Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 26
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Bangsadagurinn Frá árinu 1998 hafa bókasöfnin á Norðurlöndum haldið bangsa- daginn hátíðlegan. Saga bangsa- dagsins nær til 1902 en þá birtist skopmynd í Washington Post um atvik þegar Theodore (Teddy) Roosevelt þáverandi Bandaríkja- forseti neitaði að skjóta særðan bangsa. Í kjöl- far þessa fékk búðar- eigandi í New York leyfi forsetans til að nota nafnið Teddy-bear á leikfangabangsa sem hann bjó til. Það merki- lega er að bangsinn varð einnig til í Þýskalandi á sama tíma. Bangs- inn er því yngri en raflýsing, sími og bílar. Theodore Roosevelt fæddist 27. október 1858. Hann skrifaði um 36 bækur, stofnaði 150 þjóðar- skóga og 5 þjóðgarða og það fer því vel á því að helga afmælisdag hans bangsanum. Að halda Bangsadaginn hátíð- legan er hugmynd sem nokkrir leikskólar hafa gripið á lofti en þá hafa börnin tekið uppáhalds- bangsann sinn með á leikskólann. Síðustu þrjú ár hef ég kíkt á nokkra leikskóla og einn grunn- skóla í bangsabúningi í félagi við einn til þrjá aðra bangsa og verð að segja að það er með því skemmtilegasta sem ég hef gert. Flest barn- anna hafa tekið böngs- unum vel, faðmað þá og sungið nokkur lög. Vissulega hafa einhver minnstu barnanna orðið hrædd en þá er bara að taka ofan höfuðið. Ég vil endilega hvetja alla til að halda upp á þenn- an dag, taka bangsann með sér í vinnuna eða skólann og þeir sem geta útvegað sér bangsabúning ættu endilega að bregða á leik. Við þurfum öll á knúsi að halda, bangsar eru tákn öryggis og vellíðunar. Höfundur er JCI- félagi og áhugamaður um bætt mannlíf. Bangsadagurinn ÁSBJÖRN ÓLAFSSON UMRÆÐAN Ungmenni á Íslandi Varla líður sá dagur að ekki berist fréttir um andlega og líkamlega vesöld íslenskra ung- menna. Nýlegar rannsóknir sýna að hlutfallslega fleiri íslenskir piltar þjáist af ólæsi en í nágranna- löndunum. Og í gær bárust þau válegu tíð- indi að íslenskir ungl- ingar læsu enn minna en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum og þá er mikið sagt. Í ofan- álag eiga ungir Íslend- ingar Evrópumet í glápi á amerískt rusl og til að bæta gráu ofan á svart eru íslensk ungmenni þau feitustu í Evrópu. Fyrir tæpum áratug bentu rannsóknir til þess að meira væri um ofbeldi í íslenskum skól- um en í skólum nágrannaþjóð- anna. Þá var ekki innflytjendum fyrir að fara á Íslandi og því ekki hægt að skella skuldinni á þá. Unga kynslóðin á Íslandi virðist vera enn rotnari og ómenningar- legri en samkynslóðungar þeirra á Norðurlöndum. Því er rétt að kalla þessa makalausu kynslóð „plebbakynslóðina“. Hvað veldur, hver heldur? Eitt er fyrir sig að íslenskir skólar eru fyrir neðan allar hellur, mín vegna má einkavæða allt draslið ef það skyldi bæta ástandið. Annað er „uppeldi“ á Íslandi, flestir „uppal- endur“ myndu frekar fara út og hengja sig en að nota dýrmætan tíma sinn til að kenna börnum sínum að meta bóklestur. Útlend- ingar sem dvalið hafa í hinu fyrr- verandi evrópska lýðveldi Íslandi tala mikið um hversu illa upp alin „íslensk“ börn séu. Mér er sagt að ein helsta skilnaðarorsök í hjóna- böndum þar sem karlinn er Frakki, konan Íslendingur, sé að Frakk- arnir fái nóg af hæfnileysi kvenn- anna til að ala börn upp. Uppeldis- leysi Íslendinga virðist nátengt hinni amerísku græðgi þeirra. Þeir vinna myrkranna á milli til að skaffa sér hið bandaríska neyslu- drasl en börnin ganga sjálfala á meðan. Annað er fyrirlitning Íslend- inga á menntun. Eftir að Vallarkaninn („varnar“-liðið) kom gátu allra handa lúðulakar komist í álnir, menntað fólk bar skarðan hlut frá borði. Og uppskar fyrirlitningu pöpulsins sem hafði lært það af Kananum að efnisleg gæði væru það eina sem máli skipti. Fólki með þennan hugsunarhátt er nákvæmlega sama um hvort börn- in þess eru læs og hvort þau yfir- leitt opni bækur. Hið efnahagslega er hið raunverulega og hið raun- verulega hið efnahagslega, svo snúið sé út úr frægri tilvitnun í heimspekinginn Hegel. Skítt með læsi, skítt með lestur! „Ókei, ókei eruð þið hræddir drengir,“ orti Jóhannes úr Kötlum í „Sóleyjar- kvæði“ þar sem hann varaði við hættunni af amerískri ómenningu. Ég er hræddur, ég óttast að plebba- kynslóðin muni ganga af íslenskri menningu dauðri þegar hún kemst á rek. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer. Plebbakynslóðin STEFÁN SNÆVARR Til varnar börnum Sigríður Anna Ellerup skrifar í tilefni af vinnuverndarviku. Íslendingar hafa ætíð verið vinnusöm þjóð enda lífsviðurværi þjóðarinnar fyrr á öldum háð því að allir sem vettlingi gátu valdið bæru björg í bú. Þá var algengt að börn allt frá unga aldri ynnu störf sem tengdust t.a.m. landbúnaði eða fiskvinnslu og samfélagið taldi slíka vinnu bæði eðlilega og sjálfsagða. Það voru því margir sem höfðu uppi efasemdir þegar ákveðið var að veita börnum ríkari vernd gegn óhóflegri og jafnvel skaðlegri vinnu í lögum og alþjóðasamningum og töldu að takmarkanir á vinnu barna og unglinga myndu hafa veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Ákvæði um vinnu barna og ung- menna í X. kafla laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum má rekja til alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins. Lögin byggja m.a. á tilskipun Evrópusam- bandsins nr. 94/33/EB um vinnuvernd barna og ungmenna, samningi Sam- einuðu þjóðanna um réttindi barnsins og samþykkt Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar um lágmarksaldur við vinnu. Tilgangur laganna er tvíþættur, annars vegar er þeim ætlað að koma í veg fyrir að börn eða unglingar gegni störfum sem reynst geta þeim hættu- leg andlega sem líkamlega eða komi niður á menntun þeirra og þroska vegna reynsluleysis þeirra og aldurs. Hins vegar er þeim ætlað að ýta undir skynsamlega atvinnuþátttöku með því að gefa börnum og unglingum kost á að stunda vinnu sem er í samræmi við líkamlegan og andlegan þroska þeirra. Þannig banna lögin vinnu barna yngri en 15 ára nema í undantekningartil- vikum, takmarka að ákveðnu marki vinnu unglinga 15-17 ára og kveða á um hámarksvinnutíma, lágmarks- hvíldartíma og bann við næturvinnu. Sérhverjum atvinnurekanda ber að virða ákvæði laga þessara og þá m.a. að tryggja börnum og unglingum vinnuskilyrði sem hæfa aldri þeirra. Hann ber ábyrgð á framkvæmd vinnunnar og öryggi þeirra barna sem hann hefur ráðið í vinnu og að þau fái nægilegar leiðbeiningar, kennslu og þjálfun til þess að inna starf sitt af hendi. Foreldrar og forráðamenn barna og unglinga hafa jafnframt ákveðnum skyldum að gegna varðandi vinnu barna þeirra. Hér er fyrst og fremst um ákveðið eftirlits- og leiðbeiningarhlut- verk sem leiða má af forsjárskyldunni. Foreldrum ber að vernda börn sín, leiðbeina þeim um réttindi sín og skyldur og tryggja að ekki sé á þeim brotið á vinnumarkaði. Það eru ákveðin tímamót fyrir einstakling að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum og mikilvægt að sú reynsla sé jákvæð. Því ber að hvetja atvinnurekanda, foreldra sem og börnin sjálf til að kynna sér þær reglur sem gilda um vinnu barna og unglinga. Nánari upplýsingar um vinnuverndarvikuna 2006 og þær reglur sem gilda um vinnu barna og unglinga er hægt að nálgast á heima- síðu Vinnueftirlitsins www.vinnu- eftirlit.is og heimasíðu umboðsmanns barna www.barn.is. Sigríður Anna Ellerup er lögfræðing- ur og starfar á skrifstofu umboðs- manns barna. UMRÆÐAN Vinnuverndarvika Fram kemur í evrópskum töl-fræðigögnum að fimmtíu pró- sent meiri líkur séu á að ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára slasist við vinnu sína en nokkur annar ald- urshópur vinnandi fólks (Euro- stat). Þessa miklu slysatíðni og önnur óhöpp má ekki síst rekja til þess að ungt starfsfólk er ókunn- ugt starfinu, vinnuumhverfinu og þeim hættum sem þar kunna að leynast. Íslensk ungmenni byrja ung að vinna, mörg hver með námi, og í ýmsum starfsgreinum, svo sem eins og í matvöruverslun- um, á skyndibitastöðum og við blaðaútburð. Nokkuð er um að unga fólkið vinni langan vinnu- tíma og taki á sig ábyrgð umfram það sem aldur þeirra og þroski gefur tilefni til en ljóst er að því fylgir óhjákvæmilega álag. Mikilvægt er veita ungu fólki meiri og betri verkstjórn og starfs- þjálfun en þeim full- orðnu. Þetta á jafnt við um fólk í iðnnámi, sum- arstarfsmenn og aðra nýja á vinnumarkaðin- um. Með aukinni leiðsögn má kenna ungu fólki hvernig verjast má slysum, álagsmeinum og áreitni og stuðla að vellíðan í vinnu nú og seinna á starfsævinni. Nú í ár er samevrópsk vinnu- verndarvika helguð ungu fólki að 25 ára aldri og er yfirskrift henn- ar „Örugg frá upphafi“. Markmið með vinnuverndarvikunni eru: í fyrsta lagi að auka þekkingu ungs fólks á vinnuvernd og stuðla að því að þau séu „örugg“ frá upp- hafi starfsævinnar. Notkun á orðinu „öryggi“ vísar til öryggismála en einnig sjálföryggis og vellíð- unar í vinnu. Í öðru lagi er markmiðið að auka meðvitund í þjóð- félaginu um réttindi, skyldur og sérstöðu ungs fólks á vinnumarkaði. Vinnueftirlitið hvetur skóla, vinnustaði, félagasamtök og stofn- anir til að taka þátt í vinnuvernd- arvikunni 2006 og stuðla að því að ungt fólk sé öruggt frá upphafi starfsævinnar. Höfundur er verkefnisstjóri vinnuverndarvikunnar. Örugg frá upphafi ÁSA G. ÁSGEIRSDÓTTIR ������������������������� ������������������������� ������������������������� ������������������������� ��������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.