Fréttablaðið - 06.11.2006, Side 13

Fréttablaðið - 06.11.2006, Side 13
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 7 4 8 0 KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is KIA er sá bílaframleiðandi sem er í mestum vexti í heiminum í dag. Það er ekkert skrítið þegar hægt er að bjóða þessi gæði á svona verði. 3.475.000 kr. Við kynnum nýjan alvörujeppa, KIA Sorento – fullbúinn jeppi með ríkulegum staðalbúnaði • hátt og lágt drif • 5 þrepa sjálfskipting • ESP stöðugleikastýring • öflug 170 hestafla dísilvél • ný og glæsileg innrétting • hraðastillir (Cruise Control) • 16" álfelgur • þakbogar • vindskeið • þokuljós Sorento hefur slegið í gegn um allan heim og eignast dygga fylgismenn á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að Sorento er orðinn einn vinsælasti jeppi landsins, enda líklega bestu jeppakaupin í dag. Nýtt verð Vinna er hafin hjá borginni í að samræma heima- hjúkrun og heimaþjónustu sem mun koma til lækkunar á gjaldskrá í heimaþjónustu að sögn Jórunnar Frímannsdóttur, formanns velferðarráðs Reykja- víkurborgar. Heimahjúkrun er á hendi ríkisins og heimaþjónusta hjá sveitarfélögum. „Stefnt er að því að skipta heimaþjónustunni upp á milli annars vegar þrifa og hins vegar félagslegrar þjónustu sem mun sameinast meira heimahjúkrun- inni.“ Gert er ráð fyrir að útfærsla af þessari vinnu komi í vor. Gjaldskrá mun lækka í vor Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu, félagsstarf, fæði og veitingar í félagsstarfi og þjónustugjöld í þjónustuíbúðum aldraðra í Reykjavík mun hækka um tæp níu prósent næstu áramót samkvæmt samþykkt velferð- arráðs Reykjavíkurborgar. Í bókun meirihluta ráðsins segir að hækkun vísitölu hafi verið vanáætluð í fjárhagsáætlun ársins 2006 og 4,4 prósent hafi vantað upp á hækkun gjaldskráa í fyrra. Félag eldri borgara í Reykjavík lýsir yfir undrun og vonbrigði með hækkanirnar. Margrét Margeirsdóttir, formaður félagsins, segir borgarstjórnarmeirihlutann ekki standa við yfirlýsingar sínar frá í vor um að bæta kjör aldraðra. „Örvænting er í fólki sem hefur verið að hringja í mig og sér ekki fram á að hafa efni á þjónustu sem það hafi þörf fyrir.“ Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferð- arráðs, segir þessar hækkanir nauðsynlegar til að ekki þurfi að draga úr þjónustunni og bætir við að verið sé að auka þjónustu við aldraða til dæmis með akstursþjónustu og skipulögðum heimsóknum. Jórunn tekur fram að þeir sem séu á strípuðum bótum og lægstu laununum greiði ekki fyrir heimaþjónustu. „Hækkunin á því ekki að bitna á þeim sem verst eru settir.“ Spurð um hvort einhverjir lendi hugsanlega utan þess hóps en hafi samt ekki efni á þjónustu telur hún það ekki vera og því þurfi ekki að skoða það sérstaklega. Dýrari þjónusta fyrir aldraða Paul F. Nikolov gefur kost á sér í 1. til 3. sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík norður, Reykja- vík suður og Suðvesturkjör- dæmi, fyrir alþingiskosning- arnar 2007. Paul hefur unnið sem blaðamaður hjá Grapevine en vinnur nú sem blaðamaður hjá fréttastofunni AFP, og sem stuðningsfulltrúi í sambýli fyrir fatlaða. Nýlega hóf hann störf sem útvarpsmaður á 96,2 FM, útvarpsstöð fyrir innflytjendur. Paul F. Nikolov í framboð Ráðgert er að byggja 2.000–2.500 fermetra hjúkrunarheimili á Egilsstöðum á næstu 2–3 árum. Sótt verður um 30 milljóna króna framlag úr ríkissjóði sem mun skiptast niður á þrjú ár til að lagfæra núverandi húsnæði sjúkrahúss og heilsu- gæslu til að það nýtist betur undir starfsemina. Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að lögð sé áhersla á að byggja sem fyrst hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem eru langveikir og dvalar- heimili fyrir aldraða á Egilsstöð- um. Nýtt hjúkrun- arheimili byggt Undanfarið hefur hollenska dagblaðið De Telegraaf birt fréttir af beinbrotum ungbarna sem vakið hafa töluverðan ugg þar í landi. Samkvæmt De Telegraaf hafa engar haldbærar skýringar fengist við því hvers vegna lærleggur tveggja daga gamallar stúlku reyndist brotinn á sjúkra- húsi í Tilburg. Tveim vikum áður fundust sambærileg beinbrot hjá ungbörnum á spítala Amsterdam og í síðustu viku kom upp svipað atvik á öðrum spítala í sömu borg. Yfirvöld sjúkrahúsa í Hollandi hafa nú gripið til aðgerða svo að komið verði í veg fyrir að fleiri sambærileg atvik eigi sér stað. Dularfull bein- brot ungbarna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.