Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 8
8 27. október 2006 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi gengur til prófkjörs í dag og á morgun. Kjördæmið er stórt; nær frá Hvalfirði í suðri, norður um Vest- firði og austur í Skagafjörð. Kjör- deildir eru sextán. Kosið er á morgun milli 12 og 18 og á sunnu- dag frá 10 til 12. Atkvæði verða talin í Brekkubæjarskóla á Akra- nesi og ættu úrslit að liggja fyrir undir kvöld á sunnudag. Samfylkingin á tvo þingmenn í kjördæminu; Önnu Kristínu Gunnarsdóttur og Jóhann Ársæls- son. Jóhann hefur afráðið að láta af þingmennsku í vor og tekur því ekki þátt í prófkjörinu. Anna Kristín sækist á hinn bóginn eftir endurkjöri og gefur kost á sér í 1.-2. sæti. Þá sækist Karl V. Matthíasson, fyrrverandi þing- maður Samfylkingarinnar í Vest- fjarðakjördæmi, eftir einu af efstu sætum. Fimm sækjast eftir fyrsta sæti listans og alls sjö eftir tveimur efstu sætunum. Þingmenn kjördæmisins eru tíu en fækkar um einn á næsta kjörtímabili. Stafar það af fólks- flutningum og færist þingsætið í Suðvesturkjördæmi. Samkennd hefur einkennt kosningabaráttuna og hafa fram- bjóðendur ferðast saman um kjördæmið til sameiginlegra framboðsfunda. Þeim var þröngt sniðinn stakkurinn í kynningar- málum og var meinað að auglýsa sig en máttu setja upp heimasíður og útbúa nafnspjöld. Norðvesturkjördæmi varð til með sameiningu þriggja kjör- dæma; Norðurlandskjördæmis vestra, Vestfjarða- og Vestur- landskjördæmis. Samtöl við Sam- fylkingarfólk í kjördæminu leiðir í ljós að enn eimir eftir af gamla kjördæmaskipulaginu og horfa sumir ennþá til þess. Líta þeir þá fyrst til lögheimilis frambjóðenda en svo á annað sem þeir telja skipta máli. Samfylkingin hlaut 4.346 atkvæði í kjördæminu í kosning- unum 2003. Rétt til að kjósa í próf- kjörinu nú hafa flokksfélagar og þeir sem heita Samfylkingunni stuðning sinn. bjorn@frettabladid.is Fimm sækjast eftir fyrsta sæti listans Ellefu taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem haldið er um helgina. Flokkurinn á nú tvo þingmenn í kjördæminu. Frambjóðendum var meinað að auglýsa í fjölmiðlum. Úrslit eiga að liggja fyrir undir kvöld á sunnudag. ÞÁTTTAKENDUR Í PRÓFKJÖRI SAMFYLKINGARINNAR Í NORÐVESTURKJÖRDÆMI Hafa ferðast saman á milli framboðsfunda í kjördæminu. Þeir máttu aðeins kynna sig á sameiginlegum fundum og á heimasíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON ÞAU TAKA ÞÁTT: Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður 1.-2. sæti Benedikt Bjarnason, nemi við Háskólann á Bifröst 3.-4. sæti Björn Guðmundsson smiður 4. sæti Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum 2.-3. sæti Einar Gunnarsson kennari 3.-4. sæti Guðbjartur Hannesson skólastjóri 1.-2. sæti Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi 2.-3. sæti Karl Matthíasson sóknarprestur 1.-2. sæti Ragnhildur Sigurðardóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands 3. sæti Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi á Ísafirði 1.-4. sæti Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi á Akranesi 1. sæti ALMANNATRYGGINGAR Trygginga- stofnun ríkisins segir að bónda- konu með MS-sjúkdóm sem fékk ekki styrk frá stofnuninni til að kaupa fjórhjól hafi verið vísað til Svæðisskrifstofu fatlaðra. Eftir að Fréttablaðið sagði frá máli konunnar á mánudag sagði á heimasíðu TR að fjórhjól væri fyrst og fremst atvinnutæki en síður fallið til að auka sjálfs- björg, öryggi og/eða þjálfun eins og skilyrði væri fyrir styrkveit- ingu. Hægt væri að sækja um slíkt atvinnutæki til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. - gar Bóndakona án fjórhjóls: Var vísað í rétt- an farveg DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs- aldri og tæplega þrítug kona hafa verið ákærð fyrir tilraunir til smygls á fíkniefnum til landsins, þar sem konan misnotaði aðstöðu sína sem starfsmaður Íslands- pósts. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Skötuhjúin frömdu brotin á síð- asta ári. Þau voru skipulögð með þeim hætti að maðurinn sendi samtals rúm fimmtíu grömm af amfetamíni til landsins í þremur umslögum. Umslögin voru send á ýmis nöfn hér heima, samkvæmt ráðagerð konunnar, sem vann á Íslandspósti þegar þetta var. Hún átti að sjá um að fjarlægja bréfin við flokkun og afhenda manninum þau. Tollgæslan fann bréfin og lagði hald á þau. Aftur reyndi parið að leika sama leikinn nokkru síðar. Maðurinn sendi heim í sex umslögum nokkuð af kókaíni og hassi á nöfn sem konan valdi. Og enn fann tollgæslan umslögin í póstmiðstöðinni á Stór- höfða. Í þetta sinn var parið hand- tekið með eitt umslaganna sem það taldi að innihéldi fíkniefni. Auk þessa er manninum gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni mikið magn af fíkniefnum, meðal annars 2,7 kíló af hassi, umtals- vert magn af amfetamíni, E-töfl- um, maríjúana og tóbaksblandað kannabisefni. Jafnframt að hafa geymt ýmis dýr tæki og skartgripi sem hann hafi vitað að voru stolin. - jss PÓSTURINN Konan ætlaði að notfæra sér aðstöðu sína sem starfsmaður á Póstinum. Það mistókst. Karl á fimmtugsaldri og tæplega þrítug kona ákærð fyrir fíkniefnabrot: Fluttu inn fíkniefni með pósti Réttu hjálparhönd Félagsþjónusta Kópavogs óskar eftir að ráða fólk í heimaþjónustu. Fjölbreytt og gefandi starf með sveigjanlegum vinnutíma. Heilsdags- og hlutastörf. Kynntu þér kjörin, þau koma á óvart! Nánari upplýsingar veita þjónustustjórar heimaþjónustunnar í síma 570 1400. www.kopavogur.is Meginmarkmið Félagsþjónustu Kópavogs er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi Kópavogsbúa á öllum aldri svo þeir fái tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu. KYNNINGARFUNDUR UM BORGARALEGA FERMINGU Kyninngarfundur fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu vorið 2007 og aðstandendur þeirra verður haldinn laugardaginn 28. október kl. 11:00-12:00 í Háskólabíói sal 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.