Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is
Hvar verður þú í kvöld?
Ídag 6. nóvember, ganga fermingar-börn í hús og safna til hjálparstarfs á
vegum kirkjunnar sinnar. Vertu klár,
ekki bara með budduna ef þú átt aur –
heldur líka hvatningu. Það er ekki oft
sem krakkar fá tækifæri til að hjálpa
svo um muni. Þeim er frekar legið á hálsi
fyrir að hugsa bara um sig – en unglings-
árin eru jú umbrotatími á líkama og sál.
En taktu undir með þeim þegar þau
banka upp á hjá þér – hvort sem er með framlagi eða
hvatningu.
Fermingarbörnin hafa fengið fræðslu um
örbirgð í þróunarlöndum og vítahring fátæktar. Þau
hafa séð hvernig peningar frá Íslendingum skila
sér í hjálparstarfi kirkjunnar: Í brunnum, áveitum,
skepnuhaldi og fiskiræktartjörnum sem gerir
afkomuna öruggari og fæðuna fjölbreyttari – líka í
menntun og mannréttindum fyrir fátækt fók sem
gerir allt til að sjá sér farborða. Allt árið er unnið
úr fjármunum sem fólk treystir Hjálparstarfi
kirkjunnar fyrir. Meira á www.help.is
Eru unglingar latir og sjálfhverfir? Reynsla
undanfarinna ára hefur ekki sýnt okkur þá hlið.
Prestar í 66 sóknum um allt land sýna 3.400
fermingarbörnum myndir frá hjálpar-
starfi kirkjunnar Afríku. Þeir fræða
börnin um ábyrgð kristinna manna á
velferð náunga síns. Og það kemur í ljós
að þau hafa ríka réttlætiskennd. Og þau
vilja gera eitthvað í málunum. Í dag
skipta þau með sér götum í hverfinu sínu.
Þau fara út um hálf sex leytið þegar
flestir eru komnir heim úr vinnu, með
merkta og innsiglaða bauka. Á eftir sitja
þau lengi og skiptast á sögum: „Einn setti
5000-kall í!”, „ég sá svo ógeðslega sætan
hund í einu húsinu!”, og sumir áttu ekki
pening … og þá gefst tími til að ræða það.
Það hafa það ekki allir gott á Íslandi og það eru svo
margar ástæður fyrir því. Þess vegna styður
Hjálparstarf kirkjunnar fjölda Íslendinga líka –
sérstaklega um jólin.
Ég hvet þig til að taka vel á móti fermingarbörn-
um sem koma til þín. Hvettu þau til dáða, því vinna
þeirra skiptir miklu máli. Ef það sem safnaðist í
söfnun fermingarbarna í fyrra, 6,8 milljónir króna,
er umreiknað miðað við kostnað við einn brunn sem
þjónað getur 1000 manns, þá fengu 56.000 manns
aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Hoppaðu á
vagninn, þú gerir heilmikið gagn með því sem þú
réttir yfir þröskuldinn.
Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálpar-
Á
rlegt þing Norðurlandaráðs er nú nýafstaðið, en það fór
fram að þessu sinni í Kaupmannahöfn.
Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin eru
meginstoðir hins pólitíska, formlega hluta norræns
samstarfs. Óhætt er að fullyrða að vægi þessa hluta
samstarfsins hefur farið minnkandi á síðustu árum, á sama tíma
og samgangur fólks á milli Norðurlandanna er nú meiri en nokkru
sinni fyrr. Viðskipti og efnahagslegur samruni hafa heldur aldrei
verið meiri milli frændþjóðanna. Í stuttu máli: á sama tíma og
stjórnmálaþáttur norræns samstarfs hefur verið að tapa vægi hafa
tengsl Norðurlandaþjóðanna á öðrum sviðum verið að aukast.
Þessi þróun endurspeglar hliðstæða þróun innan hvers ríkis;
áhrif stjórnmálamanna hafa verið að dragast saman á sama tíma
og viðskiptalífinu, frjálsum félagasamtökum og annarri starfsemi
sem hefðbundin flokkastjórnmál hafa lítið yfir að segja hefur
vaxið fiskur um hrygg. En hún endurspeglar einnig að evrópskt
samstarf hefur að miklu leyti „tekið framúr“ norrænu samstarfi.
Það var innri markaður Evrópusambandsins sem skapaði for-
sendurnar fyrir þeim víðtæka efnahagslega samruna sem orðið
hefur milli Norðurlandanna á síðustu árum; þegar Norðurlöndin
reyndu á sínum tíma að koma á efnahagsbandalagi sín í milli fór
sú tilraun út um þúfur. Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu er
aðalforsendan fyrir íslenzku útrásinni, sem svo mjög er í kastljósi
fjölmiðla í Damörku um þessar mundir.
Frá því Svíþjóð og Finnland gengu í Evrópusambandið árið
1995, sem Danmörk gekk í þegar árið 1974, og þrjú fjölmennustu
Norðurlöndin voru þar með sameinuð innan vébanda þess, hefur
ESB-samstarfið skákað norræna samstarfinu „niður í aðra deild“,
ef svo má segja. Staðreyndin er sú, að í huga stjórnmála- og emb-
ættismanna norrænu ESB-ríkjanna eru ESB-fundir einfaldlega
mikilvægari en Norðurlandasamstarfsfundir.
Vissulega horfir þetta öðru vísi við Íslendingum og Norðmönn-
um, sem valið hafa að standa utan Evrópusambandsins. Einmitt
vegna þess að íslenzkir og norskir ráðamenn og embættismennn
hafa ekki aðgang að ESB-fundum er samráðið á vettvangi Norður-
landasamstarfsins þeim mun mikilvægara fyrir þá.
Ef til vill kann það að vera það sem vakið hefur fyrir Halldóri
Ásgrímssyni með því að sækjast eftir stöðu framkvæmdastjóra
Norrænu ráðherranefndarinnar, að nýta þau áhrif sem því emb-
ætti fylgir til að hámarka gagnið sem norðvesturjaðar Norður-
landanna getur haft af hinu norræna samstarfi, einmitt með tilliti
til þess hve það er hlutfallslega mikilvægara fyrir hann en nor-
rænu ESB-ríkin þrjú.
En það er ekki bara samkeppnin við Evrópusambandið sem
hefur dregið úr vægi norrænu samstarfsstofnananna. Norður-
landaráð og Norræna ráðherranefndin þurfa líka að keppa um
athyglina við Eystrasaltsráðið, Norðurskautsráðið, Barentsráðið
og Norðlæga vídd Evrópusambandsins, svo nokkrar af þeim stofn-
unum og samstarfsáætlunum séu upp taldar sem helgaðar eru
samstarfi í okkar hluta álfunnar. Að teknu tilliti til alls þessa er
því ekki að undra að Norðurlandaráðsþing hafi ekki lengur það
fréttalega vægi sem það naut í eina tíð.
Stofnanasam-
starf í vörn
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja-vík kemur lemstraður og
blóðrisa út úr prófkjöri sínu. Þar
sáðu sigurvegarar til sundrungar
sem líkleg er til að kalla fram
langvinn átök einsog þau sem
áratugum saman skóku flokkinn
milli Gunnars Thoroddsen og Geirs
Hallgrímssonar. Í eftirleik
prófkjörsins ganga harðar ásakanir
um óheiðarleg vinnubrögð sem
kunni að hafa ráðið úrslitum.
Gísli Freyr Valdórsson, kosninga-
stjóri eins þeirra sem var píndur
til að ganga svipugöng skærulið-
anna í Valhöll, lýsti í Kastljósi
hvernig tveir sigursælustu
frambjóðendur prófkjörsins hefðu
haft undir höndum öflugri og
ítarlegri kjörgögn en aðrir.
Hvaðan komu þessi gögn, sem
hugsanlegt er að hafi ráðið
úrslitum í þeirri miklu símasmölun
sem átti sér stað?
Ritstjóri Morgunblaðsins segir í
gær að spyrja megi „hvort einhver
gögn hafi verið tekin ófrjálsri
hendi úr tölvukerfum Sjálfstæðis-
flokksins og notuð í prófkjörinu.“
NFS hafði eftir Kjartani Gunnars-
syni að það væri „hreinn stuldur“
hafi einhver frambjóðenda í
prófkjörinu komist yfir aðra
flokksskrá en þá sem var í boði
fyrir alla frambjóðendur.
Innan Sjálfstæðisflokksins
hlykkjast réttlætið eftir sérkenni-
legum krákustígum. Í yfirlýsingu
frá þeim sem klagaður var sagði:
„Að beiðni þeirra sem stjórnuðu
úthringingum fyrir framboð mitt,
voru þessar ávirðingar rannsakað-
ar af starfsfólki Valhallar. Niður-
staðan var afgerandi á þá leið að
enginn grunur væri uppi um
misnotkun.“ Það er nefnilega það.
Sá, sem kvað upp úrskurðinn, er
nýr framkvæmdastjóri flokksins,
Andri Óttarsson. Í kjölfar „rann-
sóknarinnar“ sendi hann frambjóð-
endum bréf þar sem hann birti
eftirfarandi sýknudóm: „Ekkert
kom fram í þeirri úttekt sem
bendir til þess að misnotkun á
upplýsingum hafi átt sér stað.“
Andri Óttarsson var auglýstur
sem stuðningsmaður á heimasíðu
frambjóðandans sem kæran
beindist að. Flokkur, sem kallar til
mikilla valda og ábyrgðar, verður
að hreinsa upp mál af þessum toga
með öðrum hætti – ef kjósendur
eiga að geta treyst honum. Þegar
opinber ráðherraefni eiga í hlut
varðar málið fleiri en félaga í
Sjálfstæðisflokknum.
Markmið hinna stjórnlausu
skæruliða sem ráða Valhöll í skjóli
velviljaðs afskiptaleysis Geirs H.
Haarde virðist vera að husla sem
skjótast pólitískt dánarbú Davíðs
Oddssonar. Einni reku var kastað
þegar Kjartan Gunnarsson var
rekinn einsog fallinn erkiengill úr
Paradís Valhallar. Í staðinn var
Andri ráðinn, sem þá var þekktur
fyrir að hafa skrifað meitlaðar
árásargreinar á Björn Bjarnason,
á vefriti fóstursonar formannsins.
Í kjölfarið var steypt undan
prófkjöri Björns með meistara-
legri eldsprengjuárás korteri fyrir
kosningu í formi alræmdrar
ályktunar stjórnar SUS, sem
minnti helst á Tet-sókn skæruliða
Viet-kong á sínum tíma.
Skæruliðar Geirs létu sér ekki
nægja að hlaða Birni einum. Þeir
unnu með virkum hætti gegn
ungum þingmönnum sem Davíð
sagði að hefðu einir gengið með
sér undir höggið í fjölmiðlamálinu.
Sigurði Kára og Birgi Ármanns-
syni var refsað grimmilega fyrir
að hafa stutt Davíð Oddsson þegar
launráðum í bland við eitrað vald
var beitt til að sölsa leiðtogasætið í
borginni frá Ingu Jónu Þórðardótt-
ur, móður Borgars Bjarnarbana,
og því smellt undir Björn Bjarna-
son. Prófkjörið snerist um hefnd
fyrir þann verknað.
Í Sturlungu kölluðu hefndir einatt á
ný vígaferli og nýjar hefndir. Í
leiðangri Þórðunga í prófkjörinu í
Reykjavík var því sáð til nýrra og
langvinnra átaka. Á Alþingi situr
nú ættarlaukur Engeyinga og bíður
færis. Hann veit, að sá kann allt
sem bíða kann. Ungu þingmennirn-
ir sem nú ganga frá prófkjöri pústr-
um þrútnir munu vitaskuld veita
Engeyingum gegn hinum nýju
Þórðungum þegar tími uppgjörsins
rennur upp. Hann kemur.
Á meðan sleikir gamalt ljón
pólitísk sár í myrkum hæðum
Seðlabankans og undrast þá heift
sem arfleifð hans mætir eftir
áralanga þjónustu við flokk, sem
honum tókst að berja saman, en
skæruliðar Valhallar hafa nú lamið
sundur. Björn Bjarnason sagði að
flokksmenn væru með óbragð í
munni.
Sundrung
Sjálfstæðisflokksins