Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 2

Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 2
2 27. október 2006 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Húsavík lagði hald á 1.400 karton af L&M sígarettum og tugi lítra af rúss- neskum vodka sem smyglað var til landsins með rússneska fiskflutn- ingaskipinu Artois. Þremur mönn- um var fljótlega sleppt úr haldi en þrem Rússum var haldið eftir og hafa þeir verið yfirheyrðir, með hjálp túlks, síðustu tvo daga. Lögreglunni barst nafnlaus ábending um að hugsanlega væri verið að smygla tóbaki og áfengi í miklu magni til landsins með skip- inu. Sagði heimildarmaður lögregl- unnar að varningi hefði áður verið smyglað með skipinu til landsins en það hefur oft komið hingað til lands, samkvæmt upplýsingum frá Sigl- ingamálastofnun, og var meðal ann- ars kyrrsett 20. apríl á þessu ári, í Hafnarfjarðarhöfn, vegna lélegs búnaðar. Lögreglan náði því á myndband, á milli níu og tólf í fyrrakvöld, þegar tveimur bifreiðum var ekið upp að skipinu og varningur fluttur úr því yfir í bifreiðarnar. Í kjölfarið voru þeir sem tóku á móti varningnum handteknir og skipverjar sem áttu aðild að málinu einnig. Lögreglan fylgdist auk þess með einum karlmanni hlaupa með þrjá til sex kassa af sígarettum frá höfn- inni upp í þorpið á Raufarhöfn. Lög- reglan á Húsavík vann að því í gær að leita að kössunum. Grunur leikur á því, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík, að nokkru magni af varn- ingi hafi verið smyglað hingað til lands með rússneskum skipum sem hingað koma með reglulegu milli- bili. Yfirheyrslur lögreglu í tengsl- um við málið snúa meðal annars að því að upplýsa hvort svo geti verið. Rússnesk fiskflutningaskip koma flest hingað til lands með fisk til vinnslu úr Barentshafinu. Lögreglan á Húsavík hefur farið með málið frá upphafsstigum og er rannsókn á því langt komin. magnush@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR Verð 2.470 .00.- DÓMSMÁL Tæplega þrítugur Reykvíkingur, Sigurður Rafn Ágústsson, hefur verið dæmdur í fangelsi í þrjú ár og sex mánuði fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambinu tvær milljónir króna í miskabætur, auk ríflega hálfrar milljónar í sakarkostnað. Árásin átti sér stað aðfaranótt 10. ágúst, þegar Sigurður Rafn réðst að stúlku sem var á leið til vinnu sinnar eftir malarstíg milli Arnarbakka og Suðurfells í Reykjavík. Maðurinn, sem var vopnaður hnífi, henti stúlkunni í jörðina og misþyrmdi henni á hrottafenginn hátt með ýmsum kynferðislegum athöfnum. Vegna mótspyrnu stúlkunnar tókst honum þó ekki að koma vilja sínum fram að fullu. Hann rændi farsíma hennar og peningum áður en hann hafði sig á brott. Stúlkan gat lýst árásarmanninum og var hann handtekinn eftir að lögreglan hafði fengið mynd- skeið úr öryggismyndavél Selectstöðvarinnar Suður- felli og séð þar mann sem svipaði til lýsingar stúlkunnar á árásarmanninum. Hann játaði sök og kvaðst hafa verið undir sterkum amfetamínáhrifum. Fagrannsóknir sem gerðar voru á stúlkunni sýndu að hún ber öll helstu einkenni áfallastreitu- röskunar, sem óvíst er hvenær verði ráðin bót á. - jss EFTIRLITSMYNDAVÉL Í SELECT Eftirlitsmyndavél í Select-stöð í Fellahverfi auðveldaði lögreglunni að finna árásarmanninn. Tæplega þrítugur maður dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur: Rúmlega þrjú og hálft ár fyrir hrottafengna nauðgun og rán Smyglarar staðnir að verki á Raufarhöfn Lögreglan á Húsavík náði því á myndband þegar mikið magn af tóbaki og áfengi var flutt á land á Raufarhöfn. Þrír menn eru í haldi lögreglu. Grunur leikur á að miklu magni af varningi hafi verið smyglað hingað til lands með skipinu. SMYGLVARNINGURINN Varningurinn sem gerður var upptækur sést hér á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR ARTOIS VIÐ HÖFNINA Á RAUFARHÖFN Í GÆR Lögreglan hefur enn þrjá menn í haldi vegna málsins en grunur leikur á því að skipið hafi áður verið notað til þess að smygla varningi til landsins. SÍÐUSTU ÞRJÁR ÍSLANDS- FERÐIR ARTOIS 20. apríl 2006 Skipið kemur hingað til lands úr Bar- entshafi með fisk til vinnslu. Skipið er kyrrsett vegna lélegs búnaðar. 30. nóvember 2005 Skipið kemur til Húsavíkur með fisk til vinnslu úr Barentshafi. 23. október 2005 Skipið kemur til Húsavíkur með afla til vinnslu. BANASLYS Kona á sjötugsaldri lét lífið skömmu fyrir hádegi í gær þegar bíll hennar fór fram af klettum við Heilsugæslustöðina á Vopnafirði og lenti í sjónum. Um tuttugu menn frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitinni Vopna voru kvaddir á vettvang. Um hálfa stund tók að ná bílnum úr sjónum og var konan flutt á Heilsugæslustöðina. Þar var hún úrskurðuð látin. Að sögn Óskars Bjartmarz yfirlögregluþjóns voru tildrög slyssins ekki ljós í gær en unnið er að rannsókn málsins. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. - ifv Bíll fór fram af klettum: Kona lét lífið í umferðarslysi Er reykt svona mikið á Raufar- höfn, Guðný? „Nei, ég hef ekki orðið vör við neinn reyk síðan síldarverksmiðjan lokaði.“ Skipverjar af rússnesku skipi smygluðu fjórtán þúsund pökkum af sígarettum í land í Raufarhöfn. Guðný Hrund Karlsdótt- ir er fyrrverandi sveitarstjóri Raufarhafnar. AFGANISTAN, AP Tugir óbreyttra borgara létu lífið í átökum NATO- herliðs við meinta skæruliða tali- bana í Suður-Afganistan í vikunni, að því er fulltrúar héraðsyfirvalda og þorpsbúar á staðnum fullyrða. Samkvæmt bráðabirgðarannsókn NATO-herliðsins létu þó ekki fleiri en tólf óvopnaðir lífið. Allt að sjötíu skæruliðar tali- bana féllu í bardögum í Panjwayi, vígi talibana í Kandahar-héraði, að sögn Luke Knittig, talsmanns ISAF, NATO-liðsins í Afganistan. Mikill munur er á áætluðu mannfalli eftir því við hvern er talað. Fulltrúar afganskra héraðsyfirvalda telja allt að sextíu skæruliða hafa fallið en allt að 85 óbreyttir borgarar hafi einnig legið í valnum. Knittig sagði þrjár árásir hafa verið gerðar á þriðjudag á vígi skæruliða vestur af Kandahar. „Því miður gerist það of oft að óbreyttir borgarar lendi í skotlínunni með sorglegum afleiðingum,“ sagði hann. Samkvæmt bráðabirgðarann- sókn ISAF létu tólf óbreyttir borg- arar lífið, en Knittig sagði erfitt að segja til um hvort þeir hefðu orðið fyrir skothríð skæruliða eða NATO- liða. - aa Átök NATO-herliðs og skæruliða talibana í Afganistan: Ásakanir um fjöldamanndráp HARMA HLUTINN SINN Þorpsbúar í Panjwayi, vestur af Kandahar, líta á hræ búpenings sem drapst í loftárásum NATO-liðsins á þriðjudagskvöld. FÆREYJAR Danskur háskólanemi hefur hafið söfnun undirskrifta á alþjóðlegum vettvangi, þar sem færeyska lögþingið er hvatt til þess að banna hótanir og háð gegn samkynhneigðum. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken. Þótt bannað sé með lögum í Danmörku að áreita fólk á grundvelli kynhneigðar þess er slíkt hið sama löglegt í Fær- eyjum. Málið verður tekið fyrir á þingi í næsta mánuði en í fyrra var tillögu um lagabreytingu hafnað af færeyskum þingmönn- um sem, með Biblíuna í hendi, lýstu því yfir að „karlmenn sem lægju með karlmönnum“ kæmust ekki til himna. - smk Skorað á færeyska þingið: Bannað verði að áreita homma HINSEGIN DAGAR Engar hátíðir samkyn- hneigðra hafa verið haldnar í Færeyjum. SLYSAVARNIR Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Síminn og Neyðar- línan sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar var fréttum hafnað þess efnis að boðkerfi símafyrirtækjanna hefðu lagst á hliðina þegar björgunarsveitir voru kallaðar til vegna neyðarlendingar flugvélar Continental-flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli á miðviku- dag. Í tilkynningunni segir að engin skýring hafi fundist fyrir þeim töfum sem urðu við útkall björgunarliðs. Farið verði yfir einstök tilfelli næstu daga og kerfin álagsprófuð. - þsj Boðkerfið fór ekki á hliðina: Engin skýring komin í ljós HÚSNÆÐISMÁL Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að ekki verði gerðar breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs aðrar en til að laga stöðu sjóðsins að ríkisstyrkjaregl- um EES-samnings- ins og hugsanlegar breytingar á fjármögnun þannig að Íbúða- lánasjóður geti lánað án ríkis- ábyrgðar. Magnús lýsti þessu yfir í ávarpi á ársfundi ASÍ í gær. Hann sagðist hafa ákveðið að binda enda á þær vangaveltur sem hefðu verið undanfarið um framtíð sjóðsins. „Íbúðalánasjóð- ur hefur gegnt og mun áfram gegna þýðingarmiklu hlutverki við framkvæmd húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði hann. - ghs Bindur enda á vangaveltur: Segir hlutverk Íbúðalánasjóðs enn mikilvægt MAGNÚS STEF- ÁNSSON. Mannréttindaverðlaun Alexander Milinkevítsj, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rúss- landi, fær Sakharov-verðlaunin í ár, æðstu mannréttindaverðlaun Evrópusambandsins, fyrir lýðræðis- baráttu sína. EVRÓPUSAMBANDIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.