Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 60
Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson fékk nýverið Latino-heið- ursverðlaun fyrir væntanlega kvikmynd sína Apocolypto. Voru verðlaunin afhent í Los Angeles, þar sem fólk af suður-amerískum uppruna er afar fjölmennt. Myndin, sem fjallar um Maya og var tekin upp í Mexíkó, verður frumsýnd í desember. Fjallar hún um hnignun hinnar háþróuðu menningar Maya-frumbyggjanna í Mexíkó. Gibson, sem er fimmtugur, var í sviðsljósinu á dögunum þegar hann var handtekinn fyrir að aka bíl sínum ölvaður. Bölvaði hann gyðingum við handtökuna og sagði þá bera ábyrgð á öllum styrjöld- um heimsins. Baðst hann síðar afsökunar á ummælunum. Mel Gibson heiðraður Bresku blöðin halda áfram umfjöllun sinni um skilnað Pauls McCartney og Heath- er Mills en málið tekur á sig ýmsar myndir. Nú þykist Daily Mail hafa heimildir fyrir því að Mills sé komin með nýjan mann. Blaðið birti um helgina frétt þess efnis að Heather Mills væri hugs- anlega í tygjum við einkaþjálfara sinn, Ben Amigoni, en þau hafa sést æ meira saman eftir að hitna tók í kolunum hjá Mills og McCartn- ey. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem nafn Amigoni ber á góma í umræðunni því 17. október greindi Daily Mail frá því að Paul McCartney hefði boðað einkaþjálf- arann á sinn fund þar sem hann ætlaði sér að fá svör við því hvort hann ætti í ástarsambandi við Heather. Ben Amigoni gekk til liðs við Heather fyrir þremur árum þegar hún byrjaði að æfa í heilsuræktar- stöðinni Hilsden Gym þar sem Amigoni vann. Þegar hún gekkst undir aðgerð á fæti réð Mills hann á staðnum og fékk hann til að sjá um endurhæfinguna. Amigoni, sem er 22 ára, sagði síðan upp unnustu sinni til margra ára til þess að geta farið með hinum nýja skjólstæð- ingi sínum um allan heim og séð til þess að hún væri í fínu standi. McCartney ákvað að ganga hreint til verks þegar hann og Mills höfðu tilkynnt skilnað sinn og hringdi í Amigoni til að spyrja hvort hann ætti í ástarsambandi við Heather. „Ben fékk símtal og vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðr- ið, trúði því hreinlega ekki að sir Paul hefði áhuga á að tala við hann,“ sagði heimildarmaður Daily Mail. „Hann fullvissaði McCartney um að ekkert væri í gangi, sam- band þeirra væri eingöngu fag- legt,“ bætti heimildamaðurinn við. Samkvæmt götublaðinu á McCartney að hafa tekið þessar útskýringar gildar en Daily Mail telur nokkuð ljóst að miklar sam- verustundir einkaþjálfarans og Mills hljóti að kveikja aftur grun- semdir hjá vinalega Bítlinum, Ami- goni hafi ekki vikið frá Mills síðan fjaðrafokið hófst. Þótt skilnaðurinn sé vissulega kom- inn í hart virðist hann þó hafa ein- hverjar jákvæðar hliðar. Börn McCartneys hafa verið dugleg við að heimsækja pabba sinn á heimili hans. Samkvæmt mörgum vefsíð- um hefur Paul ævinlega þurft að heimsækja börnin sín en þau hafa ekki viljað koma á meðan hann var kvæntur Heather. Samkvæmt ein- hverjum fréttamiðlum er Heather, stjúpdóttir Paul, farin að láta sjá sig enda hefur nafn móður hennar, Lindu McCartney, verið dregið inn í málaferlin vegna upptaka sem hún gerði skömmu áður en hún lést. „Heather hefur ekki sést í mörg ár og starfsfólki brá heldur betur í brún þegar hún birtist öllum af óvörum.“ Þá hafa þau Mary og James McCartney einnig verið dugleg við að kíkja inn til pabba síns. Mest hefur hins vegar borið á fatahönnuðinum Stellu McCartney sem á von á barni. Samkvæmt erlendum fréttaveitum er málið sagt ógna meðgöngunni vegna þess hversu mjög fatahönnuðurinn tekur málið inn á sig. Frá því var greint í News of the World fyrir viku að hún vildi helst ganga frá stjúpmóður sinni með berum höndum. Á Stella að hafa sagt við föður sínum að hún vildi ekki koma með barn- ið inn á heimili þar sem Heath- er Mills væri. Skilnaður McCartneys og Mills hefur vakið upp minn- ingar um annan skilnað sem skók heimsbyggðina, þegar Díana prinsessa sagði skilið við Karl Bretaprins. Mills og McCartney hafa ráðið sér sömu lögfræðinga og málið hefur verið nánast daglega á for- síðum slúðurblaðanna enda hafa ásakanirnar gengið á víxl. Mills hefur átt undir högg að sækja í fjölmiðlaumfjölluninni og hefur mörgum þótt nóg um, hafa bent á að hún sé jafnvel meira fórnar- lamb en McCartney. Lögfræðingurinn James Stew- art sagði við vefútgáfu USA Today að málið gæti reynst erfitt fyrir Mills og hún hefði jafnvel gert taktísk mistök. „Sam- kvæmt lögum í Bretlandi er ekki heimilað að skilja nema hægt sé að sýna fram á óæskilega hegð- un eða sifjaspell,“ sagði Stewart í samtali við vefinn og bætti því við að líklegast hefði það verið Paul sem hefði lagt fram beiðni um skilnað á grundvelli fyrr- nefnda atriðisins. „Það sem hefði verið auðveldast fyrir Mills var að mótmæla ekki og semja síðan um einhverja upp- hæð,“ segir Stewart og bendir á að aðeins eitt prósent af öllum 150 þúsund skilnuðum hafi endað með „sigri“ andmælanda. Skilnaðarlögunum í Bretlandi var breytt fyrir sex árum en fram að því var eiginmönnum einungis skylt að greiða það sem talið var að eiginkonan þyrfti til að lifa af og því ljóst að barist verður um háar fjárhæðir í réttarhöldunum sem hefjast á næsta ári. Fjölmiðlastormurinn í kring- um Önnu Nicole Smith hefur geisað linnulaust í tvo mán- uði, eða frá því að sonur hennar, Daniel Smith lést á grunsamlegan hátt aðeins þremur dögum eftir að Önnu fæddist dóttir- in DannieLynn. Þeir Howard K. Stern, núverandi kærasti Önnu, og Larry Birkhead, fyrrverandi kærasti hennar, segjast báðir vera feður stúlkunn- ar. Fráfall Daniels hefur eins og gefur að skilja tekið mjög á Önnu Nicole, og hafa aðstandendur fyrr- verandi Playboy- stúlkunnar áhyggjur af heilsu hennar, en hún gekkst undir aðgerð vegna samanfallins lunga fyrir skömmu og er nú komin aftur á sjúkrahús vegna lungnabólgu. Óljóst faðerni DannieLynn tekur líka sinn toll, en á dögunum gaf kona að nafni Laurie Payne sig fram og sagðist hafa orðið vitni að því þegar Anna Nicole neytti eit- urlyfja á meðgöngunni, sömu lyfja og fundust í líkama Daniels eftir dauða hans. Draumar Önnu um að hafa ein forræði yfir Dannie- Lynn virðast því ekki munu rætast. Sökuð um dópneyslu á meðgöngu NÝJASTI SINGSTAR9. HVE R VIN NUR ! Sendu SM S BTC VS F á 1900 og þú gætir unnið! Aðalvinn ingur er: PS2 + Sin gstar Leg ends Vinninga r eru: Singstar, aðrir leik ir DVD myn dir og flei ra Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.