Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 80
A ndri Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Auðvitað ekki alveg hlutlaus umsagnaraðili en enginn vafi leikur á um það í huga hans að þetta sér hinn eini sanni jóladrykkur: Egils malt og appelsín. „Því verður ekki breytt svo auðveldlega. Það þarf þá eitthvað meiri háttar að koma til.“ Ölgerðin framleiðir bæði maltið og appelsínið þannig að orð Andra koma ekki beinlínis á óvart. Hins vegar má ætla að þeir séu ekki margir til að mótmæla þessum orðum. Að sögn Andra er hins vegar ekki vitað hvernig þessi þekkta blanda er til komin. Bara tilgátur. „Ég hef oft spurt Lárus Berg, framkvæmdastjóra á tæknisviðinu, út í þetta. Hann þekkir söguna betur en nokkur annar. Og þær eru margar tilgáturnar. Sú helsta er að þegar kreppan var þá drýgðu menn maltið, sem var mjög dýrt, með appelsíni. Maltið kom til árið 1913 og er fyrsti drykkur fyrirtækisins. Appelsínið varð til töluvert síðar. En þetta er gáta.“ Fréttablaðið taldi rétt að heyra ofan í Lárus sjálfan. Hann hefur verið hjá Ölgerðinni allt frá árinu 1978 og reyndar fyrr því strax um 1960 var hann farinn að starfa þar sem sumar- strákur. Lárus tekur undir með Andra. „Þetta er gáta. Menn mér eldri voru að reyna að finna út úr þessu en komust aldrei að því hvernig þetta er til komið. Menn eru ekki klárir á því. Hvort menn voru að drýgja maltið af því það var svo dýrt. Það veit enginn. Þegar ég var barn var þetta ekki blandað, eða um 1954. En strax þegar ég er á unglingsaldri þá er farið að blanda þetta saman. Um 1960. Þá var farið að blanda þessu saman heima. En vel má vera að menn hafi verið farnir að stunda það á öðrum heimil- um. Þetta er gat í sögunni. Og ég hef aldri fengið nákvæma vitneskju um þetta atriði.“ Ljóst er að mönnum hjá Ölgerðinni þykir miður að vita ekki hvernig á því stendur að þessi drykkur, sjálft bragðið af hinum íslensku jólum, er til kominn. Lárus segir svo frá að árið 1913 hafi maltið komið til sögunnar sem fyrsti drykkur fyrirtækisins. En það er komið að lokuðum dyrunum þegar spurt er nánar út í þann drykk. Algert hernaðarleyndarmál. „Uppistaðan er maltkorn „ nei, nú má ég ekki segja meira. Bruggunin byggist á sínum hefðum. Þetta er algerlega einstakt. Tómas Tómasson, stofnandi Ölgerðarinnar, fór til Dan- merkur að læra ölgerð. Hann kom heim með uppskrift í farteskinu. Sem hann lagaði svo að íslenskum smekk. Já já, maltið hefur alltaf verið eins. Aldrei breyting á maltinu. Sá sem myndi breyta því yrði rekinn með það sama. Allar götur eins. Sömu aðferðum beitt við bruggun þess. Og þessi vara var verulega dýr á sínum tíma.“ Maltið er stolt Ölgerðarinnar. En þeir eru ekki síður ánægðir með appelsínið. Hinn faktorinn í þessari blöndu. „Það er alger- lega júníkk, þú færð hvergi svona appelsín. Ég hef verið að smakka orange-drykki erlendis og reynt að finna eitthvað sem jafnast á við appelsín- ið. En það er hvergi. Það er samsetningin sem ræður. Enn og aftur. Blandan,“ segir Lárus og ekki hægt að fá orð upp úr honum umfram það þegar talið berst að því hvernig appelsínið er gert. Líkt og með svo margar uppfinningar sem skipta sköpum í sögunni má allt eins gera ráð fyrir því að drykkurinn sé til kominn fyrir misskilning. Einhver NN hafa fundið þetta upp. En meðan annað kemur ekki í ljós verður stuðst við þá kenningu að drykkurinn sé til kom- inn vegna þess að menn vildu drýgja hið dýra malt. Það stemmir við upp- lýsingar sem Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur setur fram í nýrri bók sinni, Saga jólanna. Rjúpur voru til dæmis fátækramatur en vegna þess að húsfreyjurnar, kokkarnir á heimilinu, nostr- uðu svo mjög við að útbúa matinn svo hann væri fram- bærilegur varð rjúpan með tíð og tíma tískumatur. Og er svo með ýmislegt annað á sviði matargerðar. En hvað er það sem gerir malt og appelsín svona þekkilegan drykk? Lárus framleiðslustjóri segir þetta fara svo vel saman: „Þetta dimma bragð í maltinu sem er og svo kemur þessi fríski orange- keimur með. Og nú skulu menn athuga að ekki er sama hvers konar orange-drykkur það er. Þetta geta menn sannreynt sjálfir. Það verður að vera Egils appelsín.“ Það var nefnilega það. Og svo er það froðan sem skiptir máli. Sú sem kemur þegar þessum drykkjum er blandað saman. Lárus upplýsir að menn geti blandað þessu saman þannig að eigi við smekk hvers og eins. „Setjirðu maltið á undan þá æsir þú það upp með appelsíninu. Og færð þannig meiri froðu. Fari appelsínið á undan þá freyðir ekki eins mikið. Per- sónulega finnst mér það ekki eins gott. Ég set maltið á undan.“ Fyrir nokkrum árum fór Ölgerðin að bjóða upp á þessa blöndu í sérstökum dósum. Þó Sjálft bragðið af jólunum Flestir geta verið sammála um að jóladrykkurinn eini sanni er hin fróma blanda, malt og appelsín. Enginn veit hvernig þessi blanda er til komin en ein er sú kenning sem þykir öðrum trúlegri að sögn Andra Guðmundssonar og Lárusar Berg hjá Ölgerðinni: Á krepputímum var appelsínið notað til að drýgja hið dýra malt. Já já, maltið hefur alltaf verið eins. Aldrei breyt- ing á malt- inu. Sá sem myndi breyta því yrði rek- inn með það sama. svo að Lárus sé ófáanlegur til að upp- lýsa um eitt eða neitt sem talist geta hernaðarleyndarmál tókst rannsóknar- blaðamanni Fréttablaðsins að toga það upp úr honum að þar er blandað til helminga. „Fifftí fifftí.“ „Sú blanda er talin falla flestum í geð,“ segir Lárus. Framleiðslustjórinn gefur afar lítið fyrir það aðspurður hvort menn hafi reynt að blanda malt og appelsín með öðrum hætti. Til dæmis með því að setja saman við Coca Cola. „Ég veit það ekki. Ekki svo ég hafi heyrt. Og alveg ábyggilega ekki með neinum árangri svo heitið geti. En maður veit náttúrlega ekki hverju fólk tekur upp á.“ Ekki fer á milli mála að þeir Lárus og Andri eru stoltir af sinni framleiðslu. Og mjög færist í auk- ana að þeir séu að senda malt og appelsín til útlanda. Til Íslendinga sem þar eru búsettir. Svo þeir fái á tunguna þetta eina sanna íslenska jólabragð. Órjúfanlegur partur af jólunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 344. tölublað (23.12.2006)
https://timarit.is/issue/272796

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

344. tölublað (23.12.2006)

Aðgerðir: