Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 8

Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 8
8 27. október 2006 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi gengur til prófkjörs í dag og á morgun. Kjördæmið er stórt; nær frá Hvalfirði í suðri, norður um Vest- firði og austur í Skagafjörð. Kjör- deildir eru sextán. Kosið er á morgun milli 12 og 18 og á sunnu- dag frá 10 til 12. Atkvæði verða talin í Brekkubæjarskóla á Akra- nesi og ættu úrslit að liggja fyrir undir kvöld á sunnudag. Samfylkingin á tvo þingmenn í kjördæminu; Önnu Kristínu Gunnarsdóttur og Jóhann Ársæls- son. Jóhann hefur afráðið að láta af þingmennsku í vor og tekur því ekki þátt í prófkjörinu. Anna Kristín sækist á hinn bóginn eftir endurkjöri og gefur kost á sér í 1.-2. sæti. Þá sækist Karl V. Matthíasson, fyrrverandi þing- maður Samfylkingarinnar í Vest- fjarðakjördæmi, eftir einu af efstu sætum. Fimm sækjast eftir fyrsta sæti listans og alls sjö eftir tveimur efstu sætunum. Þingmenn kjördæmisins eru tíu en fækkar um einn á næsta kjörtímabili. Stafar það af fólks- flutningum og færist þingsætið í Suðvesturkjördæmi. Samkennd hefur einkennt kosningabaráttuna og hafa fram- bjóðendur ferðast saman um kjördæmið til sameiginlegra framboðsfunda. Þeim var þröngt sniðinn stakkurinn í kynningar- málum og var meinað að auglýsa sig en máttu setja upp heimasíður og útbúa nafnspjöld. Norðvesturkjördæmi varð til með sameiningu þriggja kjör- dæma; Norðurlandskjördæmis vestra, Vestfjarða- og Vestur- landskjördæmis. Samtöl við Sam- fylkingarfólk í kjördæminu leiðir í ljós að enn eimir eftir af gamla kjördæmaskipulaginu og horfa sumir ennþá til þess. Líta þeir þá fyrst til lögheimilis frambjóðenda en svo á annað sem þeir telja skipta máli. Samfylkingin hlaut 4.346 atkvæði í kjördæminu í kosning- unum 2003. Rétt til að kjósa í próf- kjörinu nú hafa flokksfélagar og þeir sem heita Samfylkingunni stuðning sinn. bjorn@frettabladid.is Fimm sækjast eftir fyrsta sæti listans Ellefu taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem haldið er um helgina. Flokkurinn á nú tvo þingmenn í kjördæminu. Frambjóðendum var meinað að auglýsa í fjölmiðlum. Úrslit eiga að liggja fyrir undir kvöld á sunnudag. ÞÁTTTAKENDUR Í PRÓFKJÖRI SAMFYLKINGARINNAR Í NORÐVESTURKJÖRDÆMI Hafa ferðast saman á milli framboðsfunda í kjördæminu. Þeir máttu aðeins kynna sig á sameiginlegum fundum og á heimasíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON ÞAU TAKA ÞÁTT: Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður 1.-2. sæti Benedikt Bjarnason, nemi við Háskólann á Bifröst 3.-4. sæti Björn Guðmundsson smiður 4. sæti Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum 2.-3. sæti Einar Gunnarsson kennari 3.-4. sæti Guðbjartur Hannesson skólastjóri 1.-2. sæti Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi 2.-3. sæti Karl Matthíasson sóknarprestur 1.-2. sæti Ragnhildur Sigurðardóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands 3. sæti Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi á Ísafirði 1.-4. sæti Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi á Akranesi 1. sæti ALMANNATRYGGINGAR Trygginga- stofnun ríkisins segir að bónda- konu með MS-sjúkdóm sem fékk ekki styrk frá stofnuninni til að kaupa fjórhjól hafi verið vísað til Svæðisskrifstofu fatlaðra. Eftir að Fréttablaðið sagði frá máli konunnar á mánudag sagði á heimasíðu TR að fjórhjól væri fyrst og fremst atvinnutæki en síður fallið til að auka sjálfs- björg, öryggi og/eða þjálfun eins og skilyrði væri fyrir styrkveit- ingu. Hægt væri að sækja um slíkt atvinnutæki til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. - gar Bóndakona án fjórhjóls: Var vísað í rétt- an farveg DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs- aldri og tæplega þrítug kona hafa verið ákærð fyrir tilraunir til smygls á fíkniefnum til landsins, þar sem konan misnotaði aðstöðu sína sem starfsmaður Íslands- pósts. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Skötuhjúin frömdu brotin á síð- asta ári. Þau voru skipulögð með þeim hætti að maðurinn sendi samtals rúm fimmtíu grömm af amfetamíni til landsins í þremur umslögum. Umslögin voru send á ýmis nöfn hér heima, samkvæmt ráðagerð konunnar, sem vann á Íslandspósti þegar þetta var. Hún átti að sjá um að fjarlægja bréfin við flokkun og afhenda manninum þau. Tollgæslan fann bréfin og lagði hald á þau. Aftur reyndi parið að leika sama leikinn nokkru síðar. Maðurinn sendi heim í sex umslögum nokkuð af kókaíni og hassi á nöfn sem konan valdi. Og enn fann tollgæslan umslögin í póstmiðstöðinni á Stór- höfða. Í þetta sinn var parið hand- tekið með eitt umslaganna sem það taldi að innihéldi fíkniefni. Auk þessa er manninum gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni mikið magn af fíkniefnum, meðal annars 2,7 kíló af hassi, umtals- vert magn af amfetamíni, E-töfl- um, maríjúana og tóbaksblandað kannabisefni. Jafnframt að hafa geymt ýmis dýr tæki og skartgripi sem hann hafi vitað að voru stolin. - jss PÓSTURINN Konan ætlaði að notfæra sér aðstöðu sína sem starfsmaður á Póstinum. Það mistókst. Karl á fimmtugsaldri og tæplega þrítug kona ákærð fyrir fíkniefnabrot: Fluttu inn fíkniefni með pósti Réttu hjálparhönd Félagsþjónusta Kópavogs óskar eftir að ráða fólk í heimaþjónustu. Fjölbreytt og gefandi starf með sveigjanlegum vinnutíma. Heilsdags- og hlutastörf. Kynntu þér kjörin, þau koma á óvart! Nánari upplýsingar veita þjónustustjórar heimaþjónustunnar í síma 570 1400. www.kopavogur.is Meginmarkmið Félagsþjónustu Kópavogs er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi Kópavogsbúa á öllum aldri svo þeir fái tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu. KYNNINGARFUNDUR UM BORGARALEGA FERMINGU Kyninngarfundur fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu vorið 2007 og aðstandendur þeirra verður haldinn laugardaginn 28. október kl. 11:00-12:00 í Háskólabíói sal 1.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.