Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 1

Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 56% 37% 42% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006. Laugardagur LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið B la ð ið B la ð ið 30 20 10 50 40 0 60 Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR 27. janúar 2007 — 26. tölublað — 7. árgangur Smáauglýsingasími550 5000 Auglýsingasími Allt550 5880 Þú getur pantað smáauglýsin Fyrir 15 árum var myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson sviptur ökuréttind-um ævilangt. Nú hefur hann fengið próf-ið aftur og á bíl sem hann nefnir Gosa. „Ég var ítrekað tekinn fyrir umferðarlaga- brot og þess vegna sviptur ökuréttindum. Í dag er ég allt annar maður,“ segir Snorri sem fékk náðun fyrir sex árum síðan. „Ég þurfti ekkert á bílprófinu að halda. Enda stefndi ég á embætti þar sem fylgir i kbifr ið “ inn. „Öll mannflóran er í strætó og það er yndislegt. Ég á eftir að sakna tímans í strætó,“ segir Snorri. Góður vinur Snorra hvatti hann til að taka prófið og gaf honum Mitsubishi Lancer árgerð 1994 að prófi náðu. Bíllinn hét áður Gráni en það fannst Snorra ekki viðeigandi nafn. „Ég nefndi hann Gosa sem mér fannst henta okkur félögunum betur.“ Snorri segist án efa t190 k Gosi tók við af strætó Byrjendanámskei› í yoga Sex vikna byrjendanámskei› hefst 29 jMánud SNORRI ÁSMUNDSSON Fékk bílprófið og bílinn Gosa • Bílar • Tíska • Ferðir Í MIÐJU BLAÐSINS Angist feðra í björtu ljósi Páll Baldvin Baldvins- son um Pabba Bjarna Hauks. MENNING 55 HEIMILIÐ Kaffiboð í Kórahverfi Sérblað um hús og heimili FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Vilji er allt sem þarf Jafnréttisbaráttan er erfiðari í dag en fyrir hundrað árum síðan, segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður Kvenrétt- indafélags Íslands, en félagið fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. VIÐTAL 36 Heimilið [ SÉRBLAÐ UM HÚS OG HEIMILI – LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 ] EFNISYFIRLIT DÆMI UM ARKITEKTÚRHVERRAR ÞJÓÐARFuglabúr Systu BLS. 2 SIÐIR VIÐ HÁTÍÐLEGTBORÐHALD Lagt á borð BLS. 4 HVER HEFUR SINNSMEKK Dásamlegir smáhlutir BLS. 6 ALLT Í BLÓMA Val á pottaplöntum BLS. 8 ÁSTFANGIN AFBLANDARANUM Edda Björgvins KAFFIBOÐ Í KÓRAHVERFILitið inn til Kristínar Bergsdóttur SJÁ BLS. 14 DÆMI UM ARKITEKTÚRHVERRAR ÞJÓÐARFuglabúr Systu SJÁ BLS. 2 Verðum að vinna Alfreð Gíslason, lands- liðsþjálfari í handbolta, segir að ekkert annað en sigur komi til greina í leiknum gegn Slóvenum. ÍÞRÓTTIR 62 VÆTUSÖM TÍÐ - Í dag verða yfir- leitt suðvestan 8-13 m/s en hægari á stöku stað. Víða rigning eða súld þegar kemur fram á daginn en þó úrkomulítið austast og suðaustast. Hiti 4-10 stig á láglendi. VEÐUR 4 VEÐRIÐ Í DAG      SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Hleypur með Eminem í eyrunum Heilbrigðisráðherrann vill taktfasta tónlist FÓLK 70 Þjóðernishyggjan snýr aftur „Á undanförnum vikum hefur fáum tekist betur að höfða til hefð- bundinnar þjóðernishyggju hér á Íslandi en Frjálslynda flokknum,“ segir Sverrir Jakobsson. Í DAG 16 ÖRYGGISMÁL „Staðan eins og hún er í dag er óviðunandi miðað við að gætt sé fyllsta öryggis íbúa á svæðinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri um stóra flugelda lagera sem geymdir eru á höfuðborgarsvæðinu milli ára- móta. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins eru þrír fastir lagerar þar sem flugeldar eru geymdir milli ára á höfuðborgarsvæðinu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Hjálparsveitar skáta. Einn lager er í Hjalla- hrauni í Hafnarfirði, annar í Stórhöfða í Reykjavík og sá þriðji við Malarhöfða, aðeins fáa tugi metra frá Ártúnsbrekkunni: „Þar eru oft geymd um tíu tonn af skoteld- um og ef eldur slyppi laus í byggingunni yrða að rýma byggingar í 90 metra radíus og loka fjölförnum götum í 800 metra fjarlægð, þar með talinni Ártúnsbrekku,“ segir um geymsl- una í Malarhöfða í minnisblaði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt reglum ætti lagerinn að vera að minnsta kosti 180 metra frá fjölförnum götum og 400 metra frá íbúðarhúsum. Íbúðarhúsin í Urriðakvísl eru aðeins rúma 250 metra í burtu. Jón Viðar segir stóra flugeldasala vera mjög meðvitaða um að hlutirnir þurfi að vera í lagi og að viðræður standi yfir um lausnir á vand- anum, sem vaxi með hverju ári. „Menn átta sig á því að ef einhver uppákoma verður sem veld- ur tjóni eða slysi eða ógnar öryggi fólks getur það haft skaðleg áhrif á sölu flugelda um ókomna tíð,“ segir slökkviliðsstjórinn. Í áðurnefndu minnisblaði er vikið að alvar- legum slysum sem urðu þegar skoteldageymsl- ur sprungu í Kolding í Danmörku og Enschede í Hollandi. Jón segir hættuna hér vera nákvæm- lega þá sömu og í nágrannalöndunum. „Ef þetta fer af stað er það mjög illviðráðanlegt,“ segir hann. Í milliáralagerunum svonefndu munu oft vera geymd tuttugu til þrjátíu tonn af flugeld- um. Í sölulagerum, sem byrjað er að fylla á í nóvember, hefur hins vegar verið allt að 400 tonnum á einum stað. Enginn fastur staður er fyrir þessar geymslur heldur hefur húsnæði verið útvegað frá ári til árs. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur flutt inn stálgrindarhús til þessara nota en lóð sem félaginu hefur verið úthlutað er ekki tilbúin til byggingar. „Það sem við erum að reyna að gera er að koma þessu frá íbúðarbyggð þannig að fólk sé ekki í hættu,“ segir Jón Viðar Matthíasson. - gar Flugeldageymslur ógna öryggi í höfuðborginni Tugir tonna skotelda á lagerum björgunarsveita skapa óviðunandi hættu á höfuðborgarsvæðinu segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Ein geymslan er aðeins nokkra tugi metra frá Ártúnsbrekkunni. VIÐSKIPTI Bankastjórn Landsbank- ans leggur til við aðalfund í febrúar að yfir 28 þúsund hluthöfum bankans verði greidd- ur 40 prósenta arður af nafnverði hlutafjár fyrir árið 2006. Þetta svarar til alls 4,4 milljarða króna. Björgólfsfeðgar eru stærstu hluthafar Landsbankans í gegnum Samson eignarhaldsfélag ehf. Verði tillagan samþykkt fær Samson rúma 1,8 milljarða króna í arð fyrir sinn snúð. Landsbankinn skilaði methagn- aði upp á 40,2 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaður bankans á fjórða ársfjórðungi var 14,1 milljarður króna, sem var langt umfram spár. - eþa / sjá síðu 12 Tillaga um 40 prósenta arð: Björgólfsfeðgar fá 1,8 milljarða UMFERÐ Tveir menn á vegum umferðardeildar Reykjavíkur- borgar hafa undanfarna daga farið um á Sæbrautinni og Miklubrautinni og þrifið umferðarmerki. „Við sætum lagi og förum í þetta verk í frostleysinu,“ segir Pétur Ársælsson, rekstrarstjóri umferðardeildar. Pétur segir mikla tjöru og önnur óþrif setjast á umferðar- merkin og að nauðsynlegt sé að háþrýstiþvo þau og skrúbba með hreinsiefnum. Eins og sjá má á myndinni af þeim Pétri Gísla- syni og Georg Sigurðssyni var ekki vanþörf á þessum mikla þvotti. „Það er verst hvað það er mikið stress í umferðinni og hversu frámunalega tillitslausir bílstjórar eru stundum gagnvart þessum mönnum sem eru að vinna sín störf af samvisku- semi,“ segir Pétur. - gar Sæta lagi í frostleysinu: Hreinsa fyrir stressaða fólkið SKILTAÞVOTTUR Heimurinn þýtur hjá á Miklubrautinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM LANDBÚNAÐUR Með nýjum samn- ingi sauðfjárræktenda og ríkisins fellur útflutningsskylda lamba- kjöts niður árið 2009, sem gæti leitt til mjög harðnandi sam- keppni á milli kjötgreina á innan- landsmarkaði. Ingvi Stefánsson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir það alveg ljóst að kjötmarkaður- inn hérlendis þoli ekki aukið framboð á einni tegund kjöts á stuttum tíma. Hann hefði viljað sjá allar greinar fá lengri aðlög- unartíma að þessum breytingum. Ingvi gagnrýnir að samningur- inn nú sé gerður án samráðs við aðra kjötframleiðendur. „Eins og staðan er núna er þetta mjög alvarlegt fyrir alla sem eru að sýsla með kjöt. Ég heyri að svína- bændur hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Því miður er það ljóst að við njótum ekki velvilja landbún- aðarráðherra í sama mæli og sauð- fjárræktin. Við höfum lagt fram hugmyndir til ráðuneytisins en þeim hefur ekki verið svarað.“ Þórólfur Sveinsson, formaður stjórnar Landssambands kúa- bænda, segir að ef þúsund tonn af lambakjöti komi inn á markað- inn hafi það óumflýjanleg áhrif á aðra kjötframleiðendur. „Við höfum reynsluna frá 2002 til 2003 þegar offramboð var af svínakjöti. Það er of snemmt að mála skrattann á vegginn en kjötmarkaðurinn er ein heild og miklar breytingar á verði einnar kjöttegundar hafa áhrif á verð annarrar.“ - shá Svína- og kúabændur gagnrýna lambakjötssamning: Óttast offramboð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.