Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 78
Þ egar Fréttablaðið reyndi að ná í skottið á Ingva Hrafni var hann á hraðferð um bæinn. Hann þurfti að hitta menn úti á Granda til að skoða húsnæði þar sem ætlunin er að hýsa hið nýja fjölmiðlafyrir- tæki. Ingvi Hrafn er í essinu sínu eins og fyrri daginn. Sláttur á honum eins og kemur á daginn þegar tekst að fá hann til að greina nánar frá þessu nýja veldi á fjöl- miðlamarkaði. ÍNN er alfarið í eigu þeirra feðga en rekið í samstarfi við Mentis og Breiðbands- og ADSL-þjónustu Símans. Í þessu viðtali skýtur Ingvi Hrafn í allar áttir og hlífir engum. „Við fetum okkur áfram hægt og örugglega. Höfum verið að vinna í þessu allt frá því Fréttablaðið greindi frá þessum áformum mínum í haust. Nú erum við, sem sagt, að festa okkur húsnæði. Tækniráðgjafar og tæknimenn eru byrjaðir að hanna stúdíóið. Ef allt fer samkvæmt áætlun gerist þetta uppúr bóndadegi. Getur vel verið að það verði ekki allt tilbúið akkúr- at þá en þá bara það. Ég get sagt frá því, svona í „jólaforbífarten“ að hvar sem ég er og fer eru allir að spyrja hvort Hrafnaþing sé ekki á leiðinni í loftið á ný. Ég lofa ykkur því að þið farið ekki í kosningar 140 daga inn í nýtt ár öðruvísi en mál- efnin verði brotin til mergjar á la Hrafninn þar sem ábyrgðarleysi vinstri villunnar verður afhjúpað sem aldrei fyrr í umleitan til að forðast tsunami 12. maí.“ Ingvi Hrafn talar um ÍNN sem ákaflega skemmtilegt verkefni. Nauðsynlegt að hans sögn eftir að „þessum blessuðum mönnum, kollegum mínum, tókst að eyði- leggja Talstöðina og svo eyðileggja þeir NFS. Á alveg ótrúlega skömm- um tíma. Hlýtur að jaðra við met. Skammsýnin, og mér liggur við að segja heimskan, hún reið ekki við einteyming,“ segir Ingvi Hrafn sem var einmitt á þeim báðum miðl- um með sinn skelegga þátt – Hrafnaþing. Og Ingvi Hrafn er kominn í gang. Reyndar þarf ekki að hvetja gæð- inginn úr sporunum, frekar að menn reyni að halda í beislið þegar hann fer á stökk. Ingva er mikið niðri fyrir þegar hann tjáir sig um þau myrku ský sem greina má við sjóndeildarhringinn. Nefnilega nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið þar sem hann var einmitt frétta- stjóri á sínum tíma: „Við erum búnir að tryggja okkur fjármagn til að halda stöð- inni í loftinu í það minnsta sex mánuði. En hversu umfangsmikil dagskráin á ÍNN verður ræðst af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn afgreiðir Sikileyjarfrumvarpið um RÚV. Sem mun gera Pál Magnús- son að sannkölluðum Corleone. Frumvarpið er glæpsamlegt í mínum bókum. Menntamála- ráðherra hæstvirtur sér ekki upp fyrir koppinn sinn. Menn eru alltaf að hugsa um Jón Ásgeir, Baug, 365, en málið er að þetta frumvarp mun skerða stórkostlega alla þróunar- möguleika í þessum miðli. Þessu gleyma menn. Gömlu sjónvarps- stöðvarnar, fréttastofurnar, tapa áhorfi í hverri viku. Vegna þess að fólk sækir fréttir sínar einfaldlega á Netið daginn út og inn. Að Páli sé gert kleift að ota ríkisapparatinu óhindrað inn á auglýsingamarkað er eins og að senda fíl í postulíns- búð.“ Aðspurður um hvaða fjársterku aðilar standi á bak við stöðina svarar Ingvi: „Ingvi Hrafn Jónsson til að byrja með. Fullt af mönnum sem segja: Megum við vera memm. Við sjáum við til hvað gerist. Málið er að kostnaður við tæknina í dag er orðinn svo lítill. Þetta kostar ekki skrilljónir eins og það gerði. Fá má fína stúdíókameru, Sony, á 200 þús- und kall sem tekur þessa fínu digital-mynd. Dýrustu græjurnar eru mixerinn sem kostar eina og hálfa milljón.“ Ekki er búið að negla neitt niður enn hvað dagskrárgerðarmenn varðar. En ráðgert er að hafa útsendingu frá eitt til sex og svo endurflutning. „Maður forðar sér úr loftinu þegar stóru strákarnir koma. En þetta verður rennandi dagskrá, þættir um viðskipti og stjórnmál með stöðugu fréttaívafi. Þátta- útsending verður rofin til að greina frá því nýjasta. ÍNN stendur fyrir Íslands nýjasta nýtt. Og þarf engan snilling til að sjá að þar er verið að vísa til CNN.“ Ingvi Hrafn er yfirlýstur sjálfstæðismaður, en segir að í dagskrárgerðinni verði einnig menn úr öðrum flokkum. „Ef ég finn einhvern kjaftforan og vel máli farinn Samfylkingar- mann þá leggst ég við fætur hans og reyni að fá hann. Þeir eru bara svo fáir sem skiljast. Og verða strax illa liðnir eins og þingflokkur Samfylk- ingar. Við sjálfstæðismenn erum svo miklu betur máli farnir og með miklu betri málafylgju.“ Ingvi Hrafn er einhver reyndasti fjölmiðlamaður landsins. Var lengi á Mogganum, svo fréttastjóri bæði á Ríkissjónvarpinu og á Stöð 2. Umdeildur en óneitanlega hressi- legur. Aðspurður um hvernig fjölmiðlalandslagið horfi við honum eins og það er núna stynur Ingvi Hrafn þungan – fallast nánast hendur. „Ohhhh, fjölmiðlaumhverfið núna ... Það er á þeim punkti að ég þarf ekki að setjast niður klukkan hálf sjö til að horfa á kvöldfréttir. Þar kemur ekkert fram sem ekki hefur gengið allan sólarhringinn áður á vefnum. Það er bara þannig. En spurðu mig að þessu þegar komið hefur í ljós hvort þingið afgreiði þetta RÚV-frum- varp. Ég er alveg eins á því að sjálfstæðismenn heykist á því og vilji ekki ganga til kosninga með það á samviskunni að svo glæp- samlegt frumvarp verði að lögum svo skömmu fyrir kosningar. En sjónvarp í dag? Puffff, það er ekkert öðruvísi en var þegar ég tók við stjórn fréttastofu Ríkis- sjónvarpsins haustið 1985 og bylti því. Ekkert hefur breyst. Enn er verið að lesa sömu fréttirnar. Páll, Edda, Sigmundur, eru að lesa sömu fréttirnar. Stundum standa þau upp í staðinn fyrir að sitja. That’s it. Það er bara nákvæm- lega svona.“ Hrafninn lætur sverfa til stáls með nýrri sjónvarpsstöð En hversu umfangsmikil dagskráin á ÍNN verður ræðst af því hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn afgreiðir Sikileyjarfrumvarpið um RÚV. Sem mun gera Pál Magnússon að sannkölluðum Corleone. Frumvarpið er glæpsamlegt í mínum bókum. „Þeir eru fleiri asnar í fjölmiðlum en þeir sem ætla að sturta milljónatugum niður í prentmiðlaklósettið enn einn ganginn, með gamla bátsmenn í brúnni sem eira illa í plássi,“ segir meistari ljósvakans, sjálfur Ingvi Hrafn Jónsson, í samtali við Jakob Bjarnar Grétarsson. Ingvi Hrafn hefur, ásamt syni sínum Ingva Erni, stofnað fyrirtækið ÍNN sem ætlar að hefja sjónvarps- og vefútsend- ingar. Hrafninn ætlar í loftið upp úr bóndadegi, eða 19. janúar, og þá geta nú ýmsir farið að biðja bænirnar sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.