Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 27. október 2006 9 Þór Hrafnsson Tulinius leikur um helgina fimm sýningar í Borgarleikhúsinu. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera með sýkingu í nýrunum. Það er stór helgi framundan hjá Þór en á næstu tveimur dögum tekur hann þátt í tveimur sýning- um af Mein Kampf, tveimur sýn- ingum af Ronju, og einni sýningu af Manntafli. Þetta væri ekki frá- sögu færandi hefði hann ekki greinst með nýrnasýkingu fyrr í vikunni. „Ég fór að finna til á mánudag svo að ég fór upp á bráðamóttöku og í ljós kom að ég var með sýkingu í nýrunum,“ segir Þór sem vill koma á framfæri þakklæti fyrir frábærar móttökur á sjúkrahúsinu. „Ég er orðinn nokkuð góður núna og miðað við muninn á mér í gær og í dag verð ég orðinn fínn á laugardag.“ Þór hlakkar til að sýna Mann- tafl þrátt fyrir sýningafjöldann um helgina. „Rétturinn að gera leikgerð upp úr Manntafli er eig- inlega mín bestu kaup,“ segir Þór en leikritið er byggt á frægri smá- sögu Stefans Zweig. „Það er búið að vera mjög ánægjulegt að æfa og sýna verkið, en við erum að byrja á okkar öðru leikári núna.“ Þór er ekki í vafa hver verstu kaup hans hafa verið. „Það eru allir happadrættismiðar, lottó, skafmiðar og allt slíkt.“ Þór, líkt og brennda barnið sem forðast eldinn, er hættur að stunda allt lotterí. „Ég hef aldrei unnið nokk- urn skapaðan hlut svo ég er alveg hættur þessu.“ tryggvi@frettabladid.is Gerði bestu kaupin í Manntafli Þór í búningsherbergi sínu í Borgarleikhúsinu. Í höndunum hefur hann bestu kaup sín, handritið að Manntafli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Toppskórinn er með útsölu- markað á skóm við Vínlands- leið 6. Afslátturinn er að lágmarki 60 prósent. Vörurnar koma frá Stein- ari Waage, Ecco-búðunum og Kaupfélaginu. Meðal merkja eru Peter Kaiser, Ecco, Ara, Lloyd og Zinda. Skórnir sem eru til sölu eru af ýmsum toga. Þetta eru skór sem eftir eru í fáum númerum, skór af haustútsölum og skór sem ekki hafa selst eins vel og vonast var til. Eitthvað hefur verið keypt af nýrri vöru sem fæst á góðu verði vegna hagstæðra samninga. „Þetta eru í raun alls konar skór,“ segir Hermann Helgason, rekstrarstjóri Toppskós. „Mikið er til af dömustígvélum, strigaskóm, spariskóm og eitthvað af barna- skóm.“ Markaðurinn er opinn mánu- daga til föstudaga frá 11.00 til 18.00 og laugardaga frá 10.00 til 16.00. Skósprengja Hermann lofar miklu úrvali og frábær- um tilboðum. ������������������������������������ Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16 w w w .d es ig n. is © 20 06 ������������������������� ��������������������� �������������������������� ��������������������� ������������������������ ��������������������� ������������������������ ��������������������� ������������������������������� ���������������������� ��������������������������� ��������������������� ���������������� ��������������������� ������������������ ��������������������� ��������� ��������������������� ������������������������ ��������������������� ����������������������� ��������������������� ����������������������������� ��������������������� Tæki og tól á góðu verði TILBOÐSDAGAR STANDA NÚ YFIR Í RADÍÓBÆ. Þessa daga eru hreint ótrúleg tilboð í Radíóbæ. Ísskápar, eldavélar, örbylgjuofnar, þvottavélar, sjónvörp, dvd-spilarar, hljómtækjastæður og margt fleira á stórlækkuðu verði, frá þekktum og vönduð- um vörumerkjum á borð við Daewoo og Elfunk. Það er um að gera að skoða úrvalið í versluninni sem er til húsa að Ármúla 38. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Radíóbæjar, www. radio.is, til að sjá hvað er í boði. Upplýsingar er líka veittar í síma 553 1133. Veiðivörur, fatnaður, grill og skór ÚTSÖLUMARKAÐUR MEÐ VÖRUR FRÁ FIMM VERSLUNUM ER Í SÍÐUMÚLA 11. „Það er eiginlega hægara að telja upp hvað ég er ekki með,,“ segir Ásgrímur Ari Jósepsson sem er með útsölumarkað í Síðumúla 11. Hann selur þar vörur frá fimm verslunum. Ellingsen bæði sunnan og norðan heiða, frá Útivist og veiði, Jóa byssusmiði og Sjóbúðinni á Akureyri. Enda er hann með gas- vörur, grill og allt sem viðkemur þeim, Sudoku- tölvuspil fyrir krakka, felufatnað fyrir skotkarlana, straumbreyti í bíla, fluguhjól, flugulínur, kuldagalla, regngalla....já bara nefndu það. En hver skyldi afslátt- urinn vera svona yfirleitt? Afslátturinn er frá 40 upp í 90 prósent svo virkilega er hægt að gera góð kaup. „Þetta er síðasta helgin svo nú ríður á að selja allt og prútt er til fyrirmyndar,“ segir Ásgrímur Ari. Felufatnaður er eitt af því sem er á útsölumarkaði í Síðumúlanum. Snúið á kuldabola NÚ ÞARF ENGUM AÐ VERA KALT Í VETUR. Nú er kuldaboli kominn á stjá og farinn að bíta í kinnarnar. 66°N hefur veitt Íslendingum vörn gegn þessum vágesti í fjölda ára og hefur nú opnað útsölu- markað þar sem hægt er að fá kuldafatnað með góðum afslætti. Fallegar og vandaðar kuldaúlpur fyrir börn og fullorðna fást með meira en fimmtíu prósenta afslætti, Fleira er á boðstólum fyrir börnin, meðal ann- ars vandaðar húfur, hanskar, vettlingar og lambhús- hettur á innan við þúsund krónur. Útsölumarkaðurinn er í Faxafeni 12 í Reykjavík og við Glerárgötu 23 á Akureyri. Þar er opið milli níu og sex virka daga og tíu til fjögur á laugardögum. Barnafötin frá 66°Norður eru vel þekkt fyrir gæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.