Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 68

Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 68
Gunnari Þórðarsyni í Abba- sýninguna á Broadway. Einar segir að eins og fólk geti ímyndað sér þá hafi á þessum tíma tekið hina strák- ana í hljómsveitinni töluverð- an tíma að venjast Jónsa. „Ég þurfti að sannfæra strákana um að hann væri ekki alveg svona klikkaður eins og hann lét í áheyrnarprufunni,“ segir hann og hlær að minningunni. Jónsi tekur undir og segist hafa verið alveg skelfilegur í áheyrnarprufunum. „Eftir það gengu símtölin milli strákanna þar sem Einar reyndi að telja þeim trú um að ég væri ekki svona ruglað- ur og Einar sagði mér að strákarnir væru ekki svona miklir karlar. Þá setti hljóða í áheyrnarprufunum og það var nú aldeilis ekki í fyrsta sinn sem slíkt hefur gerst á mínum ferli.“ Einar segir það líka hafa tekið nokkur ár fyrir þjóðina að venjast Jónsa en nú viti fólk að hverju það gangi. Spurðir út í nafnið á hljóm- sveitinni segir Einar að þegar hún var stofnuð árið 1998 hafi fönkið þótt flottast og því hafi þeir ætlað að spila fönktón- list. „Við hétum Fönk í svört- um fötum og þóttumst vera eina bandið sem væri með söngvara sem væri nógu fönkaður. Við fengum samn- ing við Sævar Karl og vorum allir klæddir í svört jakkaföt þegar við komum fram fyrstu tvö árin og í brjáluðu stuði,“ segir Einar. „Í raun og veru held ég að fólk hafi ekkert verið að fíla okkar flutning á fönk og soul-tónlist,“ bætir hann við hlæjandi og Jónsi tekur við: „Við erum náttúr- lega líka hvítir en þetta er tónlist þeldökks fólks og þegar slíkt fólk kom á tón- leika hjá okkur hló það bara að þessum hvítu gulrótum sem voru að rembast á svið- inu.“ Einar segir að poppið og rokkið hafi farið að læðast að hjá hljómsveitinni í síauknum mæli þannig að loks fór það þannig að orðið Fönk var tekið út úr nafni hljómsveitarinnar. Einar segir að þeir sem hafi gaman af að fara á böll og skemmta sér komi á böllin hjá þeim því það sé nákvæm- lega enginn eins og Jónsi á sviði. Jónsi segir málið vera það að engin hljómsveit sé eins og Í svörtum fötum. „Við erum hamhleypur og vitleys- ingar og spilum allt of hratt. Það er algjör snilldarformúla sem hefur virkað vel,“ segir hann og Einar heldur áfram: „Ef lögin eru spiluð nálægt sínum rétta takti þá erum við bara farnir að geispa og orðn- ir óþreyjufullir og finnst allt vera að fara til fjandans á gólfinu.“ Jónsi segir hljómsveitar- meðlimi vera rosalega mikla tækifærissinna. „Við höfum aldrei notast við uppskrifuð prógrömm nema til hátíðar- brigða. Við erum bara með merkjakerfi okkar á milli sem spannar öll 300-500 lögin sem við kunnum og svo erum við bara með tákn með tali milli laga,“ segir hann og hlær. Einar segir einn kost hljómsveitarinnar vera að hún geti brugðið sér í allra kvikinda líki. „Við höfum til dæmis mikið spilað á árshá- tíðum þar sem fólk er á öllum aldri og erum líka vinsælasta grunnskólabandið þannig að við getum teygt okkur í allar áttir.“ Hljómsveitarmeðlimir Svörtu fatanna eru allir fjölskyldu- menn og ekki miklir djamm- arar. „Við drekkum ekki áður en við förum í vinnuna. Við erum bara heima hjá okkur þangað til ballið byrjar nema það sé eitthvað sérstakt í gangi,“ segir Jónsi. Einar segir þá koma dálítið úr annarri átt en margar aðrar hljómsveitir. „Við erum Við erum hamhleyp- ur og vit- leysingar og spilum allt of hratt. Það er al- gjör snilld- arformúla sem hefur virkað vel V ið erum búnir að starfa saman í átta ár en haustið 1998 kom Jónsi inn í hljómsveitina. Síðan þá höfum við mest tekið okkur þriggja vikna pásu þannig að við höfum spilað mest allra hljómsveita á Íslandi,“ segir Einar og bætir við: „Núna þykir okkur tími til að segja þetta gott, að minnsta kosti í bili.“ Hljómsveitin ætlar að enda á þrem- ur dansleikjum í sínum helstu vígj- um, í Sjallanum, á Players og á Nasa. Spurðir hvers vegna þeir hafi ákveðið að hætta núna, segir Jónsi: „Við erum spilaðir sem aldrei fyrr og höfum átt miklu fylgi að fagna. Við viljum ekki tapa því bara í ein- hverju kæruleysi og vegna þess að okkur langar til að spila.“ Jónsi segir það rosalega gott að hafa mikla spilagleði í hljómsveitum en þeir vilji ekki að fólk fái nóg af þeim. „Við ætlum að hvíla dísilvélarnar og leyfa þeim að kólna aðeins,“ segir hann. Einar segir að í raun og veru hafi það staðið til fyrir tveimur árum að hætta en það hafi einhvern veginn alltaf tafist. „Við erum allir að fara í sína áttina hver núna og fæstir lík- lega í tónlist,“ segir Einar. „Einn er að fara að sinna bankaferlinum og annar kennaraferlinum. Sá þriðji ætlar að fara að sinna sumarbústöð- unum sem hann er að byggja en ég verð líklega bara að nota tækifærið og auglýsa eftir vinnu,“ bætir hann við og hlær. Jónsi og Einar eru báðir búnir að lifa eingöngu á tónlistinni í nokkur ár. „Ég hef séð um að reka þetta batterí og fengið eitthvert smotterí fyrir það en annars hef ég bara lifað á tónlistinni. Það hefur verið svo rosalega mikið að gera hjá okkur að það hefur gengið vel upp,“ segir Einar. Spurðir hvað sé í pípunum hjá þeim segir Jónsi: „Ég má ekki segja frá þremur hlutum sem ég er að fara að gera.“ Einar segir hins vegar ekkert vera ákveðið hjá sér varð- andi tónlistina. „Ég er menntaður viðskiptafræðingur og sé fram á að starfa við fagið á næstunni.“ Jónsi og Einar segja hljómsveitina upphaflega verið samsetta úr tveim- ur kjörnum. „Það var vinskapur Hrafnkels og Áka annars vegar og hins vegar minn og Einars en við vorum saman í Menntaskólanum á Akureyri,“ segir Jónsi og bætir við: „Þegar hljómsveitin Gullfiskarnir leystist upp í öreindir stóð trommu- leikarinn einn eftir og viðaði að sér fjórum náungum en það vorum við fjórir og við bundumst töluverðum böndum.“ Einar segist langa svolítið til að segja frá því þegar Jónsi kom inn í hljómsveitina. „Það var nefnilega þannig að upprunalega vorum við með söngkonu með okkur sem heitir Þóra Jónsdóttir en hún varð ólétt og hætti. Þá héldum við áheyrnarpruf- ur þar sem komu félagi Hrafnkels og Áka úr Garðabænum og Jónsi,“ segir hann og þeir hlæja báðir. „Þetta voru sem sagt mjög víðfeðm- ar áheyrnarprufur á stærð við X- Factor,“ skýtur Jónsi inn í en hann var á þessum tíma nýfluttur í bæinn og var að reyna að komast að hjá Lýðræðisleg en tregafull ákvörð Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur starfað saman frá árinu 1998 en hefur nú ákveðið að láta gott heita og hætta samstarfinu. Sigríður Hjálmarsdóttir hitti Jón Jósep Snæbjörnsson og Einar Örn Jónsson og fór með þeim yfir feril hljómsveitarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.