Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 18
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur XX X. XX X 2005 XX X. XX X 4. ársfj. SPURT & SVARAÐ FRÍTT INTERNET Í MIÐBÆNUM Getur verið hagkvæmt Stefán Jón Hafstein hefur sett fram tillögu í menningar- og ferðamála- ráði Reykjavíkur um að setja upp þráðlaust, gjaldfrjálst internet í miðbænum. Heldur þú að fjarskiptafyrirtækin taki vel í tillögu þína? Þau eiga viðskiptahagsmuna að gæta og þess vegna verður aðgang- urinn kannski takmarkaður við að menn geti sótt tölvupóst og heim- sótt algengar fréttasíður, en þurfi að greiða fyrir annað. Hver er kostnaðurinn við þetta fyrir fjarskiptafyrirtækin? Ég ætlast ekki til að fyrirtækin gefi þessa þjónustu. Sums staðar hefur þetta verið fjármagnað með auglýsingum og með sölu á viðbót- arþjónustu. Það eru ýmsir mögu- leikar til að gera þetta viðskiptalega hagkvæmt fyrir þau. Á ekki bara að setja upp gjald- frjálst internet á öllu höfuðborg- arsvæðinu? Jú, það er framtíðin og hefur verið gert í ýmsum borgum í Bandaríkj- unum. STEFÁN JÓN HAFSTEIN Borgarfulltrúi Umdeild saga af áfengisdrykku hagamúsar í samræmdu prófi hjá níu ára börnum hefur verið í fréttum undanfarið. Hafa margir lýst yfir óánægju með að rætt sé á þennan hátt um drykkju við ung börn. Sum þeirra búi við misnotkun á áfengi heima hjá sér og ekki eigi að taka svona aðstæður inn í próf hjá þeim. Hve oft neyta Íslendingar áfengis að jafnaði? Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands frá árinu 2002 yfir áfengisneyslu Íslendinga á aldrinum 15 ára til 80 ára neyta 44 pró- sent karla bjórs einu sinni eða oftar í viku á móti 19 prósentum kvenna. 20 prósent karla og 16 prósent kvenna neyta léttvíns jafn oft og tíu prósent karla og tvö prósent kvenna neyta sterks víns jafn oft. Um 32 prósent karla og 31 prósent kvenna neyta bjórs einu sinni til þrisvar í mánuði. 35 prósent karla og 33 prósent kvenna neyta léttvíns jafn oft og 36 prósent karla og 18 prósent kvenna neyta sterks víns jafn oft. Um 23 prósent karla og 49 prósent kvenna neyta aldrei bjórs. 45 prósent karla og 50 prósent kvenna neyta aldrei léttvíns. 54 prósent karla og 80 prósent kvenna neyta aldrei sterks víns. Hverjar eru afleiðingar óhóflegrar áfeng- isdrykkju? Langvarandi ofneysla áfengis veldur neytendum vannæringu, lifrarbólgum, briskirtilsbólgum, vöðvarýrnun og ýmiss konar skemmdum á heila og taugum. Hún dregur úr kyngetu karla og kvenna og getur með reykingum aukið líkur á ýmsum gerðum krabbameins. Ofneysla áfengis er kostnaðar- söm fyrir þjóðfélagið meðal annars vegna fósturskemmda, slysa, afbrota, sjálfsvíga, morða og vinnutaps. Talið er að allt að helm- ing banaslysa í umferðinni megi rekja til ölv- unar og að sama prósentutala eigi við þegar morð eru framin. Tæpan þriðjung sjálfsvíga og drukknana má einnig rekja beint til ölv- unar. FBL-GREINING: ÁFENGI Áfengisneysla og afleiðingar Íslendingar eru leiðandi í bleikjueldi á heimsvísu. Ljóst er að framboð á eld- isbleikju mun aukast mikið á næstu árum og talið er líklegt að hið aukna fram- boð muni koma frá Íslandi að mestu leyti. Síðasta áratug jókst heimsfram- leiðsla á bleikju stöðugt og nam ársframleiðslan rúmum 2000 tonn- um í lok áratugarins. Árið 2001 fór heimsframleiðsla á bleikju yfir 3000 tonn en hefur síðan dregist saman. Af einstökum löndum er mest framleitt á Íslandi og árið 2003 framleiddu Íslendingar helm- ing allrar eldisbleikju í heiminum. Íslendingar eru eina þjóðin sem flytur eldisbleikju á erlenda mark- aði, helst til Bandaríkjanna og nokkurra Evrópuríkja. Ráðstefna um framtíðarsýn og stefnumótun í íslensku bleikjueldi verður haldin í dag á Hótel Loftleiðum. Bleikjueldi nær hármarki 2003 Klak á bleikjuhrognum til fisk- ræktar hófst við Mývatn svo snemma sem árið 1910. Á þriðja áratugnum voru starfandi mörg klakhús, sem framleiddu kviðpoka- seiði til sleppingar í ár og vötn. Á árinu 1961 hófst framleiðsla á bleikjuseiðum í Laxeldisstöð ríkis- ins í Kollafirði og allt til ársins 1980 var stundað matfiskeldi á bleikju í stöðinni. Framleiðslan var þó í smáum stíl og var mest selt af matfiski á árinu 1974 eða 1,3 tonn. Á tímabilinu 1973 til 1975 var einn- ig stundað matfiskeldi á bleikju hjá fyrirtækinu Tungulaxi í Land- broti og að Öxnalæk í Ölfusi. Það var ekki fyrr en eldisstöðin Smári hf. í Þorlákshöfn hóf bleikjueldi í strandeldisstöð sinni, að matfiskeldi jókst að einhverju marki. Framleiðendum fjölgaði ört og árið 1992 voru um 38 stöðv- ar með bleikjueldi. Nú á seinni árum hefur bleikjueldisstöðvum fækkað en þær stækkað. Mikil aukning varð á bleikjuframleiðslu upp úr 1990 og náði hún hámarki, um 1.700 tonnum, á árinu 2003. Á árinu 2004 var eldi á bleikju stund- að á að minnsta kosti fimmtán stöðum. Flestar þessara stöðva eru litlar og aðeins fjórar þeirra með yfir hundrað tonna ársframleiðslu. Fyrirtækið Silungur var lengi með stærstu bleikjueldisstöð í heimi, með um fimmtíu prósent af árs- framleiðslunni hér á landi, en Samherji hf. hefur tekið við rekstri þess í gegnum dótturfélag sitt Oddeyri ehf. Yfirburðir Ölvesbleikjunnar Árið 1989 hófst samanburður á bleikjueldisstofnum til að finna hentuga stofna til kynbóta á Íslandi. Markmið tilraunarinnar var að bera saman bleikjustofna í eldi, allt frá klaki og þar til sláturstærð var náð, með tilliti til vaxtargetu, kynþroskaaldurs og ytra útlits. Fengnir voru klakfiskar af fjórtán stofnum við upphaf verkefnisins. Tveir af stofnunum höfðu verið í eldi í eina til þrjár kynslóðir; Hóla- bleikja og Eldvatnsbleikja, en hinir komu úr ám og vötnum. Í ljós kom að bleikjustofninn úr Ölvesvatni á Skaga sýndi yfirburði í hröðum vexti og kynþroski kom ekki fram fyrr en á þriðja ári eða síðar. Tölu- verður munur kom fram milli stofna í útlitseinkennum, sérstak- lega í litstyrk og litblæ og kom í ljós að Ölvesvatnsbleikjan er almennt öðruvísi á litinn en aðrir stofnar, mjög ljós og grænleit. Hún var einnig þykkvaxnari en aðrir stofnar og flakanýting hennar reyndist betri. Allt frá því að samanburður á bleikjustofnum hófst hafa verið unnin mörg rannsóknar- og þróun- arverkefni er tengjast kynbótum á bleikju. Skipulagðar kynbætur hóf- ust hjá Hólaskóla árið 1992. Nú eru kynbættir tveir aðskildir stofnar með mismunandi roðlit. Þetta eru ljós stofn, að mestu upprunninn úr Ölvesvatni, og dökkur stofn úr Grenlæk, Litluá og fleiri ám. Kyn- bæturnar fara fram í kynbótastöð á Hólum í Hjaltadal og Stofnfiskur hf. hefur einnig stundað kynbætur síðan 1991 með vali á eldisstofni sem upprunalega er kominn úr Grenlæk. Þar hefur tveimur stofn- um verið bætt við eldið, sem ættað- ir eru úr Litluá og Mývatni. Tvö til fimm hundruð tonn í Noregi Svíar, Norðmenn og Kanadamenn eru stærstu framleiðendur eldis- bleikju ásamt Íslendingum. Svíar hófu að þróa sitt eldi í byrjun níunda áratugarins en áður hafði nokkuð verið framleitt til slepp- inga. Framleiðslan jókst mikið eftir 1997 og var hún tæp 800 tonn árið 2001. Eldi var mest í 25 stöðv- um árið 1998 en þær voru fimmt- án árið 2004. Á síðustu tíu árum hefur fram- leiðsla í Noregi aukist úr sjö tonn- um árið 1988 í tvö til fimm hundr- uð síðustu tíu ár. Megnið af þeirri bleikju er framleitt í tveimur stöðvum í Norður-Noregi. Áhugi hefur lengi verið mikill fyrir bleikjueldi í Kanada. Árið 1992 voru sjö eldisstöðvar í New Bruns- wick og tíu stöðvar voru með til- raunaeldi í Québec. Í úttekt á bleikjueldi árið 2000 var áætlað að 960 tonn af bleikju hefðu verið framleidd það ár og mest í fylkj- unum á austurströndinni; New Brunswick, Nova Scotia og Prince Edward Island. Átak til framtíðar Bleikja er afburða góður matfisk- ur og fyrir hana fæst hærra verð en fyrir lax og regnbogasilung. Því er spáð að framleiðsla eldisbleikju á Íslandi verði um 4.500 tonn árið 2009 og mikil tækifæri felast því í að styrkja bleikjueldi hérlendis á næstu árum, sérstaklega í ljósi þess að aðstæður til eldisins eru betri hér en í samkeppnislöndum við Norður-Atlantshaf. Íslendingar fremstir í bleikjueldi ELDISBLEIKJA Klakfiskar í eldiskari hjá bleikjueldisstöðinni í Haukamýrargili á Húsavík. MYND/GUÐBERGUR RÚNARSSON Bleikjan er álitleg eldistegund fyrir íslenskar aðstæður, vex vel við lágt hitastig og mikinn þéttleika, hún er harð- gerð tegund sem þolir meðhöndlun vel og virðist hafa nokkuð góða mótstöðu gegn margs konar sjúkdómum. Við samanburð á samkeppnishæfni bleikjueldis á milli landa vega landfræðilegar aðstæður þyngst. Ekkert samkeppnislanda Íslands, Svíþjóð, Noregur og Kanada, hefur þá gnótt af lindarvatni, jarðhita og jarðsjó sem er að finna hér á landi þar sem hægt er að skapa kjörað- stæður fyrir bleikjuna með tilliti til hita og seltu. Aðstæð- ur hér á landi gera kleift að byggja mjög stórar stöðvar og ná þannig stærðarhagkvæmni í framleiðslunni. Í samkeppnislöndunum er takmarkað aðgengi að grunn- vatni og vandamál með of heitt yfirborðsvatn á sumrin fyrir bleikjueldi í körum og kvíum. Vegna takmarkaðs grunnvatns og dýrrar orku þurfa samkeppnisaðilar að nota dýr hringrásarkerfi til að endurnýta vatn í strand- og landeldisstöðvum. Íslendingar hafa ekki síst sérstöðu í eldi sjávarbleikju vegna greiðs aðgangs að ósöltu vatni í stórum landstöðv- um. Slíkur aðgangur er óalgengur hjá samkeppnisþjóð- um okkar og takmarkar vöxt annarra landa í bleikjueldi. NÁTTÚRULEGT BLEIKJUELDISLANDEkkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið BLEIKJUELDI ÁRIÐ 2004 Helstu fyrirtæki með hrogna- framleiðslu, seiðaeldi og matfiskeldi á bleikju árið 2004. Fyrirtækin Silungur og Íslandslax eru nú rekin af Oddeyri, dótturfyrirtæki Samherja, undir merkjum Íslandsbleikju. FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við > Fjöldi skráðra togara á Íslandi 20021999 91 76 65 Heimildir: Hagstofa Íslands og SÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.