Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 79

Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 79
FÖSTUDAGUR 27. október 2006 43 Þorlákur Morthens myndlistar- maður hefur verið í útrás um nokkurt skeið. Hann hefur bæði haft aðsetur í Kaupmannahöfn og Berlín. Í hádeginu á morgun opnar hann sýningu í galleríi í hinu fræga húsi Óslóar, Kampen. Kampen er talið fyrirmyndin að Kardimommubæ Torbjörns Egner. Galleri Kampen er til húsa í byggingu sem líklega þjónaði sem vagnahús séra Bastizens sem var fyrirmynd Bastiens bæjarfóg- eta í barnaleikritinu alkunna. Tor- björn Egner ólst upp á Kampen, sem stendur á hæð rétt utan við gömlu Ósló, og gerði þessum ein- staka bæjarhluta skil með þeim hætti sem seint gleymist. Mun þetta vera í annað sinn sem Íslendingur sýnir í þessu virta galleríi en þar hefur áður sýnt Erlingur Jónsson, högg- myndalistamaður og prófessor við Norsku myndlistarakademíuna. Sýninguna sagði Tolli eiga sér langan aðdraganda: þetta eru 38 olíuverk og expressjónismi mest- an part segir hann – fjöll og jöklar. „Það verður að mála þá áður en þeir hverfa. Hér er mynd af Gísl- jökli tveggja ára. Þegar ég leit á hann í sumar var hann horfinn.“ Tolli hefur vinnustofu á Grá- bræðratorgi í Kaupmannahöfn: „Það er langt heim og betra að fá fólk til sín þangað. Þessi kynslóð sem núna ræður, þetta vítamín- lausa fólk, ferðast milli landa eins og ekkert sé, kemur til mín og lítur á verkin. Þetta er sölusýn- ing. Hér hafa margir frægir sýnt og frúin sem hefur rekið Kampen er fræg.“ Heimsfræg spyr blaða- maður. „Það eru allir heimsfræg- ir á sínum tíðahring,“ svarar Tolli. Sýning Tolla opnar á morgun og hangir uppi í Kampen til loka nóv- ember. - pbb Tolli í Kardimommubæ TOLLI - Þorlákur Kristinsson Morthens sýnir feykistór málverk í Ósló. Hér er hann á sýningu sinni hér heima í fyrra. FRÉTTBLAÐIÐ/VILHELM ������������������������� �������������� �������������� ������������� ������������� ��������������� ������ � �� �� �� � � �� �� �� �� �� � 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.