Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 12
Réttu hjálparhönd
Félagsþjónusta Kópavogs óskar eftir að ráða fólk í heimaþjónustu.
Fjölbreytt og gefandi starf með sveigjanlegum vinnutíma.
Heilsdags- og hlutastörf. Kynntu þér kjörin, þau koma á óvart!
Nánari upplýsingar veita þjónustustjórar heimaþjónustunnar í síma 570 1400.
www.kopavogur.is
Meginmarkmið Félagsþjónustu Kópavogs er
að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi
Kópavogsbúa á öllum aldri svo þeir fái
tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu.
Um 22.000 manns hafa skrifað undir
áskorun þess efnis að samþykkja beri lagafrum-
varp um afnám fyrningarfrests vegna kynferðis-
brota gegn börnum. Þetta segir Ágúst Ólafur
Ágústsson, sem er fyrsti flutningsmaður frum-
varpsins. Hann segir slíkan stuðning nánast
fordæmalausan í sögu þingisins.
„Þó að þetta sé í fjórða sinn sem frumvarpið er
lagt fram hefur þingheimur ekki enn fengið
tækifæri til að taka afstöðu til málsins, þar sem það
hefur aldrei fengist til umræðu á þinginu,“ segir
Ágúst Ólafur. Hann bendir á að sömuleiðis liggi
fyrir frumvarp dómsmálaráðherra sem geri
almennt ráð fyrir fjögurra ára lengingu á fyrning-
arfresti. Með slíkri breytingu næðist fram mikil-
vægur áfangasigur sem beri að fagna. Ágúst
Ólafur og aðrir flutningsmenn telji hins vegar að
stíga eigi skrefið til fulls og afnema fyrningarfrest.
Sé litið til þess hvenær þolendur leiti sér aðstoðar,
til að mynda hjá Stígamótum, komi í ljós að
rúmlega 40 prósent eru 30 ára eða eldri. Sam-
kvæmt núgildandi lögum séu öll kynferðisbrot
gegn börnum fyrnd við 29 ára aldur þolanda. Með
samþykkt á frumvarpi dómsmálaráðherra verði öll
kynferðisbrot gegn börnum fyrnd við 33 ára aldur
þolands.
Átaksverkefninu „nóvember
gegn nauðgunum“ var hleypt af
stokkunum fyrir helgi. Það er
jafningafræðsla Hins hússins sem
stendur fyrir átakinu og verða
fyrirlestrar um málefnið haldnir í
framhaldsskólum í þesssum
mánuði.
Ösp Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri jafningjafræðslu Hins
hússins, segir ástæðu átaksins
vera aukinn fjölda misneytingar-
mála meðal ungs fólks þar sem
karlmenn notfæri sér ölvunar-
ástand stúlkna og hafi við þær
kynmök. Ösp segir að í fræðslunni
verði lögð áhersla á sektarhugtak-
ið og þá staðreynd að fórnarlamb
beri aldrei ábyrgð á nauðgun.
Nóvember gegn
nauðgunum
Í októbermánuði
gaf Persónuvernd út sjö leyfi til
vinnslu persónuupplýsinga í
tengslum við vísindarannsóknir.
Það sem af er þessu ári hefur
Persónuvernd gefið út 94 leyfi og
segir Særún María Gunnarsdóttir,
lögfræðingur Persónuverndar,
stærstan hluta þeirra vegna
vísindarannsókna.
Sem dæmi um leyfi í október má
nefna leyfi til aðgangs að sjúkra-
skrám vegna rannsókna á
þroskaferli barna með Downs-
heilkenni og rannsókna á sjúk-
lingum með sykursýki tegund 2 á
Heilsugæslu Kópavogs.
94 leyfi það
sem af er ári
Ung vinstri græn lýsa
sig algjörlega mótfallin trúboði í
skólum og vísa hér til hinnar
svokölluðu „vinaleiðar“ sem fram
fer í opinberum skólum. Ung
vinstri græn krefjast þess að
gætt sé hlutleysis í öllu starfi
grunnskóla landsins.
Að mati stjórnar Ungra vinstri
grænna er hin svonefnda vinaleið
ekkert annað en trúboð þó reynt
sé að breiða yfir það með því að
tala um sálgæslu. Ung vinstri
græn telja sálfræðinga og
félagsráðgjafa mun betur í stakk
búna til að sinna sálgæslu í
grunnskólum enda hafa þeir
sérfræðimenntun á því sviði.
Sálfræðingar
sinni sálgæslu
Skjaldarmerki Íslands
er notað á pólskri frétta- og spjall-
síðu, www.iceland.pl, sem Pólverj-
ar á Íslandi nota töluvert mikið.
Skjaldarmerkið hefur einnig verið
notað víðar, þar á meðal á vefsíðu
starfsmannaleigunnar 2b ehf., en
verið fjarlægt þaðan.
Í lögum um þjóðfána og skjald-
armerki Íslendinga kemur fram
að skjaldarmerkið er auðkenni
stjórnvalda ríkisins og að notkun
þess sé aðeins heimil stjórnvöld-
um. Þórhallur Vilhjálmsson, lög-
fræðingur í forsætisráðuneytinu,
segir að það sé aldrei veitt undan-
þága frá því.
Þórhallur segir að óheimil
notkun skjaldarmerkisins sé eins
og hvert annað lögbrot, sem beri
að kæra. Brot varðar sektum.
Hann kveðst vita til þess að
lögreglan hafi talað við menn
vegna ólögmætrar notkunar á
skjaldarmerkinu og þá hafi þeir
látið af athæfinu.
Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni í
Reykjavík, segir að engar kærur
hafi borist og engin mál séu til
skoðunar.
Eiður Eiríkur Baldvinsson,
forsvarsmaður 2b, segist hafa
fjarlægt strax skjaldarmerkið á
vefsíðu 2b. Hann hafi einfaldlega
ekki gert sér grein fyrir að
notkunin væri óheimil. Ekki
náðist í forsvarsmenn iceland.pl.
Aðeins heimilt stjórnvöldum
Brotist var inn í
félagsheimilið á Flúðum aðfara-
nótt föstudags og stolið þaðan
þremur fartölvum, tveimur
skjávörpum, myndbandsupptöku-
vél, fjarstýringum og lítilræði af
skiptimynt. Samkvæmt upplýs-
ingum lögreglunnar á Selfossi
spenntu þjófarnir upp hurð á
bakhlið hússins sem liggur bæði
að félagsheimilinu og kennsluað-
stöðu sem grunnskólinn á Flúðum
notast við.
Þá var gerð tilraun til að
brjótast inn í verslunina í Árnesi
og telur lögregla ekki ósennilegt
að sömu menn hafi verið þar á
ferð.
Stálu raftækjum
og skiptimynt
Mennta- og fjármála-
ráðuneyti leggja til, við aðra
umræðu um frumvarp til
fjárlaga, að fjölgað verði um tíu
nema í hjúkrunarfræði við
Háskólann á Akureyri og
fimmtán við Háskóla Íslands.
Þetta er breyting því í fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 2007 er gert
ráð fyrir að nemendum á fyrsta
ári í hjúkrunarfræði verði
fjölgað um 25 og þeir nemar
verði allir í Háskóla Íslands.
Námið í fleiri
en einum skóla