Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 42
Fiat Grande Punto er sölu- hæsti bíll Evrópu. Líklegast vegna þess að hann er einstak- lega þægilegur í allri umgengni og akstri. Flestir tengja nafn Fiat við hinn ódauðlega Uno bíl þeirra. Litla ódýra blikkdollu í þjónustu annað- hvort skólafólks eða ömmu þeirra. Svoleiðis var Fiat lengi vel. Eitt sinn ítalskur risi sem framleiddi bíla sem litu svo sem ágætlega út, en voru hræðilegir þegar kom að viðhaldi og rekstri. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs og þetta átt- uðu Fiatmenn sig á og tóku sig saman í andlitinu. Gæðamálin voru tekin í gegn og á síðustu árum hefur þessi yfirhalning verið að skila sér margfalt. Fiat Grande Punto er orðinn söluhæsti bíll í Evrópu enda um vel heppnaðan bíl að ræða. Engum dylst að Ítalir gera fallega hluti og er allt útlit, bæði innra og ytra, afar stílhreint og snyrtilegt. Bak- sýnisspeglarnir eru afar sportleg- ir og fyrstu metrana í bílnum varð maður að passa sig á að festast ekki í því að kíkja stöðugt í hliðar- speglana. Mælaborðið er aðgengi- legt en Ítalirnir skutu aðeins yfir markið með appelsínugula litnum í mælaborðinu. Þegar keyrt er af stað er það fyrsta sem maður tekur eftir hversu léttur bíllinn er í stýri. Það gerir aksturinn einkar ánægjuleg- an. Sé bíllinn hins vegar keyrður mjög stíft kemur léttleikinn niður á aksturseiginleikunum. Gírkass- inn er sömuleiðis nettur og hann í bland við létt stýrið gefur þá til- finningu að maður sé á fisléttum bíl. 1,4 lítra vél var í prufubíl og þótt megi alltaf deila um hvað sé nægt afl er hægt að segja með góðri samvisku að hestöflin 77 séu nóg fyrir þann akstur sem bílnum er ætlaður. Farþegarýmið aftur í og skott- pláss er eftir stærð bílsins. Virkar lítið og nett en er þegar á reynir hæfilegt bílnum. Eitt er þó undar- legt við skottið og það er hvernig það er opnað. Það er gert með fjar- stýringu eða innan úr bílnum. Það er ekkert hald til að taka í það og því þarf maður að taka um bríkina á skotthurðinni til að draga hana upp. Í slabbinu varð sú gjörð frek- ar subbuleg. Bíllinn hlaut 5 stjörnur í Euro- NCAP árekstrarprófinu og ætti því að vera nokkuð öruggur. Þar að auki eru litlir gluggar framan við hliðarspegla sem taka út blinda hornið sem truflar oft. Grande Punto fæst í nokkrum útgáfum, ýmist þriggja eða fimm dyra, með 1,2 eða 1,4 lítra bensín- vél eða 1,3 eða 1,9 lítra dísil vél. Síðastnefnda vélin er 130 hestöfl. Grande Punto er afar þægileg- ur bíll. Hann er enginn kappakst- ursbíll en í sínum flokki ætti hann að vera meðal þeirra fremstu í kappakstrinum um hylli kaup- enda. Einstaklega þægilegur Fiat Grande Punto ÁSKRIFTARSÍMI 550 5060 | WWW.VISIR.IS 100 HUGMYNDIR FYRIR JÓLABÖRNIN LAGT Á HÁTÍÐARBORÐIÐ ÆVINTÝRIÐ Í ENGLABORG JÓLABLAÐIÐ KOMIÐ ÚT! MÁLUM BÆINN RAUÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.