Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 28
É g leigi mikið af bíó- myndum á netinu. Ég horfi líka á aragrúa kvikmynda á mynd- diskum árlega á plasmaskjánum heima hjá mér. Þar á meðal eru fjölmargar myndir sem ég myndi aldrei fara að sjá í bíó. Mér finnst fátt skemmtilegra en að liggja í sófanum á síðkvöldum og horfa á eitthvert rusl með ost og kex og Dietkók innan seilingar. Ég rifja líka iðulega upp kynnin við gömlu meistarana: Michelangelo Antoni- oni, Federico Fellini, Akira Kuros- awa, Preston Sturges, Francois Truffaut, Orson Welles ... Mynddiskar eru frábær nýj- ung, og þeir hafa breytt hugsana- gangi margra kvikmyndagerðar- manna um kvikmyndaframleiðslu. Þeim er löngu ljóst að kvik- myndaverin vilja myndir sem hægt er að frumsýna með pomp og prakt á föstudagskvöldi. Þau vilja myndir sem slá í gegn! Þannig að það er tilgangslítið að velta einhverju fyrir sér sem höfð- ar til vitsmuna, er kaldhæðið eða einfaldlega vandað. Ef að líkum lætur verða slíkar hugmyndir aldrei að handriti. Kvikmyndaver- in vilja framhald af vinsælum myndum, þau vilja gamanmyndir þar sem brandararnir fljúga af vörum leikara á borð við Jim Carrey, Cameron Diaz, Ben Stiller og The Rock. Eða ofbeldisfullar hasarmyndir með hefndarmorð- um hvaða stórstjörnu sem er, en helst af öllu The Rock. Vissulega hafa vitsmunalegri myndir fundið sér farveg hjá litlu kvikmyndaverunum eins og Focus, Fox Searchlight, Lions Gate og fleirum sem hafa frjáls- lyndari og víðsýnni sýn á kvik- myndagerð. En jafnvel þau eiga í mesta basli með að markaðssetja myndir sínar vegna mikils kostn- aðar. Þannig að þau gefa þær út á mynddisk skömmu eftir frumsýn- ingu í kvikmyndahúsum og ná þannig tvöfaldri nýtingu á það fjármagn sem lagt er í markaðs- setningu. En eins og ég viðurkenndi að fram- an, horfi ég mikið á kvikmyndir á mynddisk. Hins vegar er ekkert sem jafnast á við að sjá bíómynd í kvikmyndahúsi í fullum sal áhorf- enda. Þetta kann hugsanlega að hljóma undarlega, en þú lesandi góður veist að þetta er satt. Þegar þú horfir á gamanmynd í bíóhúsi, tekur þú undir hlátur hinna í salnum. Það er einfaldlega skemmtilegra. Þegar þú horfir á dramatíska mynd skynjarðu þau áhrif sem hún hefur á fólkið í saln- um samhliða þeim áhrifum sem þú upplifir sjálfur. Þetta er eins og Grikkirnir kölluðu það fyrir margt löngu: catharsis eða nokkurs konar skynhrif. Og sameiginleg skynhrif eru á við fullnægingu. Þau eru lýjandi og örvandi í senn. Reyndu hins vegar að upplifa þessa tilfinningu heima yfir mynd á DVD. Uh-uh. Áður en þú nærð þeim hæðum ertu örugglega þegar búinn að svara nokkrum símtöl- um, fara einu sinni eða tvisvar á klósettið og ná þér í snarl í ísskáp- inn. Og þá kemur stundum fyrir að þú ert búinn að gleyma hvaða mynd þú varst að horfa á. En hvaða máli skiptir þetta? Hverjum stendur ekki á sama um það að DVD tæknin breyti aðgengi og upplifun fólks á kvikmyndum? Og er þessi kenning nokkuð annað en væl í gömlum bíómyndakalli sem tekur Billy Wilder fram yfir Steven Seagal? Hugsanlega ekki. Í öllu falli hef ég horft á hverja einustu Seagal mynd sem gerð hefur verið í sjón- varpinu á síðkvöldum. Þegar hann hefnir sín fá vondu kallarnir svo sannarlega að finna til tevatnsins og hann gengur í Eskimóajökkum sem ég vildi gjarnan eiga. En þrátt fyrir það sem ég segi, eru að minnsta kosti tíu góðar bíó- myndir framleiddar árlega. Reyndar verður að viðurkennast að í þá svokölluðu gömlu góðu daga voru framleiddar mun fleiri en tíu góðar myndir á ári, en þá verður að hafa í huga að sjónvarp þekktist varla á þeim tíma. Kvik- myndir voru aðdráttarafl fyrir hugfangna áhorfendur sem höfðu fátt betra við tímann að gera, næstum ekkert annað. Núna get- urðu horft á raunveruleikaþátt í iPodinum þínum á meðan þú ert á heimleið úr vinnunni og verið í símanum á sama tíma. Við þjáumst öll af athyglis- bresti nú um stundir. Jafnvel sál- fræðingurinn sem segir þér að barnið þitt sé haldið athyglisbresti er upptekinn af rauða ljósinu sem blikkar á símanum hans. Hann langar að vita hvort konan hans ætlar að hafa pasta í kvöldmatinn eða ekki. Meira að segja meðan ég er að skrifa þetta er ég á þönum um allt. Ég get varla beðið þess að komast heim til að sjá aftur mynd- ina „The Seventh Seal“ (1957) eftir Ingmar Bergman. Hefur hún stað- ist tímans tönn eða er hún kannski bara hallærisleg núna? En hvað er það sem veldur þessu öllu? Líkt og með flest í Hollywood eru það peningarnir sem ráða þegar öllu er á botninn hvolft. Fjármögnun stórmyndanna hefur meira að segja tekið miklum breyt- ingum á undanförnum árum. Áður fyrr stóðu kvikmyndaverin undir henni sjálf en núorðið vilja þau fá fleiri í lið með sér. Þetta má greini- lega sjá á upphafskynningum kvik- mynda nú til dags: „Jack Cheese Productions presents a Milky Way Company picture in association with Canal Plus and Trojans in a Universal Picture… Allt snýst þetta um að dreifa áhættunni. Og hverjir finna þessa meðframleið- endur fyrir kvikmyndaverin? Stundum gera þau það sjálf, en iðulega fá þau umboðsskrifstofur til að finna meðframleiðendur – CAA, ICM og UTA eru þær stærstu á þessu sviði. Um leið og hlutverk umboðs- skrifstofanna verður viðameira, verða völd þeirra meiri. Þær fá að koma einhverjum umbjóðenda sinna að í myndinni: leikara, leik- stjóra, handritshöfundi, jafnvel umsjónarmanni mötuneytis. Þegar svo margar hendur koma að verk- inu, verða völd og áhrif leikstjóra og leikara minni nema þeir heiti Spielberg eða Cruise… og kannski duga þau nöfn ekki til. Þannig að þrátt fyrir að allir sem að málinu koma vilji að myndin verði að veruleika á kvikmynda- tjaldinu, vilji að hún verði frum- sýnd með pomp og prakt, rauðum dregli og kavíar, er engin trygging fyrir því að hún verði ekki komin á mynddisk eftir einn eða tvo mán- uði. Líkt og gerðist á þessu ári með kvikmynd Stevens Sonderbergh „Bubble“, munu myndir æ oftar í náinni framtíð verða gefnar út á mynddisk samtímis og þær eru frumsýndar eða jafnvel alls ekki sýndar í kvikmyndahúsum. En er þetta af hinu illa fyrir kvikmyndargerðarmenn? Ég er einn þeirra og verð að viðurkenna meðan ég skrifa þetta að ég er ekki viss. Myndi ég vera ánægður með að myndin mín færi sem fyrst á mynddisk frekar en að hún færi ekki neitt? Vitanlega. Myndi ég ekki frekar vilja sjá myndina mína sýnda í þúsundum svefnherbergja, en einungis í heilabúinu á mér? Vitanlega vildi ég það frekar. Þegar allt kemur til alls met ég það svo að kvikmyndabransinn muni lifa þetta af. Leikararnir og leikstjórarnir munu kvarta yfir auknum áhrifum heimabíóanna, en þeir munu halda áfram að búa til kvikmyndir. Kvikmyndaverin munu halda sínu striki, rétt eins og þau hafa gert þrátt fyrir talmyndir, litmyndir, sjónvarp, þrívíddar- myndir, iPodinn, stafrænar myndir og hvað svo sem næsta tækniundur kemur til með að heita. Og ég veðja á að breiðtjaldið muni einnig lifa þetta af. Fólk vill áfram láta skemmta sér, það mun alltaf sækjast eftir þessum skyn- hrifum sem það getur einfaldlega ekki fengið eitt síns liðs heima hjá sér. Og eins og ástand heimsmála er í dag, sýnist þörfin fyrir hlátur og grát, gleði og eldmóð, vera meiri en nokkru sinni. Lengi lifi breiðtjaldið! Á hinn bóginn er nýjasta mynd- in mín 74 mínútna löng heimildar- mynd sem heitir „Yippiee“. Og enn sem komið er höfum við ekki náð að gera dreifingarsamning við kvikmyndahús. Við vitum hins vegar að myndin verður seld á mynddisk. Lengi lifi heimabíóin! Ekki væntanleg í kvikmyndahús Þann 27. janúar síðastliðinn var kvikmynd Stevens Soderbergh „Bubble“ frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs og nánast samtímis á kapalstöðvum auk þess sem hún kom út á mynddisk um líkt leyti. Í fyrsta sinn var hægt að horfa löglega á stórmynd frá Hollywood í heimabíóinu á sama tíma og myndin var frumsýnd á breiðtjöldum bíóhúsanna. Boðar þetta upphafið að endi stóru bíóhúsafrumsýninganna eins og þær hafa þekkst í Bandaríkjunum undanfarin 90 ár? Kvikmyndagerðarmaðurinn Paul Mazursky sem tilnefndur hefur verið til óskarsverðlauna telur að sú sé ekki raunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 344. tölublað (23.12.2006)
https://timarit.is/issue/272796

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

344. tölublað (23.12.2006)

Aðgerðir: