Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 49
Hugleiðingar á jólaföstu og yfir
hátíðarnar.
Jólaljóð eftir
Kristínu Ómars-
dóttur kom út hjá
Sölku á dögunum
og inniheldur eins
og nafnið bendir
til nokkrar hug-
leiðingar höfundar
um jólin, jólaföst-
una, veturinn og
englana. Þessi
ljóðabók passar vel í veski og vasa
og þess vegna er kjörið að fara
með hana með sér í búðaráp fyrir
jólin og lesa nokkur vel valin ljóð
fyrir sessunauta sína á kaffihúsi
yfir síðasta aðventukakóbollanum
eða í jólaboðin þar sem oft getur
nú verið gaman að brydda upp á
nýju umræðuefni. Svo má auðvit-
að líka setjast með epli og mjólk
um lágnættið og lesa hana sjálfum
sér til yndisauka.
Jólaljóð í
veski og vasa
Ýmsar kenningar eru á kreiki
um uppruna og hlutverk greni-
trjáa sem jólatrjáa.
Aldagamlar heimildir greina frá
alls kyns trjádýrkun. Til að mynda
skreyttu Rómverjar í fornöld heim-
ili sín með trjágrein eða gáfu hver
öðrum um nýárið í gæfuskyni. Þá
tákna tré oft heiminn, samanber
Yggdrasill úr norrænni goðatrú, og
gæti hugmyndin að jólatré verið
komin frá slíkri dýrkun.
Til eru helgisagnir um uppruna
jólatrésins. Ein er á þá leið að Guð
hafi beðið þrjá engla að velja tré
sem hæfði tilefninu þegar fyrstu
jólin voru haldin. Völdu þeir greni-
tré.
Einnig getur verið að hagsýni
og fegurðarskyn hafi ráðið för við
val á grenitré, sem fella ekki barr
og eru fallega græn á þessum árs-
tíma, ólíkt lauftrjám sem fella
laufblöð.
(Heimild: www.visindavefur.is)
Uppruni jólatrésins
Jólatónlistin er alveg ómiss-
andi svona síðustu dagana
áður en sjálf hátíðin gengur í
garð.
Á jólavefnum www.jol.is er vefút-
varp sem sendir jólatóna allan sól-
arhringinn, en einnig á hinum
mæta vef www.tonlist.is.
Fyrir tónlistarunnendur getur
áskrift hjá www.tonlist.is verið
einmitt það sem slær í gegn hjá
okkur sem eigum allt. Á vefnum
www.jol.is er hafsjór af upplýsing-
um um jól og jólahald. Tillögur að
jólagjöfum, leikir, upplýsingar um
messur, jólasveina, sögur ásamt
teikningum og skemmtilegum
fróðleik sem börn og jólasveinar
hafa sent inn.
FM jól hljóma
um ból
jólaskrautið }