Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 31
RÉTTMETI ER VÖRUMERKI NÝRRA ÖRBYLGJURÉTTA FRÁ ÖMMUBAKSTRI. Hollustan er höfð að leið- arljósi í samsetningu nýrra örbylgjurétta sem Ömmu- bakstur hefur sett á markað. Þeir eiga að innihalda flest þau efni sem líkaminn þarfnast í einni máltíð en í þeim er enginn viðbættur sykur, salt eða fita, og sneitt er hjá litarefnum og rotvarnarefnum. Nafnið réttmeti er því réttnefni. Um sex mismunandi matarpakka er að ræða, tígrisrækjur, kalk- ún, kjúkling, kjötbollur og tvo grænmetisrétti. Reyndar er grænmeti með öllum réttunum. Þeir gufueldast í sérhönnuðu boxi sem verður til þess að þeir halda eins miklu af næringarefnunum í sér og mögulegt er. Boxið er einnig þannig að umfram orka hitar ekki allt innra rými örbylgjuofnsins. 30% 3 Útsala20-40% afsláttur 20-30% afsláttur af rúmum Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-14Nýtt kortatímabil Baðsloppar 20% afsláttur Handklæði 30% afsláttur Rúmteppasett 20-40% afsláttur Sængurfatnaður 20% afsláttur Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.54 13.12 17.28 Akureyri 8.47 12.56 17.04 GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 27. október, 300. dagur ársins 2006. Ný kynslóð örbylgjurétta Sex mismunandi réttir eru í boði sem allir eru rétt samsett máltíð fyrir einn einstakling. HVÍTUR OG SÆTUR KÓKOS Þrátt fyrir klunnalegt útlit er kókoshnetan í raun fræ úr aldini kókospálmans MATUR 2 Paella er spænskur þjóðarréttur, kenndur við pönn- una sem hann er eldaður á. „Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá mér en hann lærði ég af Spánverjum þegar ég var þar veturinn 1997-98 við nám í lögfræði í Madríd,“ segir Sigríður Andersen en áður hafði hún eytt nokkrum sumrum í Malaga þar sem hún lærði spænsku. Paellan sem við fáum uppskrift að er samsett úr uppáhaldspaellum Sigríðar, en uppruna- lega er þessi réttur kenndur við borgina Valencia. „Paell- ur geta verið misjafnar eftir því frá hvaða stöðum þær koma og hvaða hráefni er notað í þær, en sú sem ég geri er nokkuð svipuð paellunni frá Valencia. Það er að segja að í henni eru bæði sjávarréttir og kjúklingur. Svo er í raun hægt að hafa hvað sem er í þessu. T.d. bara kjúkling eða sjávarrétti og annað sem er til í ísskápnum.“ Sigríður segist almennt vera mikið fyrir að elda heima hjá sér þó að undanfarið hafi ekki gefist mikið svigrúm til þess. „ég á ekki mikinn tíma aflögu í eldamennsku núna þar sem ég er í framboði í prófkjöri hjá sjálfstæð- ismönnum,“ segir hún og bætir því við að þess vegna hafi verið ágætt að elda fyrir ljósmyndara Fréttablaðs- ins. „Heimilismenn voru glaðir með þetta og fólkið á kosningaskrifstofunni ánægt að fá eitthvað gott að borða.“ Á Spáni er þessi matarmikli réttur yfirleitt borinn fram sem hversdagslegur sunnudagsmatur sem er þá eldaður að morgni og framreiddur eftir hádegi. Svo má geyma hann og borða næstu tvo daga, eins og flesta aðra hrísgrjónarétti. Og talandi um sunnudaga: Sigríður seg- ist líklega ekki eiga eftir að elda aftur fyrr en á sunnu- dag. „Prófkjörinu lýkur á morgun og þá á maður eflaust eftir að elda einhvern fínan rétt á sunnudaginn, svona þegar umstanginu linnir.“ mhg@frettabladid.is Saðsöm og góð paella Girnilegur réttur með kjúklingi og sjávarréttum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bístró er nýtt tímarit um mat og vín sem er að koma út. Ritstjóri Bístró er Friðrika Hjördís Geirsdóttir og aðstoðarritstjóri er Nanna Rögnvaldardóttir. Parketútsala stendur yfir í Byko til 31. október. Á útsölunni má fá fallegt parkett á allt niður í 2.190 krónur fermetrann. Pítupakkar frá Goða eru á þrjá- tíu prósenta afslætti í Krónunni og kosta því aðeins 664 krónur. Nettó er með fimmtíu prósenta afslátt af Basmati og Jasmine hrísgrjónum frá Náttúru. 3,5 kílóa poki af Basmati-hrísgrjón- um kostar því aðeins 190 krónur. ALLT HITT [ MATUR TILBOÐ HEILSA ] BETRA AÐ FÁ HLAUPABÓLU SEM BARN Katrín Davíðsdóttir barnalæknir segir hlaupabólu mjög smitandi HEILSA 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.