorum að spila ömurlegan körfubolta og við fengum líka að heyra það frá þjálfaranum núna áðan. Undir lokinn var eins og við værum hræddir við að tapa leikn- um en ekki til að vinna,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í gær. „Við erum töluvert betri en Haukarnir þó þeir séu sprækir.“ Sævar Ingi Haraldsson, fyrir- liði Hauka, var ekki sáttur eftir leikinn. „Þessi frammistaða var mjög döpur og við vorum bara drepnir í fráköstum. Við fáum ágætis skotfæri í leiknum en við erum bara ekki að setja þau niður.“ - dsd Haukar töpuðu í gær á heimavelli fyrir Snæfellingum í leik sem var ekki mikið fyrir augað: Afar slakur körfubolti hjá báðum liðum FRÁKAST Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, tekur eitt af sínum níu fráköstum í leiknum gegn Haukum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.