Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is Móðuramma mín var sveita-stúlka sem flutti á mölina. Flutti ásamt afa með tvær hendur tómar um aldamótin þarsíðustu. Ævi þeirra var ekkert sældar- brauð, bjuggu í tíu leiguíbúðum áður en þau eignuðust íbúð í verkamannabústöðunum. Áttu samtals níu börn, fjögur þeirra urðu uppkomin, þrjú misstu þau í bernsku og tveir synir, annar átján ára og hinn rétt tvítugur, fórust í Halaveðrinu með sama togaranum. Ég man vel eftir henni ömmu, frekar lágvaxin en sterkleg, fríð sýnum með stór brún augu, sem voru eins og gimsteinar í andliti hennar. En í þessum augum var mæða og sorg. Stundum hélt ég að hún liti aldrei glaðan dag. Sonamissirinn varð henni þungbær alla ævi og ef ekki hefði verið fyrir trúnna, einlæga og ævarandi von og vissu um að drengjunum hennar hefði hlotnast annað líf, þá hefði hún fyrir löngu bugast. Já trúin gaf henni kjark, gaf henni kraft til að lifa áfram. Hún trúði á annað líf fyrir handan, studdi Harald Níelsson og séra Emil Björnsson og sótti fundi hjá spíritistum. Guð var alltaf nálægur, upprisa Krists var henni heilög, hennar hald og von og trú í marga áratugi. Ég hugsaði kannski ekki mikið um kristindóminn á þessum árum. Ég hafði og hef enn mínar efasemdir um upprisuna og framhaldslífið. En ég lærði að skynja og skilja þau sterku áhrif, sem þessi trúarvissa gaf fólki. Mínu fólki sem öðrum. Ég sá og sé hvað trúin getur gefið og veitt. Lífskraft, haldreipi, von. Fegurð kristinnar trúar felst einmitt í þeim styrk sem hún veitir, að því leyti að hún byggir brýr milli lífs og dauða, milli syndanna og fyrirgefningarinnar, milli skins og skúra. Lífshlaupið er enginn dans á rósum. Hörmungar, ógæfa, dauðsföll og mótlæti verða á vegi okkar flestra. Það eiga margir um sárt að binda. Með tímanum lærir maður að lifa með sorginni og sársaukinn verður öðruvísi eftir því sem frá líður. Þó er það svo að þau atlot sem best duga, þegar á reynir, eru bænirnar og blessun þeirra sem þjóna kirkju og köllun Guðs. Og þetta segi ég án þess að vilja vera væminn. Kirkjustarfið og boðskapur kristinnar trúar er athvarf hins sorgmædda, hins þjáða og hinnar eilífu vonar. Ekki í lausnum eða viðgerðum, ekki í drambi og dekri, heldur í auðmýktinni og umkomuleysinu frammi fyrir örlögunum. Ég held nefnilega að styrkur trúarinnar sé fólginn í veikleika hennar. Hún getur ekkert sannað, hún getur engum atburðum breytt, hún getur ekkert annað gert en að falla á hné niður og játa sig sigraða gagnvart almættinu. Það sem ég er að reyna að segja er einfaldlega það, að trúin snýst ekki eingöngu um Biblíu- skýringar eða heilaga ritningu, heldur boðar hún von, hún kennir okkur kristilegt hugarfar og hún felur í sér siðferðilegan styrk, til að standast ógæfu, illvirki og andspyrnu. Kristnin er með öðrum orðum sá rauði þráður, sem spunninn er í lífi okkar, kristinna manna, í siðferði, kærleika og samkennd. Hún gefur okkur von um bata, hún líknar brotinni sál, hún færir okkur trúna á hið góða. Að sjá til sólar. Að gefast ekki upp. Að trúa á hið óræða. Við skiljum ekki hið vonda og andstyggilega af því að það er andstætt siðferði okkar. Við sjáum ljósið í góðri hegðan, góðum fyrirmyndum og birtunni sem stafar frá hinu ímyndaða himnaríki. Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, sagði Jesús. Hvað á hann við? Jú, að með breytni okkar og framferði í lífinu sé vegurinn varðaður, frá vöggu til grafar, frá fæðingu til eilífðar. Þannig lifum við, þótt við deyjum. Ekki í holdi og blóði, en í andanum og sannleikanum. Það var í rauninni þetta, þessi trú, sem hélt henni ömmu gangandi. Í uppgjöf sinni, sorginni og ástinni sem hún bar til drengjanna sinna. Hún trúði. Og treysti. Það sama gildir um að aðra sem hafa staðið og standa í sömu sporum. Og þó amma hafi verið barn síns tíma og sinnar erfiðu lífsgöngu, þá er gildi trúarinnar og kristindómsins enn á sama róli. Það er vonin og vissan um það ljós sem kviknaði á jólum, forðum daga. Og lifir enn. Ég óska lesendum og lands- mönnum öllum gleðilegra jóla. Hvort heldur í allsnægtum eða örbirgð, hvort heldur í efa eða einsemd, þá eigum við öll þetta ljós, sem skín hvað skærast á jólum. Trúin hennar ömmu Fegurð kristinnar trúar felst einmitt í þeim styrk sem hún veitir, að því leyti að hún bygg- ir brýr milli lífs og dauða, milli syndanna og fyrirgefningarinn- ar, milli skins og skúra. Nýr borgarstjóri varði fyrstu fjárhags-áætlun sína á maraþonfundi borgar- stjórnar á þriðjudag. Sýndi þar sá fyrr- nefndi sitt rétta andlit þegar hann skar niður mannréttindi og rétt hverfanna til ákvarð- ana. Auk gjaldskrárhækkana sem virtist nær óhugsandi eftir öll kosningaloforðin veittist nýr borgarstjóri að hverfafélögun- um með því að skera niður alla peninga sem hingað til hafa farið í hverfablöðin, hverfahátíðir og slíkt. Hugmyndafræðin á bak við hverfafélögin var að veita meira vald og samráð út í hverfin. Nú fá ráðsmenn greidd laun en allt umfram það hefur verið sent niðrí ráðhús þar sem styrktarsjóður borgarráðs hefur bólgnað út. Þar er engu líkara en að borgarstjóri ætli að sitja á sínum kontór og útdeila peningum til þeirra sem eru „þægir“ eins og um sjálfan jólasveininn væri að ræða. Nýja mannréttindastefna borgarbúa sem nú nær til sjö nýrra hópa til viðbótar við kynjajafn- réttið þótti ekki næg ástæða til þess að hækka fjár- framlagið til nefndarinnar svo einhverju munaði. Metnaður Sjálfstæðisflokksins fyrir auknu jafn- ræði í samfélaginu kristallast í 5,3% hækkun mann- réttindanefndar og skrifstofu fyrir árið 2007 eða um eina milljón. Réttur fatlaðra, réttur kvenna og karla, réttur innflytj- enda, réttur barna, réttur aldraðra og allra hinna þótti vart merkari en svo að hægt var að líta framhjá þeirri staðreynd að alltaf var gert ráð fyrir því að fjölga starfs- fólki til að framfylgja stefnunni. Nú er öll vinnan á höndum einnar manneskju á skrifstofu borgarstjóra. Ekki gat borgarstjóri eða hans sveinar útskýrt hvernig framkvæma ætti þær skuldbindingar sem hann sjálfur sam- þykkti fyrr á árinu á hendur borginni. Svo sem kostnaðinn við starfstengda íslenskukennslu fyrir alla starfsmenn borgarinnar af erlendum uppruna, halda upp stöðugum rannsóknum á líðan borgarbúa eftir ólíkum aðstæðum, tryggja rétt barna til menntunar og tómstunda óháð uppruna eða fötlun, tryggja aðgengi og ekki síst eyða launamun kynj- anna svo fátt eitt sé nefnt. Þegar stjórnmálamenn leggja ekki fjármuni til mannréttinda skerðast þau réttindi sem lofað hefur verið í krafti framkvæmda- leysis. Eina vonin er að allir jólasveinar fari aftur til fjalla á þrettándanum og líka þessi nýi! Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í mannréttinda- nefnd Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri gefur kartöflu í skóinn L ækkun Standard and Poor‘s á lánshæfismati íslenska ríksins er grafalvarleg tíðindi, en ætti ekki að koma á óvart. Lausatök hafa verið í rekstri ríkisins og stjórn- völd hafa skellt skollaeyrum við viðvörunum og ábend- ingum um úrbætur sem nauðsynlegar eru. Þegar menn berja höfðinu nógu oft við steininn er það einu sinni svo að aug- ljóslega gefur hausinn eftir fremur en steinninn. Niðurstaðan er að jólagjöf efnahagsstjórnarinnar í ár er hækkandi fjármagns- kostnaður fólks og fyrirtækja á Íslandi. Seðlabankinn, bankar og helstu alþjóðastofnanir hafa ásamt matsfyrirtækjum þráfaldlega bent á nauðsynlegar úrbætur. Fjáraukalög, afturköllun aðgerða til að draga úr þenslu og hik við að gera nauðsynlegar úrbætur á íbúðalánamarkaði voru auðvit- að til þess fallin að draga úr trausti þjóðarinnar á alþjóðamörk- uðum. Það er ekki ofmælt að tala um lausatök í stjórn efnahags- mála þegar ekkert er gert til að mæta augljósri og skynsamlegri gagnrýni á efnahagsstjórnina. Sá vandi sem nú hefur verið stimplaður af Standard og Poor‘s liggur ekki síst í því að umræða og aðgerðir stjórnmálamanna hafa ekki fylgt eftir þeim róttæku þjóðfélagsbreytinum sem orðið hafa á undraskömmum tíma. Íslenskt atvinnulíf er fullgild- ur þátttakandi í alþjóðavæðingunni. Stjórnmálaumræðan er hins vegar föst í heimóttarlegum farvegi þar sem skellt er skollaeyr- um við því sem almennt er talið boðlegt í hinum siðmenntaða heimi. Lokað ósýnilegt hagkerfi á heimskortinu gat hagað sér nokkurn veginn að vild. Opið hagkerfi sem vakið hefur eftirtekt í alþjóðlegum viðskiptaheimi getur ekki leyft sér slíkan munað, ef munað skyldi kalla. Þannig var augljóslega tímaskekkja og mistök að ráða stjórn- málamann í embætti Seðlabankastjóra. Ekki síst þegar sá hinn sami var holdgervingur þeirra sjónarmiða sérstakrar íslenskrar efnahagshegðunar sem nú hafa leitt til þess að traust okkar á alþjóðavettvangi hefur beðið hnekki. Í ljósi þess hversu illa við höfum haldið á málum á methag- vaxtarskeiði síðustu ára getur farið svo að kostir okkar verði engir aðrir þegar upp er staðið en að kasta núverandi gjaldmiðli og taka upp evru. Það væri kaldhæðni sögunnar ef afleiðingar efnahagsstjórnarinnar yrðu þessar í ljósi þess að í forystu efna- hagsstjórnarinnar sitt hvorum megin borðs, fyrst sem forsætis- ráðherra og síðan Seðlabankastjóri, sat á þessum tíma einn ein- dregnasti andstæðingur evrunnar. Flutum sofandi að feigðarósi Það er ekki ofmælt að tala um lausatök í stjórn efna- hagsmála þegar ekkert er gert til að mæta augljósri og skynsamlegri gagnrýni á efnahagsstjórnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.