Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 69
allir giftir og eigum allir börn, tólf
samtals,“ segir hann en Jónsi tekur
við: „Það gerir okkur töluvert sett-
legri en margar aðrar hljómsveitir
en um leið líka töluvert sprækari í
að komast út og spila, ánægju
okkar vegna. Við höfum oft rætt
það hvað okkur þyki svekkjandi að
hlusta á hljómsveitir sem eru ekki
alveg að standa í stykkinu vegna
þess að menn eru ekki í ástandi til
að spila. Ég vil ekki vera að skjóta
niður ákveðna einstaklinga eða
koma með einhverjar yfirlýsingar
um hvernig á að vera eða ekki
vera. Fólk hefur það bara eins og
það vill. Sjálfur hef ég afskaplega
litla ánægju af því að fylgjast með
skemmtikröftum í veislum eða á
böllum sem eru í glasi. Fyrir það
er ég allt of vakandi fyrir því hvað
það er mikilvægt að hafa góðar
fyrirmyndir. Ég var sjálfur með
frábærar fyrirmyndir í kringum
mig og finnst það skítt að fólk
mæti í vinnuna án þess að vera
með „fulde fem“.“ Einar bendir á
að Jónsi hafi svo sannarlega engin
höft sem hann þurfi að losa um.
Einar segir hápunktinn á ferli
hljómsveitarinnar eflaust hafa
verið þegar þeir fengu sjö verð-
laun á FM hátíðinni árið 2003. „Já,
og keyrðum til Ísafjarðar daginn
eftir,“ skýtur Jónsi inn í. Einar
segir það einmitt týpískt fyrir
hljómsveitina að hafa verið skotið
niður á jörðina daginn eftir að tón-
listarverðlaunin voru veitt það
árið. „Við áttum að spila á Ísafirði
kvöldið eftir en það var ekki flug-
fært þangað þannig að við smöluð-
um öllu bandinu inn í bíl og keyrð-
um vestur í hálku og viðbjóði með
Jónsa veikan,“ segir Einar og
bætir því við að þeir hafi verið
komnir á Ísafjörð klukkan korter í
tólf og ballið hafi byrjað hálftíma
síðar. „Síðan rótuðum við bara
allir,“ segir Jónsi og heldur áfram:
„Fólki finnst það oft asnalegt að
sjá söngvarann vera að setja upp
ljós eða vesenast með mónitor en
við erum bara saman í þessu og
hjálpumst þess vegna að.“
Spurðir hvort einhvern tíma á
þessum átta árum hafi verið erfitt
eða leiðinlegt að vera í hljóm-
sveitinni segir Jónsi: „Við höfum
aldrei lent í þess háttar erfiðleik-
um að það hafi skaðað samstarfið
okkar. Við höfum alveg átt okkar
góðu og slæmu daga og verið
ósammála um hitt og þetta en
okkur er öllum mjög í mun að
fylgja eftir þessu verkefni með
hljómsveitina eins og við mögu-
lega getum og þá koma upp fimm
mismunandi skoðanir.“ Hann
segir oft fara í hart þegar þeir séu
að gefa út plötur en þá séu málin
rædd og þeir komist að þeirri nið-
urstöðu sem sé best fyrir hljóm-
sveitina. „Það er mjög gott. Ég get
verið frekjudallur en ef ég er
sleginn út í lýðræðinu þá tek ég
því,“ segir Jónsi. Einar bendir á
að þeir séu orðnir svo vanir því að
umgangast hver annan að síðustu
árin hafi samstarfið bara orðið
auðveldara og auðveldara. „Síðan
hittumst við náttúrlega í barnaaf-
mælum einu sinni í mánuði og það
eru ágætis fundarstaðir,“ bætir
Einar við og hlær.
Spurðir hvort allir hljómsveitar-
meðlimir hafi verið sammála og
sáttir við að hætta núna verður
Jónsi fyrir svörum: „Að vísu er ég
náttúrlega kolklikkaður og með
nóga orku þannig að ég væri
örugglega til í að spila til fimm-
tugs. En ég sé alveg að þetta er
gáfulegt og þurfti að lúffa fyrir
lýðræðinu. Ég held að einingin
hafi gott af þessu,“ segir hann og
horfir sposkur á Einar sem segir
alls ekkert útilokað að bandið
komi einhvern tíma saman aftur.
„Þetta er sem sagt útreiknuð
ákvörðun hjá okkur en ekki eitt-
hvert tilfinningamál,“ segir
Einar.
Jónsi játar því að þessi ákvörð-
un sé tregafull. „En þetta er
kannski aðferð til að halda gleð-
inni en Svörtu fötin verða aldrei
neitt án hennar. Það er sama
hversu gamlir við verðum því við
erum bara fimm strákar sem
munum hafa gaman af að fíflast
uppi á sviði þangað til við verðum
settir ofan í kistuna.“
un að hætta