Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 28
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR28 UMRÆÐAN Verndun húsa Bolli Kristinson birtist laugar-dag einn í október í opinskáu viðtali í Fréttablaðinu sem einn helsti talsmaður niðurrifssjónar- miða. Þar gengur hann svo langt að harma það að Torfan sjálf hafi ekki verið rifin á sínum tíma Það eru ansi margar rangfærsl- ur sem koma fram í viðtalinu og ég ætla að svara fáeinum atriðum en leyfa öðrum að vera ósvöruðum í bili. Nú er það svo að Laugavegur hefur hvorki fyrr né síðar verið „alfriðaður“. Í dag eru tvö hús frið- uð samkvæmt húsafriðunarlögum, annað þeirra fyrir stuttu. Fram til 2003 þegar nýtt deiliskipulag tók gildi mátti samkvæmt eldra skipu- lagi rífa þau hús sem fólki datt í hug að rífa. [...] 1994 er sett á fót Húsverndar- nefnd Reykjavíkur sem átti að koma með verndunartillögur í eldri hverfum Reykjavíkur fyrir kom- andi deiliskipulag. Þessi nefnd skilaði af sér greinargerð þar sem gert var ráð fyrir að meginreglan yrði að hús byggð fyrir 1918 fengju að standa áfram með vísan í þjóð- minjalög en meginefnið var hins vegar tillögur að verndun ákveð- inna húsa sem byggð voru eftir 1918. Fyrsta tillaga að nýju deili- skipulagi árið 2002 fór eftir þessu þema í megindráttum en með nokkrum undantekningum, þar var samt sem áður gert ráð fyrir 50.000 fm uppbyggingu við Laugaveg og nota bene, þetta var ekki aukning á uppbyggingarmöguleikum heldur einfaldlega verið að festa í sessi þá möguleika sem alltaf höfðu verið til staðar, en höfðu fram til þessa ekki verið nýttir. Þessar tillögur gerðu nú í fyrsta skipti í sögu Laugavegs ráð fyrir því að ákveðin hús yrðu ekki rifin. Þær gengu þó ekki jafn langt í verndun og upphafsmenn höfðu vonast til en kannski mætti segja að einhver málamiðlun hafi verið þar á ferðinni. Þessari tillögu var hafnað og var það aðallega vegna mótmæla frá engum öðrum en Bolla Kristinssyni og á endanum var það pólitísk ákvörðun að ákveðið var að skipa nýjan starfshóp til að finna tæki- færi til enn frekari uppbyggingar á kostnað gömlu byggðarinnar. Bolli var nánast einráður í þessum nýja samráðshópi, honum tókst þó ein- ungis að auka heildarflatarmál um 5000 fm en til þess þurfti að fórna 10-15 húsum meira en upphaflega stóð til, hvorki meira né minna en 75 prósent af húsum byggðum fyrir 1918 áttu nú að fara. Það má nefna til gamans að meirihluti þessa starfshóps um endurmat á deiliskipulagi Laugavegs, hefur séð að sér og lýst því yfir að gengið hafi verið of langt. [...] Bolli Kristinnsson á sjálfur per- sónulega ótrúlega stóran þátt í því að Laugavegurinn hefur ekki feng- ið frið til að þróast á eigin forsend- um bæði með aðkomu sinni að deili- skipulagsmálum og svo það að hann hefur sjálfur staðið í lóðabraski. Nú er mál að hann verði settur af. Höfundur er tónlistarmaður (Greinin er birt í heild á Vísir.is undir Skoðanir.) Alfriðun?Er forsætisráðherra illa upplýstur? UMRÆÐAN Einkavæðing Seljum íslensku handritin hæstbjóðanda. Seljum minjar og rekstur höfuð- safna landsins. Seljum lista- og myntsafn Seðlabanka Íslands. Leggjum af óskil- virkt og þunglamalegt styrkjakerfi til handa menn- ingariðnaðinum. Minnkum menningariðnaðarumsvif ráðuneyta. Losum úr læðingi gríðarlega fjármuni og frumkvæði einstaklinga í landinu. Ríkisafskipti af íslenskri menningu er afsprengi þess tíma er landið var nýlenda Dana. Þörfin á sameigin- legri arfleifð þótti nauðsynleg til að réttlæta viðskilnað við Dani. Frá setningu stjórnarskrárinnar 1874 hafa verið settar á fót stofnanir og sjóðir sem sinna söfnun, miðlun og rannsóknum á menn- ingararfi þjóðarinnar. Í dag gegna menning- arstofnanir hins vegar breyttu hlutverki og hafa gengið einkastaklingsframtakinu á hönd. Menntunarlegar og stjórnunarlegur kröfur eru einnig breyttar gagnvart menningar- stofnunum. Á undanförnum áratug hafa hug- myndir nýfrjálshyggjunnar umbylt íslensku samfélagi. Komið hefur verið á samkeppnis- umhverfi á ýmsum sviðum, sem ríkið sá eitt um áður. Ríkisreknar stofnanir hafa verið seldar hæstbjóðanda og hefur reynslan sýnt að þjóðinni hefur aldrei vegnað betur. Reynsl- an af þessum aðgerðum hefur sýnt að Íslendingar þurfa ekki lengur að eiga og reka stofnanir saman. Komið hefur í ljós að slíkt kerfi er óréttlátt. Það haml- ar bæði frumkvæði ein- staklinga og skerðir frelsi þeirra. Mörkin milli opin- berra menningarstofnana og einkafyrirtækja hafa jafnframt verið að riðlast á undanförnum árum og vart má lengur sjá hver ræður ferðinni. Það eru nokkur rök sem mæla með því að menningariðnaðurinn sé seldur. Rekstur menningariðnaðarins yrði hagkvæmari en ríkisrekstur. Einstaklingar fara betur með eigin eigur en annarra. Einstaklingar hafa meiri hag af því að taka hagkvæmustu ákvarðanirnar um nýtingu menningararfs- ins, en stjórnmálamenn eða fræðimenn sem vinna í dag með þessar eigur þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hugsa meira um það að tryggja flestum kjósendum vinnu og fræði- menn hugsa meira um það að rannsaka þess- ar minjar, en að auka verðmæti minjanna. Menningarstofnanir leggja sig takmarkað fram um að hámarka þann ágóða sem hægt er að hafa af menningarverðmætum. Menning- arminjar eru takmörkuð auðlind sem ber að hámarka arðinn af á meðan hægt er. Ein af stærstu lygum samtímans er að menningar- minjar sé hægt að varðveita um ókomin ár. Því miður standa Íslendingar, eins og aðrar þjóðir, frammi fyrir því að minjar eru forg- engilegar og munu, er fram líða stundir, eyð- ast í núverandi formi. Þetta þýðir í raun að eyða þarf gríðarlegum fjárupphæðum á kom- andi árum til að forverja skinnhandritin, sjónverk, muni, og hús í eigu ríkisins. Fákeppni ríkir á sviði menningarinnar. Handritin eru til dæmis eingöngu í vörslu Árnastofnunar og hafa aðrar stofnanir eða einstaklingar ekki aðgang að þeim nema í gegnum samstarf við þá. Með sölu handrit- anna væri ekki eingöngu verið að hámarka fjárhagslegan auð sem í þeim felst, heldur einnig að búa til samkeppni í því að sýna þau, rannsaka og forverja. Menningarstofnanir eru almennt ekki vel í stakk búnar til þess að mæta breytingum á markaði og aukinni hnatt- væðingu. Aukinn ferðamannastraumur gerir illa búnar og fjárhagslega sveltar menningar- stofnanir á engan hátt samkeppnishæfar við sambærilegar stofnanir erlendis. Stjórnendum menningarstofnana hefur verið uppálagt undanfarin ár að stjórna fyrst og fremst með fjárhagslega hagsmuni stofn- ana í huga. Hafa ber þá ánægjulegu stað- reynd í huga að Íslendingar hafa náð góðum árangri í að nýta rýran menningaraf sinn. En betur má ef duga skal. Enn má auka skil- virkni, framleiðni og arðsemi menningariðn- aðarins til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Ein ríkasta skylda Íslendinga er að ganga vel um auðlindina sem menningararfurinn er og nýta hann á sjálfbæran hátt. Höfundur er mannfræðingur. Einkavæðum menningariðnaðinn SIGURJÓN BALDUR HAFSTEINSSON ÞÓRÐUR MAGNÚSSON UMRÆÐAN Kvótakerfið Nýlega lét núverandi forsætisráðherra hafa eftir sér þau ótrú- legu ummæli á aðalfundi LÍÚ að núverandi kvóta- kerfi hefði sannað gildi sitt og leitt til ábyrgrar og hagkvæmrar nýtingar fiskistofnanna. Þegar rýnt er í hagtölur sést alls ekki að kvótakerfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi skilað þjóðinni öðru en stórtjóni. Óumdeilt er að kvótakerfið hefur valdið gífurlegum byggða- flótta og berast sífellt ný ótíðindi af sjávarbyggðum þar sem kerfið heggur skörð í byggðirnar, s.s. á Bakkafirði og í Grímsey. Í fróðlegu erindi sem Arnar Sigurmundsson hélt á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva dró hann fram þá dökku staðreynd að skuldir sjávarútvegsins hafa þre- faldast frá árinu 1995, farið úr 90 milljörðum í 265 milljarða. Það er á allra vitorði að þessi gríðarlega skuldaaukning sem svarar til nánast tveggja Kára- hnjúkavirkjana hefur ekki verið nýtt til fjárfestingar í greininni heldur hafa milljarðarnir runnið út úr atvinnuveginum í stríðum straumum. Greinin hefur staðið veikari eftir sem hefur leitt til þess að sjó- menn sömdu um kjaraskerðingu í síðustu samningum og engir kjara- samningar gilda um sjómenn sem sækja sjó á minnstu bátunum. Í erindi formanns Samtaka fisk- vinnslustöðva var einnig dregin fram sú staðreynd að útflutnings- tekjur sjávarútvegsins hafa ekki aukist á síðustu fimm árum heldur dregist saman þrátt fyrir hagstæða verðlagsþróun afurða. Nýleg úttekt KB banka á stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki lands- manna, Granda, sem hefur gengið í gegnum ótal sameiningar og hag- ræðingar bendir alls ekki til þess að núverandi fisk- veiðistjórn hafi leitt til mikillar hagkvæmni þar sem fyrirtækið er metið miklum mun verðmætara ef það yrði brotið upp og selt í bútum en í óbreytt- um rekstri. Helsti ráðgjafi ríkisstjórnar- innar og sérfræðingur á Hafró hvað varðar nýtingu þorskstofns- ins lýsti því yfir að hann teldi líkur á að óbreytt fiskveiðistefna gæti orðið til þess að þorskstofninn við Ísland dæi út. Ég er að vísu mjög ósammála viðkomandi sérfræðingi um stöðu þorskstofnsins en núverandi kvótakerfi byggir engu að síður á viðhorfum sérfræðinga Hafró. Það virðist því vera mat Hafró að stjórnun veiðanna sé langt frá því að vera sjálfbær, hvað þá ábyrg. Forsætisráðherra er annað- hvort svo illa upplýstur um stöðu sjávarútvegsins eða þá hitt, sem er ekki skárra, að hann heldur vísvit- andi villandi upplýsingum að þjóð- inni. Það er mjög mikilvægt fyrir hag þjóðarinnar og sjávarbyggð- anna að það verði komið á skyn- samlegri og sanngjarnari fisk- veiðistjórn en það felst engin sanngirni í því að sjómenn þurfi að greiða 75% af tekjum sínum fyrir leyfi til að draga bein úr sjó. Frjálslyndi flokkurinn sér gríð- arleg tækifæri í undirstöðuat- vinnugrein landsmanna bæði með skynsamlegri stjórnun og með því að auka menntun í greininni. Höfundur er þingmaður Frjáls- lynda flokksins. SIGURJÓN ÞÓRÐARSSON vaxtaauki! 10% A RG U S / 06 -0 47 2 Kynntu þér málið á spron.is UMRÆÐAN Yfirlýsing frá Högum Í ljósi umfjöllunar í síð-degisútvarpi og kvöld- fréttum RÚV í gær, þar sem rætt var við Guð- björgu Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði um rannsókn hennar vilja Hagar koma eftirfar- andi á framfæri. Hagar reka m.a. átta fyrirtæki á smásölumarkaði, sem starfa sjálfstætt, hafa náð góðum árangri og lúta framkvæmdastjórn hæfi- leikaríkra einstaklinga. Fyrirtæk- in eru rekin sem sjálfstæð fyrir- tæki og hafa sem slík ólík rekstrarform og ólíka menningu. Á sviði auglýsinga og markaðs- mála hafa þessi fyrirtæki einnig ólíkar þarfir. Fyrirtæki Haga eru kaupendur auglýsinga af nær öllum fyrir- tækjum, sem starfa að rekstri almennra fjölmiðla, þar með talið allra sjónvarpsstöðva, dagblaða, útvarpsstöðva og helstu netmiðla. Fyrirtæki Haga auglýsa í nánast öllum fjölmiðlum, sem ná til þorra þjóðarinnar og einnig í öllum hér- aðsblöðum, sem starfa á þeim svæðum sem verslanir Haga starfa á. Í auglýsinga- og markaðsmál- um njóta fyrirtæki Haga þjónustu fjölda fyrirtækja sem starfa á þeim markaði, s.s. auglýsinga- stofa og birtingafyrirtækja, sem m.a. sérhæfa sig í ráðgjöf um hvar og hvenær best er að birta auglýs- ingar fyrir hvert fyrirtæki. Ákvarðanir um ráðstöfun fjár til auglýsinga byggja á hagkvæmnis- sjónarmiðum hvers fyrirtækis, þar sem hvert fyrirtæki reynir að nýta fjármuni sem best. Magn auglýsinga á íslenskum markaði hefur aukist, þar með talið hjá Högum. Það er rétt að auglýsingum frá fyrir- tækjum Haga hefur fjölgað í Fréttablaðinu á undanförnum árum. Í því sambandi skal áréttað að fyrirtæki Haga byrjuðu ekki að auglýsa í Fréttablað- inu að ráði fyrr en fjöl- miðlakannanir IMG (nú Capacent) stað- festu ítrekað mikinn lestur á blaðinu. Hinn mikli lestur gerði Fréttablaðið að hagkvæmasta auglýsingakosti á dagblaðamarkaði. Hagar, keppi- nautar Haga og velflest fyrirtæki á Íslandi hafa því nýtt sér Frétta- blaðið sem hagkvæman auglýs- ingakost undanfarin ár. Aukning auglýsinga frá fyrirtækjum Haga í Fréttablaðinu er í samræmi við aukningu á auglýsingum annarra fyrirtækja, þ.m.t. keppinauta í sama blaði. Líklega er óþarfi að upplýsa Guðbjörgu Kolbeins, doktor í fjöl- miðlafræði um að meðallestur Fréttablaðsins í mars 2002 var 44% skv. fjölmiðlakönnun IMG (nú Capacent), en meðallestur Morgunblaðsins var þá 60%. Í októbermánuði sama ár hafði með- allestur Fréttablaðsins aukist í 52%, en Morgunblaðsins minnkað í 57%. Í september í ár var meðal- lestur Fréttablaðsins 69%, en með- allestur Morgunblaðsins 50%. Fréttablaðið hefur því á rannsókn- artímabili Guðbjargar farið úr því að vera næst mest lesna dagblað landsins í mest lesna dagblað landsins. Hagar fullyrða að þær ályktan- ir, sem Guðbjörg Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði dregur af rann- sókn sinni og kynnti í síðdegisút- varpi og kvöldfréttum RÚV í gær, standast ekki ef viðurkenndar rannsóknaraðferðir eru notaðar. Höfundur er forstjóri Haga. Ályktanir Guðbjargar standast ekki FINNUR ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.