Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 38
maðurinn hennar taka við og lemja hana líka síðar. Þegar hún var sextán ára þá sá ég hana standa frammi fyrir pabba sínum og tala við hann af algjöru virðing- arleysi og það var ein aðalá- stæðan fyrir því að ég ákvað að taka börnin og fara með þau hingað. Ég hafði lesið mikið um kjöraðstæður fyrir börn og sá að ef börn missa virðingu fyrir for- eldrum sínum þá vissi það ekki á gott.“ Ég tók ákvörðun um að fara með börnin í burtu frá honum en þurfti hjálp til þess. Bróðir minn, Salmann Tamimi, hafði búið hér á Íslandi í nokkurn tíma og sótti um dvalarleyfi, atvinnuleyfi og allt sem ég þurfti svo ég gæti komið,“ segir Amal sem þurfti að undirbúa þetta vel og fela það fyrir öllum í kringum sig að hún væri á förum með börnin. „Ég sagði engum að ég væri að fara nema einni vinkonu minni því ég þurfti að smygla fötum út úr húsinu og til hennar svo við færum ekki allslaus til Íslands. Þetta var rosalega erfitt. Ég byrj- aði að undirbúa þetta í okt- óber og kom hingað í jan- úar,“ segir hún og rifjar upp ferðina. „Ég sagði mannin- um mínum að ég væri að fara með krakkana í heim- sókn til systur minnar og yrði þar allan daginn. Síðan fór ég út á flugvöll og var alveg rosalega hrædd alla leiðina um að hann myndi komast að því að ég væri ekki hjá systur minni. Það var ekki fyrr en ég var lent hér á Íslandi sem ég gat loksins slakað á.“ Amal hafði lengi talað um það við manninn sinn að hún vildi skilja við hann. „Hann var alveg sáttur við það svo lengi sem hann fengi forræði yfir börnun- um enda eru lögin þannig í Palestínu. Ef konan flytur frá manninum sínum þá skilur hún eftir börnin sem eru yfir ellefu eða þrettán ára. Þegar þau síðan ná þeim aldri eiga þau að vera hjá föður sínum því þá þurfa þau ekki lengur á hjálp móður sinnar að halda í daglegu lífi. Ef kona giftir sig aftur þá fara öll börnin strax til föður síns óháð því hversu gömul þau eru,“ segir Amal og bætir því við að rétturinn sé almennt allur karlsins megin í Palestínu. „Ef ég vil skilnað þá get ég ekki fengið hann nema eigin- maðurinn samþykki. Ég var ekki fráskilin þegar ég kom hingað enda þóttist ég bara vera að fara að heim- sækja systur mína en kom alla leið hingað til Íslands.“ Bróðir Amal borgaði flugmiðana fyrir Amal og börnin en þegar hún var farin að vinna hér á landi borgaði hún honum það til baka. „Fjölskyldan bjargaði mér alltaf, líka þegar ég fór í námið heima í Palestínu, þá borgaði fjölskyldan mín fyrir það og barnapössun- ina á meðan ég var í skólan- um auk þess sem ég fékk vasapening frá þeim. Þau vildu umfram allt að ég gæti lært.“ Aðspurð hvort það þyki eðlilegt að menn berji kon- urnar sínar segir Amal: „Það þykir kannski ekki eðlilegt en ef þú kvartar yfir slíku við einhvern færðu strax spurningar um hvað þú hafir gert rangt. Þér er sagt að ef þú gerðir hlutina rétt þá myndi hann ekki lemja þig. Þannig að þú færð engan stuðning frá fólkinu í kringum þig til að láta hann hætta. Í mesta lagi mæta reiðir bræður kvenna og lemja eiginmann hennar til baka en það geng- ur aldrei lengra en það.“ Amal segir enga konu í Palestínu leita til lögregl- unnar til að kvarta undan manninum sínum enda sé lögreglan frá Ísrael. „Ef kona færi til lögreglunnar þá yrði hún útskúfuð úr samfélaginu. Enginn myndi virða hana og enginn myndi giftast dóttur hennar. Fólk- ið í kringum konur sem sæta ofbeldi segir þeim að þegja. Svona er þetta og það er ekkert við því að gera.“ Sjálf segist Amal ekki hafa gefið manninum sínum tækifæri til að fara mjög illa með hana. „Fyrstu skipt- in lamdi ég hann til baka. Síðan sá ég að ef ég gerði það þá varð þetta bara verra. Nágrannarnir heyrðu í okkur og voru að spyrja næstu daga hvernig ég hefði það og voru að vor- kenna mér,“ segir Amal og bætir því við að hún sé ekk- ert fyrir vorkunnsemi frá öðrum. „Ég reyndi bara eins og ég gat að forðast slags- mál. Ef hann varð mjög reiður reyndi ég að halda mig frá honum eins og ég gat en ég varð stundum blá hér og þar,“ bætir hún við og bendir á að konur skammist sín fyrir að vera barðar. „Ég held að þetta sé ekki bara út af samfélaginu heldur er þetta tilfinningin sem konur fá ef þær eru lamdar. Þær halda að það sé þeim að kenna og halda að ef þær haga sér öðruvísi þá lagist þetta. Ég gaf honum endalaus tækifæri eftir að hann baðst afsökunar. Þetta er ekki bara bundið við Pal- estínu heldur er þetta svona með konur úti um allan heim sem eru barðar. Mað- urinn minn hætti þessu aldrei og það tók mig sautj- án ár að fatta það,“ segir hún og hlær. Aðspurð hvað maðurinn hennar hafi gert þegar hann komst að því að Amal kæmi ekki aftur segir hún: „Það gerðist ekkert. Ég sótti um skilnað og pappírarnir voru sendir til hans. Hann trúir ekki á íslenskt réttarkerfi en samt fékk ég skilnaðinn í gegn héðan. Maðurinn minn gerði ekki neitt. Hann skrif- aði ekki undir en samkvæmt lögum getur dómari úrskurðað skilnað eftir að pappírarnir eru sendir þri- svar án þess að nokkur við- brögð fáist. Hann hafði ákveðinn umhugsunarfrest og af því hann svaraði ekki glöð og ánægð með að gifta mig og hætta í menntaskóla. Mér þótti þetta voðalega flott,“ segir hún og hlær. „Eftir fyrsta árið og fyrsta barnið þá áttaði ég mig á því að kannski væri þetta ekkert svo gott og fékk það í gegn að ég lyki náminu. Það gerði ég meðan ég gekk með barn númer tvö og mamma passaði eldri dótturina á meðan ég var í skólanum.“ Amal segir að þrátt fyrir að hún væri í námi þá hafi hún ekki mátt klikka neitt á skyldunum heima fyrir og gagnvart eiginmannin- um. „Ég þurfti að þrífa, elda, læra og allt það en þetta gekk upp.“ Amal lét sér hins vegar ekki nægja að ljúka við menntaskól- ann heldur vildi hún halda áfram að læra og fá sér síðan vinnu. „Ég fór í viðskiptafræði- nám og fékk skírteini upp á það árið 1987 en þá var ég orðin fjögurra barna móðir. Þá fór ég að vinna og gerði það alveg þangað til ég kom hingað til Íslands.“ Amal segist ekki hafa unnið neitt meira eða minna en einstæðar mæður geri hér á landi sem fara heim eftir vinnu til þess að sjá um öll heimilis- störfin. „Þó að ég ætti mann þá gerði hann ekki handtak heima fyrir. Hann hafði sagt við mig að ef ég vildi endilega vinna þá gæti ég svo sem gert það en ég þyrfti samt að rækja allar þær skyldur sem ég hafði við heim- ilið.“ Amal segir að í Jerúsalem sé það í lagi að konur vinni utan heimilis þótt annars staðar í Palestínu þyki það ekki gott. „Ég hefði heldur ekkert hugsað um að vinna úti nema af því að konurnar í kringum mig voru líka útivinnandi. Maðurinn minn var líka voða stoltur af mér út á við þótt hann væri það ekki heima fyrir.“ Spurð hvort síðan hafi allt farið í steik, segir Amal: „Það var allan tímann allt í steik. Ef þetta hefði bara verið slæmt síðustu tvö árin eða eitthvað svoleiðis þá hefði ég örugglega beðið þangað til þetta myndi lagast en þetta byrjaði strax. Viðhorf okkar voru mjög ólík strax í byrjun,“ segir Amal og bætir því við að hún sé að eðlis- fari mjög glöð kona og brosi mikið. „Ég fæddist og ólst upp í Jerúsalem og var yngst í fjöl- skyldunni. Allir voru mjög góðir við mig og byggðu upp sjálfstraustið hjá mér. Á heim- ilinu var mér kennt að segja það sem mér bjó í brjósti og gagnrýna ef mér fannst það rétt. Þar var ég aldrei lamin fyrir að hafa skoðanir,“ segir hún en þegar hún flutti inn til eiginmannsins tók annað við. „Ég mátti ekki gagnrýna neitt, ekki segja nei, ekki segja að ég vildi gera eitthvað eða koma með hugmyndir, af því ég var „bara“ kona. Það skipti engu máli þótt ég væri búin að mennta mig meira en hann því hann er karlmaður og ég kona þannig að ég á alltaf að hlusta.“ Amal segist stundum hafa látið það vera að segja sína skoðun á málunum en stundum staðið fast á sínu og þá sérstaklega þegar dæturnar voru að nálg- ast unglingsár. „Það þurfti jafnvel ekki meira en svo að ég leyfði þeim að fara út að hjóla en honum fannst það ekki rétt og gat þá alveg truflast. Það var mjög mikið um það að hann yrði fokvondur yfir einhverj- um svona smáhlutum.“ Amal telur að sumir karl- menn vilji ekki sýna að þeir elski eða virði konuna sína því það beri vott um veiklyndi. „Maðurinn minn var alltaf í vondu skapi og það var rosa- lega erfitt. Ég reyndi að halda þetta út og tókst það í sautján ár. Hann lamdi mig oft en þorði ekki að lemja stelpurnar,“ segir Amal og heldur áfram: „Hann reyndi einu sinni að lemja eldri dóttur mína en ég varð svo reið að ég hefði frekar dáið en að láta hann snerta dóttur mína. Ég sagði honum að ef hann byrjaði að lemja hana þá myndi Þér er sagt að ef þú gerðir hlut- ina rétt þá myndi hann ekki lemja þig. Þannig að þú færð engan stuðning frá fólkinu í kringum þig til að láta hann hætta. þá var bara úrskurðað að ég væri fráskilin,“ segir Amal. „Fyrst eftir að ég fór frá Palest- ínu var fólkið í kringum okkur í miklu sjokki því ég yfirgaf Palest- ínu með fimm börn. Í Palestínu er það bara þannig að maður fer ekkert þaðan. Ég var rosalega virk kona í kvennahreyfingu og pólitík og allt og einn daginn hvarf ég bara. Vinir mannsins míns hringdu mikið í mig og báðu mig að koma til baka,“ segir hún og bendir á að það séu sömu virnirnir og hún hafði leitað til áður en hún flúði. „Ég bað þá um að hjálpa mér við að halda börnunum eftir skilnaðinn. Ég sagði þeim að það væri allt sem ég færi fram á. Þeir gerðu hins vegar ekki neitt allan þennan tíma fyrr en ég kom hingað. Þá fóru þeir að lofa að gera þetta og hitt til að aðstoða mig svo ég hefði það betra. Ég treysti því ekki.“ Amal játar að það sem hún gerði hafi verið stórhættulegt. „Ef ég hefði farið til baka aftur hefði ég líklega verið drepin. Það hefði verið sett upp sem bílslys eða eitthvað svoleiðis. Það hefði ekkert þurft að skjóta mig. Þannig að þetta var rosalega hættulegt enda þorði ég ekki að fara þangað aftur fyrr en ég var alveg viss um að hann væri búinn að gifta sig aftur og eignast börn með nýju konunni. Ég fór til Palestínu í fyrra, eftir að hafa verið hér á landi í tíu ár.“ Næstelsta dóttir Amal fór líka út á síðasta ári og var hjá pabba sínum frá maí til desember og var ánægð með það. „Hann var líka mjög glað- ur að sjá hana aftur en hann á sitt líf í dag og er ekkert að hugsa um að taka við fimm börnum aftur,“ segir Amal sem tókst með tímanum að slaka á og vera ekki hrædd um að hann kæmi til að taka þau af henni. „Ég sagði þeim að ekkert þeirra færi aftur til Palestínu fyrr en þau væru orðin átján ára og með íslenskan ríkisborgararétt því þá gæti ég bjargað honum eða henni til baka aftur.“ Amal segir að þar sem börnin hefðu ekki verið í neinu sambandi við föður sinn í svo langan tíma þá hafi orðið „pabbi“ ekki haft neina þýðingu fyrir þau lengur. „Sam- skipti milli foreldra og barna þurfa að vera miklu meira en bara blóð- tengsl.“ Amal segir yngstu börnin þrjú hafa saknað pabba síns dálítið til að byrja með en eftir að þau fóru að aðlagast hér og eignast vini þá hafi þau hætt að hugsa um hann. „Ég lét þau hringja í hann dálítið til að byrja með en þegar ég fékk símareikning upp á 137 þúsund út af því að ég var svo góð að leyfa börnunum að hringja í pabba, þá ákvað ég að loka á það. Ég sagði við krakkana að ef pabbi þeirra vildi tala við þau þá gæti hann hringt í þau því hann var með símanúmerið okkar. En hann gerði það ekki. Þannig að þá voru öll tengslin búin milli barnanna og pabba þeirra.“ „Fyrstu fimm árin á Íslandi voru rosalega erfið. Það voru engin störf í boði fyrir mig til að byrja með nema við ræstingu, í fiskvinnslu eða í bakaríi. Ég vann bæði við ræstingar og í fiski tólf til þrettán klukkutíma á dag til að eiga nóg af mat handa öllum fimm börnunum auk þess að leigja íbúð. Ég var hjá bróður mínum frá janúar til apríl en hann fór svo til Svíþjóðar í júní þannig að ég var þá alein á Íslandi án þess að kunna tungumálið, götu- nöfn eða neitt.“ Amal fannst það dálítið erfitt að vera með skírteini upp á að vera menntuð í viðskiptum en fá samt enga vinnu annars staðar en í fiski. „Það tók mig fimm ár að læra íslenskuna nógu vel til að geta farið í háskólann. Þar fór ég í félagsfræði og byrjaði þá loks að finna mig aftur og öðlast meira sjálfstraust. Fram að því hafði ég mjög lítil sam- skipti við fólk því ég var bara að vinna og svo heima að hugsa um börnin,“ segir Amal en hún tók félagsfræðina á þremur árum og útskrifaðist árið 2004. „Þá fékk ég starf sem fræðslufulltrúi, ráðgjafi og túlkur hjá Alþjóðahúsinu,“ segir Amal en hún og börnin hennar fengu íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og líður afar vel á Íslandi í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.