Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 50
Nadia Mayr, 17 ára skiptinemi frá Bolzano á Ítalíu, segir jóla- haldið heima hjá sér samofn- ara trúnni en hérlendis. „Mér líst bara nokkuð vel á íslenska jólaundirbúninginn,“ segir Nadia og bætir við að hann sé að sumu leyti ólíkur þeim sem hún sé vön. „Munurinn er meðal annars sá að þar sem við erum kaþólsk höld- um við sjötta desember hátíðlegan ólíkt flestum Íslendingum, en sá dagur er tileinkaður heilögum Nikulási, dýrlingi barna, sem er fyrirmynd jólasveinsins víða um heim,“ útskýrir Nadia. „Hefð er síðan fyrir því að ein- hver birtist í gervi dýrlingsins í til- efni dagsins og útdeili góðgæti og gjöfum til barna.“ Segist Nadia halda að þetta gildi þó einkum um Týról-hluta Ítalíu, sem heyrði áður undir Þýskaland en þar er þýska enn töluð ásamt ítölsku. Nadia segir íbúa Bolzano enn fremur duglega við að sækja messu, ekki síst um jólin þar sem farið er í messu fyrir matinn, en lax og fondú er þar dæmigerður jólamatur að hennar sögn. „Þá er töluverð áhersla lögð á að fagna fæðingu Jesúbarnsins sam- kvæmt kennisetningum trúarinnar og látið í veðri vaka að það færi börnum gjafir í stað jólasveina eins og hefð er fyrir hérlendis,“ bætir Nadia við. Skiptinemum finnst misauðvelt að halda jól í erlendu landi, að sögn Sólveigar Sveinbjörns- dóttur, deildarstjóra erlendra nema hjá skiptinemasamtök- unum AFS. „Jólin geta reynst sumum skipti- nemum erfiður tími,“ segir Sól- veig. „Þó frekar íslenskum nem- um, sem geta lent á stöðum þar sem jólin eru ekki haldin hátíðleg og fyllast þar af leiðandi söknuði um jólin.“ Sólveig segir erlenda skipti- nema hins vegar marga hverja svo dolfallna yfir öllu umstanginu sem skapast í kringum íslenskt jóla- hald, að þeim hætti síður til að fyll- ast söknuði. Að sögn Sólveigar eru nú 43 erlendir skiptinemar staddir hér- lendis, hvaðanæva að úr heimin- um. Hefur sú tala haldist nokkuð jöfn undanfarin ár þótt skiptinem- arnir frá því í fyrra hafi komið frá fleiri löndum en nú. „Þeim fjölgar hins vegar stöðugt íslenskum skiptinemum sem halda utan,“ heldur Sólveig áfram. „Það væri einungis óskandi að þeir væru djarfari í vali á áfangastöðum. Flestir velja sér lönd sem þeir hafa einhverja fyrirfram þekkingu á og njóta Bandaríkin því mikilla vin- sælda, svo dæmi sé tekið. Því miður fara aftur á móti alltof fáir til Asíu. Ætli Suður-Ameríka sé ekki undantekning þar á, en hún er eftirsóttur áfangastaður þrátt fyrir að vera mörgum Íslendingum framandi. Tilgangurinn með þessu er auðvitað að kynnast frábrugðn- um menningarheimum, enda verð- ur upplifunin sterkari af því að fara til landa sem við höfum litlar eða engar fyrirfram mótaðar hug- myndir um.“ Jólin sumum erfið Dýrlingurinn Nikulás birtist börnunum Íslenskur jólaundirbúningur hefur komið Christinu Red- berger, 17 ára skiptinema frá Walding í Austurríki, skemmti- lega á óvart. „Mér finnst jólaundirbúningurinn meiri hér en heima,“ segir Christ- ina, sem er stödd í fyrsta sinn á Íslandi. „Sérstaklega hvað skreyt- ingum viðvíkur, sem eru alveg með ólíkindum.“ Að sögn Christinu eru matar- venjurnar sem tengjast hátíðar- höldunum sjálfum einnig nokkuð ólíkar því sem hún á að venjast. „Við neytum til dæmis annars konar smákakna en hérlendis, þótt mér finnist erfitt að útskýra mun- inn. Hangikjöt er að sama skapi ekki dæmigerður jólamatur eins og hjá Íslendingum heldur fiskur. Púns er síðan jóladrykkurinn í Austurríki en ekki malt og appels- ín sem ég hafði aldrei heyrt minnst á fyrr en ég kom hingað til lands. Mér finnst það engu að síður alveg rosalega gott á bragðið,” bætir hún hlæjandi við. Þá segir Christina nokkurn mun vera á hátíðarhöldunum sjálf- um. „Til að mynda koma jólasvein- ar lítið við sögu austurrískra jóla og því meiri áhersla lögð á að fagna fæðingu Jesú en almennt tíðkast hérlendis,“ útskýrir hún. „Við höfum þó jólatré alveg eins og Íslendingar og skiptumst á gjöfum, þannig að þetta er ekki svart og hvítt.“ Malt og app- elsín gott Agra Chowlong, 16 ára skipti- nemi frá Prathmthani í Taí- landi, mun upplifa sín fyrstu jól á Íslandi. „Fjölskyldan mín heldur jólin ekki hátíðleg þar sem við erum búddist- ar, en kristnir Taílendingar gera það þótt allt sé umfangsminna en hérna,“ segir Agra. „Þetta eru því fyrstu jólin mín og ég er mjög spenntur,“ bætir hann við og eftir- væntingin leynir sér ekki í rödd- inni. Þótt búddistar haldi ekki upp á jól, halda þeir stærðarveislu í apríl sem kallast „songkran“ og er að mörgu leyti sambærileg við þau að sögn Agra. „Songkran-hátíðin er haldin frá 13. til 15. apríl til að fagna nýja árinu samkvæmt taílensku daga- tali,“ útskýrir Agra. „Fagnaðarlætin sjást meðal annars á því hvernig fólk arkar um göturnar með vatnssprautur, -byss- ur, -bala og fleira og gegnbleytir hvað annað,“ heldur hann áfram. „Sú athöfn byggist á þeirri gömlu hefð að sýna hinum eldri virðingu, það er að segja foreldrum, ömmum og öfum, með því að bleyta hend- urnar aðeins á þeim. Vatnið á líka að vera merki um hreinsun og end- urnýjun. Í tímans rás hefur þessi hefð síðan snúist um hálfgerðan vatnsslag, sem kemur sér vel þar sem hannn brýst út á einum heit- asta tíma ársins í Taílandi.” Upplifir sín fyrstu jólin austurríki } taíland } ítalía } 2495- GÓLFLAMPI Litir: Gylltur og kopar VIÐ FELLSMÚLA GÓLFLAMPAR 3995- GÓLFLAMPI, TVÖFALDUR Litir: Kopar, gylltur og stál Borgartúni 36 588 9747i Alvöru hjól sem fer alla leið *Hjólin koma götuskráð LINHAI þjarkur 4x4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.