Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 10.12.2006, Qupperneq 8
 Háttsettir erindrekar Evrópusambandsins funduðu í gær um það hvernig bregðast skyldi við tilraun Tyrkja til að fá því afstýrt að hlé yrði gert á aðild- arviðræðum þeirra að samband- inu með tilboði um að opna eina höfn fyrir viðskiptum frá gríska hluta Kýpur. Mehmet Ali Talat, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, var einnig mættur til Brussel til að eiga viðræður við Olli Rehn, sem fer með stækkun- armál ESB í framkvæmdastjórn- inni. Tyrkir lögðu fram tilboð sitt á fimmtudag, en Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finna sem nú fara með formennskuna í ESB, sagði það ófullnægjandi. „Þetta er engin lausn,“ sagði hann. Sam- kvæmt tilboðinu kváðust Tyrkir tilbúnir til að opna eina höfn fyrir viðskiptum frá gríska hluta Kýpur gegn því að ESB opnaði fyrir við- skipti við hinn einangraða tyrk- neska hluta eyjunnar. Tyrkir hafa fram til þessa ekki viljað fallast á að tollabandalags- samningur Tyrkja við ESB næði einnig til ríkjanna tíu sem gengu í sambandið árið 2004, þar sem þeir álíta að með því væru þeir óbeint að viðurkenna lýðveldi Kýpur- Grikkja. Síðan Tyrkir gerðu inn- rás á Kýpur árið 1974, undir því yfirskini að vilja afstýra meintri yfirvofandi sameiningu eyjunnar við Grikkland, hafa Kýpur-Tyrkir haldið úti eigin aðskilnaðarlýð- veldi, sem Tyrkir einir viður- kenna. Eina alþjóðlega viður- kennda ríkið á Kýpur er lýðveldi Kýpur-Grikkja, sem Tyrklands- stjórn á ekki í neinum tengslum við og bannar eigin þegnum að eiga viðskipti við. Fastafulltrúar aðildarríkja ESB sátu fram á kvöld í gær á rökstól- um bak við luktar dyr um þetta og önnur mál sem verða á dagskrá leiðtogafundar sambandsins í lok næstu viku. Finnska ESB-for- mennskan hafði gefið tyrkneskum stjórnvöldum frest sem rann út nú í vikunni til að fullgilda fjölgun aðildarríkja að tollabandalags- samningnum. Yrðu þau ekki við þessu myndu aðildarviðræðurnar við Tyrki „frystar“ í bili. Tillaga Tyrkja ófullnægjandi Erindrekar Evrópusambandsins sátu á rökstólum í Brussel á föstudag um það hvernig bregðast skyldi við útspili Tyrkja í deilunni um tollabandalag og Kýpur. Samstarfshópurinn um Ljósberann valdi Gísla Hrafn Atlason, mannfræðing og ráðs- konu í karlahópi Femínistafélags Íslands, Ljósberann árið 2006 við athöfn í Hinu húsinu á föstudag- inn. Þetta er fimmta sinn sem Ljósberinn er veittur. Gísli fær verðlaunin fyrir frumkvæði, djörfung, hugrekki og baráttuanda í umræðum og fyrir að vera í forsvari í að virkja karl- menn til ábyrgðar gegn kyn- bundnu ofbeldi í samfélaginu. Gísli er mjög ánægður með við- urkenninguna og segir hann að annars vegar sé verið að veita honum hana fyrir starf hans í karlahópi Femínistafélagi Íslands og eins fyrir að hvetja til breyt- inga á kynferðisbrotakafla hegn- ingarlaganna. „Ég tel að þær breytingar á kaflanum sem hafa verið kynntar gangi ekki nógu langt,“ segir Gísli. Gísli segir einnig að hann fái viðurkenninguna fyrir starf sitt í málefnum sem lúta að ábyrgð feðra innan fjölskyldunnar en hann telur að karlmenn þurfi að taka meiri þátt í störfum innan heimilanna því konur séu í aukn- um mæli farnar að starfa utan heimilis. Hann segist ekki taka viðurkenninguna alfarið til sín heldur eigi allir í karlahópi Femín- istafélagsins hlut í henni með honum. - Heiðraður fyrir baráttuanda Atvinnuleysis- bætur hækka um 2,9 prósent um næstu mánaðamót. Þetta er í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjara- samninga á almennum vinnu- markaði. Í forsendum fjárlaga fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir að launa- og verðlagsbætur á fjárlagalið Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs nemi 2,9 prósentum. Jafnframt er ljóst að almennir kjarasamningar ríkisins við félög opinberra starfsmanna, félög ASÍ og fleiri hækka um 2,9 prósent 1. janúar. Sömu hækkanir koma fram í niðurstöðu forsendunefnd- ar SA og ASÍ frá því í fyrra. Hækka um 2,9 prósent 2007 ver er aðstoðarmaður dóms- málaráðherra? Hversu gamall varð Hemmi Gunn í gær? Hvað heitir önnur sólóplata Gwen Stefani? Viðtökur við nýbúa- útvarpinu hafa verið svo góðar að stjórnendur stöðvarinnar leita nú allra leiða til að stækka útsendingarsvæðið. Stefnt er að því að vera með sama útsending- arstyrk og aðrar útvarpsstöðvar og að útsendingin nái yfir allt Faxaflóasvæðið. Þá er mikill áhugi úti á landi að tengjast útvarpsstöðinni og skýrist eftir áramótin hvernig það þróast. Nýbúaútvarpið er samvinnu- verkefni Hafnarfjarðarbæjar, fjölmiðladeildarinnar í Flens- borg og Alþjóðahúss.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.