Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur Málefnin sem voru á aðal- dagskrá Norðurlandaráðs- þings í Kaupmannahöfn í vikunni sem leið, svo sem hvernig norræna velferðar- módelinu reiddi af í hnatt- væðingunni, vöktu minni at- hygli fjölmiðla en hliðarefni á borð við jafnréttismál í Færeyjum. Það breytti litlu um fjölmiðlaat- hyglina þótt bryddað hefði verið upp á þeirri nýjung að formleg dag- skrá Norðurlandaráðsþings hæfist á svonefndum leiðtogafundi, þar sem ríkisstjórna- og stjórnarand- stöðuleiðtogarnir kölluðust á um efnið „samkeppnishæfni Norður- landa í hnattvæðingunni og nor- ræna velferðarmódelið“. Í sínu innleggi í þessum umræðum sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra að forgangsraða þurfi í nor- rænu samstarfi og leggja áherzlu á þau samstarfssvið sem sennilegust eru til að skila áþreifanlegum árangri, þar á meðal menntun, rannsóknir, nýsköpun og afnám hindrana í vegi frjálsra flutninga milli Norðurlanda. Geir sagðist sannfærður um að með þessum hætti gætu norrænu samstarfs- stofnanirnar, Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin, stuðlað að því að bæta samkeppnishæfni Norðurlanda. Samkeppnishæfni Norðurland- anna verður líka í brennidepli for- mennskudagskrár Finna í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2007. Í opnunarræðu sinni á Norðurlanda- ráðsþinginu lagði finnski forsætis- ráðherrann Matti Vanhanen jafn- framt áherzlu á samhengi milli formennskudagskrár Finna í Evr- ópusambandinu og í Norrænu ráð- herranefndinni. Finnar gegna for- mennskunni í ESB til áramóta. Samkeppnishæfnina vilja Finn- ar tryggja með tilstyrk eflds sam- starfs á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar; þetta sé til þess fallið að gera norræn fyrirtæki betur í stakk búin að mæta áskor- unum hnattvæðingarinnar. Í umræðunni komu skýrt fram ólík sjónarmið vinstri- og hægri- manna gagnvart því hvernig bregð- ast skuli við áskorunum hnattvæð- ingarinnar. Nýi sænski forsætisráðherrann, Fredrik Rein- feldt, lagði til að stofnað yrði nor- rænt ráð um hnattvæðinguna, sem starfi með hliðstæðum ráðum í þjóðlöndunum. Bauðst hann til að leiða skipulagsstarf fyrir slíkt ráð. Hann lagði í máli sínu áherzlu á það sem hann kallar neikvæðar afleið- ingar velferðarkerfisins, en það væri að of margir stæðu utan við atvinnulífið og væru þar með svo gott sem útilokaðir frá virkri þátt- töku í samfélaginu. Fulltrúar vinstrisósíalista, svo sem Norðmaðurinn Jan-Henrik Frederiksen, tóku annan pól í hæð- ina. Að þeirra sögn verði Norður- landaþjóðirnar að standa vörð um velferðarkerfin gegn áhrifum hnattvæðingarinnar. Steingrímur Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar-græns framboðs, spurði hvort það væri hinni nýju sam- keppnismenningu að kenna að svo margir stæðu nú utan vinnumark- aðarins. Sænski jafnaðarmaðurinn Sven- Erik Österberg, fulltrúi sænsku stjórnarandstöðunnar í umræð- unni, sagði norræna velferðarkerf- ið hafa veitt Norðurlandabúum öryggi sem hafi styrkt stöðu þeirra í hinni alþjóðlegu samkeppni. Siv Jensen, leiðtogi norska Framfaraflokksins, hrærði aðeins upp í umræðunni með því að tala máli einkavæðingar í umönnunar- þjónustu. Hún sló því föstu að opin- beri geirinn væri allt of stór á Norð- urlöndunum og það stæði þeim fyrir þrifum í alþjóðasamkeppn- inni. En eins og fyrr segir voru það frek- ar ýmis hliðarmál sem vöktu meiri athygli á þessu Norðurlandaráðs- þingi. Allsnörp umræða varð um stöðu samkynhneigðra og jafnrétt- ismála í Færeyjum. Í nýrri tölfræðihandbók Norður- landa kemur meðal annars fram sláandi misræmi milli atvinnuþátt- töku kvenna og hlutfalls þeirra á þingi. Þessi munur er langmestur í Færeyjum, þar sem yfir 88 prósent kvenna stunda atvinnu, en aðeins 12,5 prósent fulltrúa á færeyska Lögþinginu eru konur. Hvernig staðan er í þessum málum á öllum Norðurlöndunum má lesa betur út úr súluritunum hér á síðunni. Jógvan á Lakjuni, þingmaður íhaldsmanna á færeyska Lögþing- inu og samstarfsráðherra Norður- landa í færeysku landstjórninni, brást ókvæða við því að vakið væri máls á meintri mismunun samkyn- hneigðra í Færeyjum, en Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, var ein þeirra sem það gerði. Honum fannst einnig að sér vegið þegar Jónína Bjartmarz, samstarfsráðherra Íslands, innti hann eftir því hvað færeysk yfir- völd hefðu aðhafst til að framfylgja vestnorrænni jafnréttisáætlun, sem samþykkt var árið 1999. Hann svaraði gagnrýninni með því að vísa til þess að tölfræðin sýndi aðrar mjög jákvæðar hliðar á fær- eysku samfélagi; til dæmis væru fóstureyðingar og hjónaskilnaðir hvergi færri. Óháð þessu lýstu margir þing- fulltrúar, þar á meðal þeir íslenzku, yfir stuðningi við sjálfstæða aðild Færeyja og hinna norrænu sjálf- stjórnarsvæðanna, Grænlands og Álandseyja, að Norðurlandaráði. Þjóðréttarleg atriði eru helzta hindrunin fyrir því að þetta gangi eftir. Annað mál sem talsverð fjölmiðla- umræða spannst um var hvernig staðið var að vali á næsta fram- kvæmdastjóra Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Finnum fannst greinilega freklega framhjá sínum manni gengið er forsætisráðherr- arnir tilkynntu á þriðjudagsmorg- un að þeir hefðu ákveðið að Íslend- ingurinn Halldór Ásgrímsson tæki við stöðunni er Svíinn Per Unckel lætur af henni um áramótin. Jan- Erik Enestam, sem er umhverfis- ráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í finnsku ríkisstjórn- inni, hafði líka sótzt eftir stöðunni. Hann er einn fremsti stjórnmála- maður Finnlands-Svía, en það skýr- ir hvers vegna viðbrögðin við vali Halldórs skyldu vera mun harðari í sænskumælandi pressunni í Finn- landi en hinni finnskumælandi. Í Hufvudstadsbladet, elzta starfandi dagblaði Finnlands og helzta mál- gagni sænskumælandi minnihlut- ans, var Vanhanen forsætisráð- herra sagður hafa látið undan „baktjalda-yfirgangi Íslendinga“, en viðlíka orðbragð var ekki að finna í Helsingin Sanomat eða öðrum helztu fjölmiðlum Finn- lands. En í öllum finnskum miðlum var lýst áhyggjum af því að Finnar bæru skarðan hlut frá borði í nor- rænu samstarfi og ef áhugi þeirra á samstarfinu ætti ekki að minnka enn frekar en orðið er yrði að bæta úr þessu. Svo fór að lokum að á fundi menningarmálaráðherranna var ákveðið að nýrri norrænni menn- ingarmálaskrifstofu, Kulturkon- taktNord, yrði fundinn staður í Sveaborg við Helsinki. Danir beittu sér fyrir því að þessi skrifstofa yrði í Kaupmannahöfn, og Íslend- ingar, Grænlendingar og Færey- ingar höfðu óskað sér að hún yrði til húsa á sama stað og vestnorræna menningarmiðstöðin á Norður- bryggju. Athyglin á hliðarmálunum Einnig kölluð hrafnreyður 9. HVER VINN UR! TAKTU ÞÁTT! AÐEI NS Á PSP GLÆNÝR GRAND THEFT AUTO! SENDU SMS BTC FGT Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! VINNINGAR ERU PSP, GTA LEIKIR, AÐRIR TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! AÐALV INNIN GUR ER PS P TÖLV A OG GT A! ! V i n n in g ar ve rð a a f h en d ir h já BT S m ár al in d . K ó p av o g i . M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 4 9 kr /s ke yt ið . Aukin fræðsla skiptir sköpum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.