Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 59
3 4 5 6 7 8 9 Fim. Aukas. upps.9. nóv Fös. 10. nóv Lau. 11. nóv Lau. 18. nóv Sun. 19. nóv Fös. 24. nóv Lau. 25. nóv Miðasala virka daga frá kl. 11-16 og 2 tímum fyrir sýningar. Sími 5629700 www.idno.is Sýningar kl. 20 Sýnt í Iðnó Leikritið Patrekur 1,5 ferðaðist um framhaldsskóla landsins í október- mánuði en hefur nú verið tekið til sýninga á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins. Viðfangsefni þess býður upp á talsvert spaugilegar uppákomur, menn í staðfestri sam- búð sem dreymir um að verða for- eldrar ættleiða dreng sem síðan reynist, fyrir gloppu í skrifræðinu, vera viðskotaillur unglingur. Í stað- inn fyrir eins og hálfs árs ungviði mætir Patrekur á svæðið, fimmtán ára gerpi með blóðuga sakaskrá og hommahatari í þokkabót. En öllu gamni fylgir einhver alvara og þetta verk hefur skýran og fallegan boðskap. Patrekur 1,5 er miklu fremur verk um ástina og umburðarlyndið heldur en verk um fordóma og samkynhneigð. Text- inn er lipur og það leyndi sér ekki á fyrstu sýningunni á Smíðaverk- stæðinu að leikhópurinn undir styrkri stjórn leikstjórans útsjón- arsama, Gunnars Helgasonar, hefur gert þétta og skemmtilega sýningu úr efnivið sínum. Parið óheppna/lukkulega leika Rúnar Freyr Gíslason og Jóhannes Haukur Jóhannesson og standa sig hreint út sagt frábærlega. Samleik- ur þeirra (og samsöngur) er glimr- andi fínn og fáa hnökra að finna. Rúnar Freyr Gíslason tekur Svein sinn föstum tökum, félagsráðgjaf- inn drykkfelldi verður mátulega viðfelldinn í meðförum hans og maður nær að fylgjast með honum þroskast þrátt fyrir að sögutími verksins sé stuttur. Jóhannes Haukur kitlar ófáar hláturtaugar í hlutverki uppfinningamannsins Jörundar, sem er hlýr og alúðlegur maður en óttaleg luðra. Söngnúm- er hans voru stórskemmtileg og Jóhannes er fyrirtaks gamanleik- ari. Frumraun Sigurðar Hrannars Hjaltasonar í Þjóðleikhúsinu gefur fyrirheit um bjarta framtíð í leik- listinni. Frammistaða hans í titil- hlutverkinu var til mikils sóma, þarna er kraftmikill leikari á ferð sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Hann pakkaði þess- um unglingi saman í ógnvekjandi orkubúnt sem átti samúð allra í salnum, þrátt fyrir að vera ófyrir- leitið skoffín. Umgjörð sýningarinnar var vel heppnuð ef frá er talin blessuð leikmyndin sem var algjör ósmíð að mínu mati. Ég skil hreinlega ekki af hverju það var ekki hægt að efna í aðeins meiri íburð en teppalagðar spónaplötur fyrir þessa sýningu. Þó svo að hag- kvæmniskrafan sé augljós – leik- myndin þarf að komast í meðal- stórt skott á skutbifreið, þá var þessi grámyglulega umgjörð í litlu flútti við annars litríkar persónur verksins. Grjónapokarnir voru smart en hvað var með þessi skil- rúm? Þetta leit meira út eins og ráðuneytisskrifstofa á áttunda ára- tugnum heldur en einkaheimili. Búningar voru þó einfaldir og við- eigandi. Ljósanotkun var skiljan- lega í lágmarki en spurning hvort ekki væri hægt að gera meira með möguleika þeirra nú þegar sýning- in hefur eignast fastan samastað? Líkt og á sýningarferðalaginu var efnt til umræðna að sýning- unni lokinni þar sem gestum gafst kostur á að spyrja leikarana nánar út í sýninguna. Á þessari tilteknu sýningu var leikskáldið einnig við- statt og gaf hann sér tóm til þess að spjalla og segja forvitnilegar sögur af verkinu. Þetta finnst mér gott framtak og sannarlega til eftir- breytni. Gestir tóku virkan þátt í umræðunni og þótt hún hafi ekki náð neinu háflugi þá auðgaði hún sannarlega leikhúsheimsóknina. Fyndið verk með fallegan boðskap Spennusagan Farþeginn eftir Árna Þórarinsson og Pál Krist- in Pálsson er komin út hjá for- laginu JPV. Þegar Arnar Sig- urðsson leigubílstjóri tekur upp Sig- urbjörn Hjálmarsson forstjóra í miðbæ Reykjavíkur á ísköldum nýársdegi hefst undar- legt ferðalag sem er þó ekki án fyrirheita. Farþeginn er önnur spennusagan sem Árni Þórar- insson og Páll Kristinn Pálsson skrifa saman en sú fyrri, Í upp- hafi var morðið, hlaut frábærar viðtökur. Síðasta spennusaga Árna Þórarinssonar, Tími norn- arinnar, kom út í fyrra og náði metsölu og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna. JPV útgáfa gefur einnig út ljóð- mæli Jóns Arasonar biskups en þetta er í fyrsta skipti sem öll ljóðmæli hans koma út saman í einu riti. Ásgeir Jóns- son ritstýrði verkinu og ritar ítarlegan inngang þar sem kvæðin eru sett í sam- hengi við tíð- arandann og lífshlaup Jóns. Kári Bjarnason bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar en Jón Óskar myndskreytti bók- ina. Anna Cynthia Leplar braut um verkið sem er 230 blaðsíður. Í tilefni af úkomu bókarinnar verður Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra afhent fyrsta eintak bókarinnar við hátíðlega athöfn í Þjóðminja- safni Íslands á morgun kl. 17. Bandaríska rithöfundinum Mitch Albom skaut upp á stjörnuhimin- inn árið 1997 með bókinni Þriðju- dagar með Morrie, hugljúfri bók hlaðinni vangaveltum um lífið og tilveruna. Í Fimm manneskjum sem maður hittir á himnum er Albom á svipuðum slóðum. Hér segir frá Edda, starfsmanni í skemmtigarði sem deyr af slys- förum á 83. afmælisdegi sínum. Hann vaknar í himnaríki og hittir þar fyrir fimm manneskjur, sem hafa með einum eða öðrum hætti haft áhrif á líf hans. Með þeirra liðsinni lítur Eddi yfir genginn veg, sem fljótt á litið virðist vera gata glataðra tækifæra og eftir- sjár. Fimmenningarnir bregða hins vegar öðru ljósi á hið liðna og í nýju samhengi horfir lífið kannski öðruvísi við. Notalegur andi og ljúfsár svífur yfir vötn- um í Fimm manneskjum … sem er þó bless- unarlega laus við væmni. Eddi er skýr og vel heppnuð per- sóna, allt frá æsku fram í rauðan dauðann. Góð manneskja, en breysk, sem hefur haltrað í gegnum lífið og ekki haldið í við tækifærin, á köflum jafnvel lokað augunum fyrir þeim. Stíll Alboms er látlaus en læsilegur og hann hefur lag á að búa til aðstæður og hugarástand sem flestir kannast við sjálfa sig í, illu heilli eða góðu. Í sögunni er mörgum hugleið- ingum velt upp um örlög mann- anna og hvernig þau tengjast. Hvernig góð ætlun getur snúist upp í andhverfu sína en líka hvernig maður hefur látið gott af sér leiða, jafnvel bjargað manns- lífi, án þess að gera sér grein fyrir því. Þetta hljómar kannski eins og lítt dulbúin sjálfshjálparbók en það væri ódýr afgreiðsla að láta þar við sitja. Augljóst er að höf- undurinn er trúaður en Fimm manneskjur … er bók sem er fyrst og síðast á mannlegum nótum. Albom býður ekki upp á svör um tilgang lífsins, heldur lykla að hugleiðingum um hvað það er auðvelt að láta það fram hjá sér fara. Bókin rennur í gegn á augabragði, skildi þann sem þetta skrifar eftir hugsi og svei mér þá ef honum leið ekki líka dálítið betur. Að haltra í gegnum ævina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.