Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 51
Ásta Hrund Guðmundsdóttir, 18 ára, gerðist skiptinemi í Java á Indónesíu á síðasta ári og var boðið í indverskt brúð- kaup um jólin. „Mér fannst jólin frekar óhátíðleg hjá kaþólikkunum þarna úti miðað við það sem maður á að venjast hér heima,“ segir Ásta um upplifun sína af indónesísku jólahaldi. Ásta slær þann varnagla þó að ástæðan geti líka verið sú að mús- límar séu í miklum meirihluta landsmanna, eða 90 prósent. Sjálf dvaldist Ásta hjá múslíma-fjöl- skyldu en fékk innsýn inn í kaþólskt jólahald hjá vinum sínum. „Kaþólikkar sækja messu um hverja helgi, hversu trúaðir sem þeir kunna að vera, og sérstaka jóla- messu á aðfangadag,“ útskýrir hún. „Stórfjölskyldan hittist síðan til að snæða saman hátíðarmat sama dag, svo sem kjúkling, fisk og rækj- ur, sem er algengur jólamatur, og ýmsa grænmetisrétti. Ekki má síðan gleyma hrísgrjónunum sem eru Indónesíubúum jafn ómissandi og kartöflurnar eru okkur Íslend- ingum.“ Ásta segist ekki hafa orðið vör við mikið jólaskraut í Indónesíu nema kannski helst í verslunar- kjörnum. Jólatré séu algengasta skrautið í heimahúsum, þótt ekki sé dansað í kringum þau eins og tíðkast á mörgum íslenskum heimilum og gjafastand sé í algjöru lágmarki. Þá segist Ásta hafa saknað þess að heyra ekki frumsamin indónes- ísk jólalög en svo virðist sem heima- menn hlusti helst á þekkt amerísk lög. „Annars heimsótti ég vini mína í Bali á Indlandi á jólunum sjálfum og var svo lánsöm að lenda í ind- versku brúðkaupi,“ segir Ásta. „Þannig að ég fékk indónesíska jóla- haldið kannski ekki beint í æð, held- ur upplifði brúðkaup að hætti hind- úa í staðinn. Það var svo mikið umstang í kringum það að ekki gafst tími til að upplifa mikinn söknuð. Ég fann ekki almennilega fyrir honum fyrr en ég sneri aftur í skólann í Indónesíu og hversdags- leikinn tók við.“ Ester Ösp Sigurðardóttir dvaldi sem skiptinemi í hafn- arborginni Chimbote í Perú frá 2004 til 2005 og lá í sólbaði á ströndinni á jóladag. „Jólahaldið í Chimbote er svolít- ið frábrugðið því sem við Íslend- ingar eigum að venjast þar sem það hefst ekki fyrr en undir mið- nætti á aðfangadagskvöld,“ byrj- ar Ester á að segja. „Þá brugðum við okkur, það er að segja ég og fjölskyldan sem ég bjó hjá, yfir til nágrannanna og við elduðum saman kvöldmál- tíð,“ segir Ester enn fremur. „Eftir mat var skipst á fáein- um pökkum. Ég fékk hálsmen frá fjölskyldunni og peysu frá ömmu senda frá Íslandi. Sjálf gaf ég vinkonum mínum íslenskar gjaf- ir og „foreldrum“ mínum vín- flösku og súkkulaði. Ætli þetta hafi ekki tekið einn og hálfan klukkutíma í heild sinni, sem er frekar stutt á minn mæli- kvarða.“ Ester ráðgerði að hafa það rólegt á jóladag eða þar til vin- konur hennar drógu hana með sér niður á strönd. „Ég lá því á ströndinni í steikjandi hita á sjálfan jóladag,“ segir hún og hlær við tilhugsunina. „Um kvöldið borðuðum við síðan kalk- ún, sem telst vera fínni matur í Chimbote á meðan kjúklingur er nokkuð algengur réttur. Hann var til dæmis borðaður á gaml- árskvöld þegar mér var boðið í mat til vinar míns.“ Þótt maturinn og jólahaldið hafi í heild sinni verið ólík jólum Esterar hérlendis, segir hún reynsluna hafa komið sér til góða. „Ég er vön stórum jólum sem taka yfirleitt margar klukku- stundir og margir taka þátt í. Ætli maður kunni bara ekki betur að meta þau eftir að hafa upplif- að jólin erlendis.“ Jól á sólarströnd Indverskt brúðkaup á aðfangadag jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.