Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 36

Fréttablaðið - 23.12.2006, Side 36
A mal byrjar á að nefna það hvað aðstæður og menn- ing í Palestínu eru mikið öðruvísi en til dæmis hér á landi. „Það er sama hvort þú ert múslími eða eitthvað annað því þar er íslam ríkjandi og menning hennar gengur yfir allt landið,“ segir Amal og bætir því við að eins og í flestum öðrum múslímalönd- um þá gefi lögin körlum meiri réttindi en konum í Palestínu. „Við ölumst upp við það í Pal- estínu að besta lífið fyrir stelpur sé að vera giftar, eiga börn, vera húsmæður og svona,“ segir Amal sem giftist sjálf sextán ára gömul. „Besti aldurinn fyrir stelpur til að gifta sig sé milli 16 og 23 ára. Ég get ekki sagt að fjölskyldan mín hafi sagt mér að ég yrði að giftast fyrrverandi manninum mínum heldur spurðu þau mig. Ég var mjög ánægð að vera gift þegar ég var sextán ára því það þótti mjög fínt og flott að vera trúlofuð á þeim aldri,“ segir hún og hlær. „Hann var tíu árum eldri en ég enda eiga karlmenn að vera til- búnir til að kvænast áður en þeir biðja konu. Þeir eiga að vera komnir með húsnæði og menntun, byrjaðir að vinna og búnir að safna pening þannig að allir hlutir séu tilbúnir fyrir fjölskylduna. Stelp- ur eiga hins vegar ekki að hugsa um þessa hluti.“ „Þegar við giftum okkur var mað- urinn minn tilbúinn og ég flutti bara inn til hans með ný föt,“ segir Amal og útskýrir að þegar stelpur gifti sig fái þær heimanmund til að kaupa ný föt og skartgripi og annað sem þær þurfa að eiga á nýja heimilinu. „Stelpur fara ekki með neitt með sér frá heimili for- eldra sinna heldur kaupa sér allt nýtt. Gamla dótið geta þær bara skoðað þegar þær heimsækja mömmu sína og það er voða skemmtilegt,“ segir Amal og skell- ir upp úr. Amal segir eiginmanninn hafa verið mjög venjulegan millistétt- armann. „Hann vann sem blaða- maður og var á ágætis launum. Við eignuðumst börn alveg strax þannig að ég var orðin mamma sautján ára gömul,“ segir Amal og bætir því við að þarna giftist fólk til þess að eignast börn. „Ef kona er ekki orðin ófrísk innan sex mánaða þá er hún drifin til lækn- is.“ Hjónin eignuðust fimm börn á þeim sautján árum sem hjóna- bandið varði. „Ég eignaðist þrjár stelpur til að byrja með en þær teljast ekki með sem börn heldur bara strákarnir. Það verður að eignast stráka til að halda fjöl- skyldunafninu gangandi. Ef ég hefði byrjað á að eignast þrjá stráka þá hefði ég líklega ekkert eignast fleiri börn, eða það hefði að minnsta kosti enginn ýtt á mig með það,“ útskýrir Amal og held- ur áfram. „Ef kona eignast bara stelpur þá nöldra allir í henni með að eignast fleiri börn alveg eins og hún eigi ekkert barn. Ég var komin með þrjár stelpur og það þótti alveg glatað,“ segir Amal en hún eignaðist loks strák árið 1986. „Það þótti hins vegar ekki nóg því fólki fannst ég ekki geta látið hann vera eina strákinn. Hann þurfti að eignast bróður til að þeir gætu stutt hvor annan. Þá eignaðist ég fimmta barnið sem var strákur. Annars hefði ég þurft að halda áfram að eignast börn þangað til ég fengi fleiri stráka.“ Aðspurð hvort hún hafi verið yfir sig ástfangin allan tímann sem hún var í hjónabandinu segir Amal: „Sure,“ og hlær. „Eins og ég sagði þá var fjölskyldan mín ekk- ert að ýta á mig með að gifta mig en þegar ég hugsa um það eftir á þá á náttúrlega ekkert að spyrja sextán ára stelpu hvort hún vilji gifta sig. Það er bara bull,“ segir Amal og bætir við: „Ég var mjög Úr fjötrum til frelsis Laugardagur » Sneisafullur helgarkafli í Fréttablaðinu frá blaðsíðu 36 til 59 Amal Tamimi er fædd og uppalin í Jerúsalem í Palestínu en flúði að- stæður sínar og eigin- manninn og fluttist til Íslands árið 1995 með börnin sín fimm. Sigríð- ur Hjálmarsdóttir hitti Amal í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu en þar starfar Amal í dag. Hver fann upp hina frómu blöndu malt & appelsín? » 56 Snæðið eins og hefðarfólk um jólin með aðstoð Fréttablaðsins »48 Ingvi Hrafn Jónsson ætlar í loftið í janúar »54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.