Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 69
allir giftir og eigum allir börn, tólf samtals,“ segir hann en Jónsi tekur við: „Það gerir okkur töluvert sett- legri en margar aðrar hljómsveitir en um leið líka töluvert sprækari í að komast út og spila, ánægju okkar vegna. Við höfum oft rætt það hvað okkur þyki svekkjandi að hlusta á hljómsveitir sem eru ekki alveg að standa í stykkinu vegna þess að menn eru ekki í ástandi til að spila. Ég vil ekki vera að skjóta niður ákveðna einstaklinga eða koma með einhverjar yfirlýsingar um hvernig á að vera eða ekki vera. Fólk hefur það bara eins og það vill. Sjálfur hef ég afskaplega litla ánægju af því að fylgjast með skemmtikröftum í veislum eða á böllum sem eru í glasi. Fyrir það er ég allt of vakandi fyrir því hvað það er mikilvægt að hafa góðar fyrirmyndir. Ég var sjálfur með frábærar fyrirmyndir í kringum mig og finnst það skítt að fólk mæti í vinnuna án þess að vera með „fulde fem“.“ Einar bendir á að Jónsi hafi svo sannarlega engin höft sem hann þurfi að losa um. Einar segir hápunktinn á ferli hljómsveitarinnar eflaust hafa verið þegar þeir fengu sjö verð- laun á FM hátíðinni árið 2003. „Já, og keyrðum til Ísafjarðar daginn eftir,“ skýtur Jónsi inn í. Einar segir það einmitt týpískt fyrir hljómsveitina að hafa verið skotið niður á jörðina daginn eftir að tón- listarverðlaunin voru veitt það árið. „Við áttum að spila á Ísafirði kvöldið eftir en það var ekki flug- fært þangað þannig að við smöluð- um öllu bandinu inn í bíl og keyrð- um vestur í hálku og viðbjóði með Jónsa veikan,“ segir Einar og bætir því við að þeir hafi verið komnir á Ísafjörð klukkan korter í tólf og ballið hafi byrjað hálftíma síðar. „Síðan rótuðum við bara allir,“ segir Jónsi og heldur áfram: „Fólki finnst það oft asnalegt að sjá söngvarann vera að setja upp ljós eða vesenast með mónitor en við erum bara saman í þessu og hjálpumst þess vegna að.“ Spurðir hvort einhvern tíma á þessum átta árum hafi verið erfitt eða leiðinlegt að vera í hljóm- sveitinni segir Jónsi: „Við höfum aldrei lent í þess háttar erfiðleik- um að það hafi skaðað samstarfið okkar. Við höfum alveg átt okkar góðu og slæmu daga og verið ósammála um hitt og þetta en okkur er öllum mjög í mun að fylgja eftir þessu verkefni með hljómsveitina eins og við mögu- lega getum og þá koma upp fimm mismunandi skoðanir.“ Hann segir oft fara í hart þegar þeir séu að gefa út plötur en þá séu málin rædd og þeir komist að þeirri nið- urstöðu sem sé best fyrir hljóm- sveitina. „Það er mjög gott. Ég get verið frekjudallur en ef ég er sleginn út í lýðræðinu þá tek ég því,“ segir Jónsi. Einar bendir á að þeir séu orðnir svo vanir því að umgangast hver annan að síðustu árin hafi samstarfið bara orðið auðveldara og auðveldara. „Síðan hittumst við náttúrlega í barnaaf- mælum einu sinni í mánuði og það eru ágætis fundarstaðir,“ bætir Einar við og hlær. Spurðir hvort allir hljómsveitar- meðlimir hafi verið sammála og sáttir við að hætta núna verður Jónsi fyrir svörum: „Að vísu er ég náttúrlega kolklikkaður og með nóga orku þannig að ég væri örugglega til í að spila til fimm- tugs. En ég sé alveg að þetta er gáfulegt og þurfti að lúffa fyrir lýðræðinu. Ég held að einingin hafi gott af þessu,“ segir hann og horfir sposkur á Einar sem segir alls ekkert útilokað að bandið komi einhvern tíma saman aftur. „Þetta er sem sagt útreiknuð ákvörðun hjá okkur en ekki eitt- hvert tilfinningamál,“ segir Einar. Jónsi játar því að þessi ákvörð- un sé tregafull. „En þetta er kannski aðferð til að halda gleð- inni en Svörtu fötin verða aldrei neitt án hennar. Það er sama hversu gamlir við verðum því við erum bara fimm strákar sem munum hafa gaman af að fíflast uppi á sviði þangað til við verðum settir ofan í kistuna.“ un að hætta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 344. tölublað (23.12.2006)
https://timarit.is/issue/272796

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

344. tölublað (23.12.2006)

Aðgerðir: