Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 10
 Ef flutningaskipið Wil- son Muuga hefur staðið af sér vonskuveðrið, sem spáð var í Sandgerði í nótt, eru meiri líkur en minni til þess að það standi um hríð í fjörunni þar sem straumur fer minnkandi næstu daga. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfis- stofnunar, sagði í gærkvöld að í dag yrði kannað hvernig skipinu hefði reitt af eftir nóttina. Tekin var ákvörðun hjá Umhverfisstofnun í gær um að draga úr aðgerðum á strandstað þar til veður yrði skaplegra og unnt að vinna samfellt í tíu tíma á dag við að undirbúa dælingu og annan eins tíma við að koma olí- unni í land. Virkur vinnutími upp á þrjá til fjóra tíma um borð dygði of skammt. Davíð segir að um leið og veður lagist verði farið í að undirbúa dælingu. Björgunarmenn verði að geta ferðast á léttabát milli skips og lands. Það gerist um leið og flæði. Fjórir starfsmenn Olíudreif- ingar voru um borð í þrjá tíma í gær og þyrlan flutti viðbótarbún- að um borð. Skipið virðist traust og hefur lítið hreyfst í fjörunni þrátt fyrir vont veður og slæmt sjólag. „Það eru mjög góðar fréttir því að það gefur okkur svigrúm til aðgerða,“ segir Dadvíð. Engar breytingar hafa sést á skrokk skipsins. Sjór ásamt svart- olíu er í óþekktu magni í botntönk- um en dísilolíutankur og síðutank- ar virðast heilir. Könnunarflug með ströndinni í gær sýndi 200 metra langa olíubrák frá skipinu. „Þetta er hverfandi magn og talið vera smurolía undan vélinni en olíuflekkirnir sem sáust í fyrra- dag voru horfnir í gær,“ segir Davíð, „olíulekinn virðist lítill og brimið sér um að dreifa olíunni.“ Veður hefur verið einstaklega vont á strandstað, sjólag slæmt og stuttur birtutími. Aðstæður eru afar erfiðar, einkum vegna þess að flytja þarf menn út í skipið með þyrlunni. Ekki er hægt að koma fyrir nauðsynlegum búnaði til að dæla olíunni í land nema veður sé skaplegt í minnst tíu tíma á dag. Í kvöld og nótt var spáð vonsku- veðri og hvassviðri og rigningu með slæmu skyggni fram á annan í jólum, þegar veður verður skap- legra áður en það versnar á ný. Vont veður og sjávarfallastraum- ur fara saman næstu daga og gera björgunaraðgerðir erfiðari um jólahátíðina. Komi til þess að olíuleki aukist skyndilega verði undirbúningur hafinn til að bregðast við því. Dregið úr að- gerðum í dag Umhverfisstofnun ætlar að draga úr aðgerðum í Hvalsnesfjöru þar til hægt verður að vinna samfellt í minnst tíu tíma á dag við að dæla olíu úr skipinu. Breskir fjöl- miðlar og stjórnmálamenn kalla nú eftir því að íslömskum konum verði alltaf gert að sýna andlit sín þegar þær fara í gegn- um öryggisgæslu á flug- völlum. Ástæðan er sú að breska lögreglan óttast að karlmaður sem myrti lögreglukonuna Sharon Beshenivsky, hafi flúið land í fyrra íklæddur hefðbundinni andlitsblæju og kufli múslimakvenna. Talið er að Mustafa Jamma sé nú í Sómalíu, heimalandi sínu. Við komuna til Bretlands eru konur oftast beðnar um að lyfta blæjunni, en ekki við för úr landi. F í t o n / S Í A Þú getur enn tekið þátt í söfnuninni. Viðskiptavinir Sparisjóðsins þurfa ekki að greiða neitt, bara velja félag til að styrkja, og Sparisjóðurinn leggur þá fram 1.000 kr. til félagsins. Farðu inn á spar.is eða komdu í heimsókn og veldu félagið sem fær þinn styrk. Söfnun til styrktar samtökum sem vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum lýkur á aðfangadag Þú getur enn gefiðgeðveikt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.