Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 47

Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 47
Jólin eru hátíð friðar og ljóss og þetta tvennt verður haft í hávegum í friðargöngum sem farnar verða á Akureyri og í Reykjavík á Þorláksmessu. Að vanda standa íslenskir friðar- sinnar fyrir blysför niður Lauga- veginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi klukkan 17.30 en gangan leggur af stað stundvíslega klukkan 18.00. Frið- argangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbún- ingi margra enda er gangan í ár sú tuttugasta og sjöunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórn- um og Kór Menntaskólans í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra tekur að vanda þátt í blysförinni sem endar með stuttum fundi á Lækjartorgi þar sem Falasteen Abu Libdeh frá Palestínu heldur stutt ávarp. Fundinum lýkur síðan með friðar- söng. Laugavegurinn verður að vanda lokaður fyrir bílaumferð meðan á göngunni stendur. Á Akureyri stendur áhugafólk um friðvænlegri heim að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þor- láksmessu. Blysförin felur í sér almennar jólaóskir um frið og þá einkum í Írak og hefur verið geng- ið á hverri Þorláksmessu síðan 2002. Gengið verður frá Samkomu- húsinu (Leikhúsinu) á Akureyri kl. 20 og út á Ráðhústorg. Ávarp flyt- ur Hlynur Hallsson myndlistar- maður og kór Akureyrarkirkju syngur. Kerti verða seld í upphafi göngunnar. Taka ber fram í ljósi veðurspár að aðeins verður gengið ef veður leyfir. Gengið til friðar og gleðilegra jóla Í anddyri Íslensku óperunnar syngja óperusöngvarar fyrir gesti og gangandi og allir geta spreytt sig á aríu. Það gefur auga leið að karókí á Þor- láksmessu getur ekki verið neitt venju- legt karókí með Abbalög- um eða Elvis. Nei, á Þorláksmessu dugar ekki að syngja neitt minna en alvöru tónlist með stórri hljómsveit. Og víkur þá sög- unni að Davíð Ólafssyni, söngvara og skemmtikrafti, sem stendur fyrir óperukar- ókí í anddyri Íslensku óper- unnar frá klukkan átta. „Anddyri Óperunnar er einn flottasti salur landsins og minn draumur hefur alltaf verið að nota þetta anddyri meira,“ segir Davíð. „Svo datt mér í hug fyrir síðustu Þorláksmessu að opna óperuna fyrir mannfjöldanum niðri í bæ, leyfa fólki að hvíla sig og hlusta á fal- lega tónlist.“ Hann á sjálfur eitthvað um hundrað óperuaríur án söngs á geisladiskum þannig að í kvöld getur hver sem er fengið að spreyta sig á óperuaríu við undirleik stórhljómsveitar en svo koma líka þekktir íslenskir söngvarar fram eins og Stefán Helgi Stefánsson og Hulda Björk Garðarsdóttir. Þá mun stúlknatríóið Feline divine syngja jólalög við píanóundirleik og Sólon Íslandus sér um veitinga- sölu á staðnum. Davíð segir að þetta tiltæki hafi fengið góðar undirtektir í fyrra. „Fólk var geysi- lega ánægt og svo voru margir sem slógu tvær flugur í einu höggi og keyptu gjafabréf í Óper- una í jólagjafir svo þetta hentar fólki vel.“ Hann segir að þetta hljóti að verða árlegur við- burður. „Þegar búið er að gera eitt- hvað tvisvar þá er það orðin hefð. Sem er afar gott því þetta minnir fólk á að óperan er ekki fyrir fáa útvalda heldur fyrir alla.“ Óperukarókí fyrir alla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.