Fréttablaðið - 10.12.2006, Side 8

Fréttablaðið - 10.12.2006, Side 8
 Háttsettir erindrekar Evrópusambandsins funduðu í gær um það hvernig bregðast skyldi við tilraun Tyrkja til að fá því afstýrt að hlé yrði gert á aðild- arviðræðum þeirra að samband- inu með tilboði um að opna eina höfn fyrir viðskiptum frá gríska hluta Kýpur. Mehmet Ali Talat, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, var einnig mættur til Brussel til að eiga viðræður við Olli Rehn, sem fer með stækkun- armál ESB í framkvæmdastjórn- inni. Tyrkir lögðu fram tilboð sitt á fimmtudag, en Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finna sem nú fara með formennskuna í ESB, sagði það ófullnægjandi. „Þetta er engin lausn,“ sagði hann. Sam- kvæmt tilboðinu kváðust Tyrkir tilbúnir til að opna eina höfn fyrir viðskiptum frá gríska hluta Kýpur gegn því að ESB opnaði fyrir við- skipti við hinn einangraða tyrk- neska hluta eyjunnar. Tyrkir hafa fram til þessa ekki viljað fallast á að tollabandalags- samningur Tyrkja við ESB næði einnig til ríkjanna tíu sem gengu í sambandið árið 2004, þar sem þeir álíta að með því væru þeir óbeint að viðurkenna lýðveldi Kýpur- Grikkja. Síðan Tyrkir gerðu inn- rás á Kýpur árið 1974, undir því yfirskini að vilja afstýra meintri yfirvofandi sameiningu eyjunnar við Grikkland, hafa Kýpur-Tyrkir haldið úti eigin aðskilnaðarlýð- veldi, sem Tyrkir einir viður- kenna. Eina alþjóðlega viður- kennda ríkið á Kýpur er lýðveldi Kýpur-Grikkja, sem Tyrklands- stjórn á ekki í neinum tengslum við og bannar eigin þegnum að eiga viðskipti við. Fastafulltrúar aðildarríkja ESB sátu fram á kvöld í gær á rökstól- um bak við luktar dyr um þetta og önnur mál sem verða á dagskrá leiðtogafundar sambandsins í lok næstu viku. Finnska ESB-for- mennskan hafði gefið tyrkneskum stjórnvöldum frest sem rann út nú í vikunni til að fullgilda fjölgun aðildarríkja að tollabandalags- samningnum. Yrðu þau ekki við þessu myndu aðildarviðræðurnar við Tyrki „frystar“ í bili. Tillaga Tyrkja ófullnægjandi Erindrekar Evrópusambandsins sátu á rökstólum í Brussel á föstudag um það hvernig bregðast skyldi við útspili Tyrkja í deilunni um tollabandalag og Kýpur. Samstarfshópurinn um Ljósberann valdi Gísla Hrafn Atlason, mannfræðing og ráðs- konu í karlahópi Femínistafélags Íslands, Ljósberann árið 2006 við athöfn í Hinu húsinu á föstudag- inn. Þetta er fimmta sinn sem Ljósberinn er veittur. Gísli fær verðlaunin fyrir frumkvæði, djörfung, hugrekki og baráttuanda í umræðum og fyrir að vera í forsvari í að virkja karl- menn til ábyrgðar gegn kyn- bundnu ofbeldi í samfélaginu. Gísli er mjög ánægður með við- urkenninguna og segir hann að annars vegar sé verið að veita honum hana fyrir starf hans í karlahópi Femínistafélagi Íslands og eins fyrir að hvetja til breyt- inga á kynferðisbrotakafla hegn- ingarlaganna. „Ég tel að þær breytingar á kaflanum sem hafa verið kynntar gangi ekki nógu langt,“ segir Gísli. Gísli segir einnig að hann fái viðurkenninguna fyrir starf sitt í málefnum sem lúta að ábyrgð feðra innan fjölskyldunnar en hann telur að karlmenn þurfi að taka meiri þátt í störfum innan heimilanna því konur séu í aukn- um mæli farnar að starfa utan heimilis. Hann segist ekki taka viðurkenninguna alfarið til sín heldur eigi allir í karlahópi Femín- istafélagsins hlut í henni með honum. - Heiðraður fyrir baráttuanda Atvinnuleysis- bætur hækka um 2,9 prósent um næstu mánaðamót. Þetta er í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjara- samninga á almennum vinnu- markaði. Í forsendum fjárlaga fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir að launa- og verðlagsbætur á fjárlagalið Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs nemi 2,9 prósentum. Jafnframt er ljóst að almennir kjarasamningar ríkisins við félög opinberra starfsmanna, félög ASÍ og fleiri hækka um 2,9 prósent 1. janúar. Sömu hækkanir koma fram í niðurstöðu forsendunefnd- ar SA og ASÍ frá því í fyrra. Hækka um 2,9 prósent 2007 ver er aðstoðarmaður dóms- málaráðherra? Hversu gamall varð Hemmi Gunn í gær? Hvað heitir önnur sólóplata Gwen Stefani? Viðtökur við nýbúa- útvarpinu hafa verið svo góðar að stjórnendur stöðvarinnar leita nú allra leiða til að stækka útsendingarsvæðið. Stefnt er að því að vera með sama útsending- arstyrk og aðrar útvarpsstöðvar og að útsendingin nái yfir allt Faxaflóasvæðið. Þá er mikill áhugi úti á landi að tengjast útvarpsstöðinni og skýrist eftir áramótin hvernig það þróast. Nýbúaútvarpið er samvinnu- verkefni Hafnarfjarðarbæjar, fjölmiðladeildarinnar í Flens- borg og Alþjóðahúss.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.