Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Vangaveltur eru meðal íslenskra langhlaupara um að halda hundrað kílómetra hlaup á Íslandi og yrði það í fyrsta sinn sem svo langt hlaup er haldið hér. Gunnlaugur A. Júlíusson langhlaupari segir að mikill spenningur séu fyrir því að halda hlaupið á næsta ári eða þarn- æsta ári og allar líkur að af því verði. Líklegast sé að hlaupið verði hringhlaup í miðbænum. „Það eru æ fleiri farnir að sjá að þeir geta þetta og ég held að þeim muni fjölga á komandi árum. Þeir eru margir sem hlaupa mar- aþon út og suður og margir hlaupa mjög hratt. Þennan hóp langar í nýjar áskoranir,“ segir Gunnlaug- ur sem sjálfur hefur unnið mörg afrek í hlaupum. Líklegt er að Félag 100 kíló- metra hlaupara standi fyrir hlaup- inu og læri af hlaupi sem fram fór á Borgundarhólmi 2004 þar sem hlaupið var kringum eyjuna. Tut- tugu drykkjarstöðvar þurfti. „Það er dálítið mál að manna drykkjar- stöðvarnar ef hlaupið er beint milli tveggja punkta en það er minna mál ef hlaupinn er lítill hringur, þá þarf bara tvær drykkj- arstöðvar,“ segir hann. Ýmsar leiðir koma til greina. Gunnlaugur segir að hægt sé að hlaupa í Nauthólsvík, þar sem hringurinn er 2,3 kílómetrar, eða úr miðbænum vestur á Seltjarnar- nes og til baka. Sá hringur er tíu kílómetrar. „Ef hlaupið er í mið- bænum gætu einhverjir glæpst til að horfa á,“ segir hann. Ekkert mál er að hlaupa sama hringinn hring eftir hring. „Það er mjög gott að hlaupa með sólgler- augu,“ segir Gunnlaugur. „Þau þekjast smám saman af svita og salti og þá lokast maður inni og er bara í sínum heimi.“ Hringhlaup í miðbænum Öll heyrum við flökkusögur einhvern tíma á lífsleið- inni. Þetta eru krassandi sögur í ólíkindadúr, sumar hafa gengið marga hringi og birtast aftur og aftur með hverri nýrri kynslóð. Yfirleitt eru „pottþéttar“ heimildir fyrir sögunum, vinur vinar eða einhver í mötuneytinu. Tvær nýjustu flökkusögurnar á Íslandi tengjast kakkalökkum og hættulegum hurðum. En er eitthvert sannleikskorn í þeim? Kaninn er farinn. Það er engin flökkusaga. Flökkusagan er hins vegar sú að stórir amerískir kakka- lakkar eiga að hafa fundist víða í Reykjavík upp á síðkastið. Með sögunni fylgir að fólkið sem kakka- lakkarnir finnast hjá á það eitt sameiginlegt að hafa nýlega keypt húsgögn hjá Sölu varnarliðseigna í gamla Blómavalshúsinu. „Þetta er algjör vitleysa!“ full- yrðir Ólafur Sigurðsson meindýra- eyðir. „Það er samt fullt af fólki sem hefur hringt í mig út af þessu til að spyrja hvort þetta sé satt. Flökkusagan er því greinilega útbreidd. Það hafa ekki komið upp nein kakkalakkamál hér á höfuð- borgarsvæðinu lengi og ég segi þessu fólki að strjúka bara yfir þessi húsgöng með sápuvatns- blautri tusku og passa að þrífa vel kverkarnar.“ Ólafur hefur unnið á Keflavík- urvelli og segir kakkalakkavanda- mál þar mun sjaldgæfari en fólk heldur. „Kaninn var með mjög gott prógramm og vann allt eftir ströngustu stöðlum hersins. Ef kakkalakkamál komu upp, sem kom fyrir, var ekki hætt fyrr en búið var að leysa málið og útrýma kvikindunum. Þeir sem tóku við húsunum þarna gengu því miður ekki inn í sama gæðakerfi, svo þetta gæti kannski orðið eitthvað mál seinna.“ Annar meindýraeyðir, Jón Hall- dórsson, tekur í sama streng og Ólafur. Hann segist bara einu sinni hafa þurft að vinna í máli í Reykja- vík þar sem amerískir kakkalakk- ar komu við sögu. „Það var reynd- ar löngu fyrir tíma þessarar varnarliðseignaverslunar,“ segir hann. Ameríski kakkalakkinn er um fjórir sentimetrar á lengd og því mun stærri en evrópska teg- undin sem sjaldnast fer yfir einn sentimetra. „Það er algengara að það komi upp mál þar sem minni tegundin kemur við sögu,“ segir Jón, „en það hefur ekkert með Kanann að gera. Þá er frekar um að ræða að óværan laumar sér með í búslóð þegar fólk er að flytja heim frá hlýrri lönd- um.“ Önnur flökkusaga sem nú heyr- ist oft fjallar um sjálfvirku snún- ingshurðirnar sem bæði má finna í Smáralind og Kringlunni. Sagan segir að þessar hurðir séu stór- hættulegar og að algengt sé að smáhundar hreinlega kubbist í sundur í þeim. Þetta er satt, en sagan hefur vaxið gífurlega í munnlegri geymd. Ekki er nema um einn hund að ræða og hann „kubbaðist ekki í sundur“ eins og flökkusagan segir heldur sást varla á honum eftir að hann hálsbrotnaði. Þetta var hvolpur af kavalier- tegund sem var kallaður Ljóni. Stúlka sem var með hann fyrir utan norðurhlið Smáralindar lenti þar í samræðum við vinkonu sína. Slaki var á bandinu og Ljóni greyið tók upp á því að elta fólk sem var á leið inni í Smáralindina. Þegar að hurðinni kom vildi svo illa til að hundurinn lenti á milli ytra og innra glers á snúningshurðinni og hlaut bana af. Þetta gerðist í ágúst árið 2003 og ekki hafa orðið fleiri slys á smáhundum né öðrum gælu- dýrum í Smáralind svo vitað sé. Kakkalakkar í húsgögnum og hurð drepur hund Sundlaug inni í skáp Skjöð 21 Eggert Bjarnason sölumaður hjá RV R V 62 19 B Þegar gæðin skipta máli Lotus Professional borðpappírsvörur Á t ilbo ði í nó vem ber 20 06 Lot us L inSt yle serv íett ur, disk am ottu r, „ löb era r“ og dúk ar Til hátíðabrigða Í verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði Lotus LinStyle dúkar og servíettur í mörgum litum. Einnig eru á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, diskamottum og „löberum“ með jólamynstri. Takmarkað magn er í boði af sumum jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Flýið Stuðbolti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.