Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 2
Einar, ég hélt að Garðar Thor væri með látúnsbarka? Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS VOLKSWAGEN TOURAN Nýskr. 11.04 - Sjálfskiptur - Ekinn 38 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 2.060 .000. - Ung kona sem dvaldi í Byrginu um tíma lagði síðdegis í gær fram kæru til lögreglu á Guð- mund Jónsson, fyrrverandi for- stöðumann. Konan kærir kynferð- islega misbeitingu hans gagnvart sér, meðan hún var skjólstæðing- ur í Byrginu. Þetta staðfesti Ólaf- ur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, við Fréttablaðið í gær. Þetta er þriðja konan sem legg- ur fram kæru. Hinar tvær, báðar fyrrverandi skjólstæðingar Byrgisins, höfðu áður kært Guð- mund fyrir kynferðislega mis- beitingu meðan á dvöl þeirra á heimilinu stóð. Það var 17. desember sem fréttaskýringaþátturinn Kompás á Stöð 2 greindi frá brotalömum í starfsemi Byrgisins, sem var þá eitt kunnasta meðferðarheimili landsins fyrir áfengis- og fíkni- efnaneytendur. Guðmundur lét í kjölfarið af starfi forstöðumanns. Síðan hefur atburðarásin verið hröð. Ung kona steig fram og greindi frá kynlífssambandi sínu við Guðmund og kærði hann svo. Í fréttum var greint frá því að Byrgið hefði brotið lög, með vitn- eskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Þá vaknaði grunur um að fleiri en ein kona í meðferð í Byrginu hefðu orðið barnshafandi eftir starfs- menn þar. Félagsmálaráðuneytið stöðvaði greiðslur til meðferðar- heimilisins þegar hér var komið sögu og um miðjan janúar til- kynnti forstöðumaðurinn að Byrg- inu hefði verið lokað. Ríkisendur- skoðun gerði athugun á fjármálum og bókhaldi Byrgisins á árunum 2005 og 2006 og í ljós kom að stór- felld óráðsía hafði verið í fjár- málum heimilisins. Saksóknari efnahagsbrota hjá embætti ríkis- lögreglustjóra er nú með þá hlið mála til rannsóknar. Þá varð uppvíst að fangar sem dvöldu í meðferð í Byrginu á meðan það starfaði gátu valsað þar inn og út. Fangelsismálastofn- un lét þegar flytja þá aftur á Litla- Hraun. Guðmundur hefur enn ekki mætt í skýrslutöku hjá sýslumann- sembættinu á Selfossi, sem fer með rannsókn málsins. Hann hefur verið boðaður til hennar eftir helgi. Hann hefur ekki lagt fram boðaðar kærur hjá embættinu. Enn ein kæran á Guðmund í Byrginu Enn ein kæra var lögð fram á Guðmund Jónsson, fyrrverandi forstöðumann Byrgis- ins, síðdegis í gær. Fyrrum skjólstæðingur Byrgisins kærði hann fyrir kynferðislega misbeitingu. Þetta er þriðja konan sem leggur fram kæru af þessum sökum. Götuhópur fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu hefur tekið nær hálft kíló fíkniefna á tæpum mán- uði. Mest hefur náðst af amfetam- íni og hassi; rúmlega 200 grömm af hinu fyrrnefnda og tæp 150 grömm af síðarnefnda efninu, en einnig aðrar tegundir fíkniefna, að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfir- manns fíkniefnadeildar. Á ofangreindu tímabili hafa 30 mál komið til kasta götuhópsins og 46 hafa verið handteknir. Auk amfetamíns og hass hafa verið tekin efni eins og kókaín, maríjú- ana og sveppir. Ásgeir segir að þetta segi þó ekki alla söguna því auk götuhóps- ins hafi almenna deild lögreglunn- ar verið mjög virk á götunni og tekið efni og fólk. Þannig komu tíu manns við sögu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í sex fíkni- efnamálum í fyrradag og fyrri- nótt. Síðdegis voru tveir karlmenn handteknir í miðborginni. Í bíl þeirra fundust fíkniefni. Farið var inn á heimili karlmanns í Hafnar- firði. Þar fundust sömuleiðis ætluð fíkniefni. Þá var farið í íbúð í Breiðholti þar sem húsráðendur eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Í fyrrakvöld var átján ára piltur handtekinn. Á dvalarstað hans fundust fíkniefni. Á sama tíma voru þrír karlmenn handteknir á öðrum stað í borginni, allir grun- aðir um fíkniefnamisferli. Loks var hálfþrítugur karlmaður hand- tekinn í fyrrinótt. Á honum og í bíl hans fundust fíkniefni. Hefur náð tæpu hálfu kílói fíkniefna síðan um áramót Guðjón Arnar Kristj- ánsson ræddi lengur um innflytj- endur en nokkurt annað málefni í setningarræðu sinni á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Guðjón sagði það mikil mistök að hafa ekki nýtt heimildir EES- samningsins til að fresta frjálsri för launafólks. Þetta væru einstak- ar aðstæður í sögu Íslands því „mikill fjöldi erlends fólks mun keppa við Íslendinga um vinnu“. Frjálslyndir vildu takmarka flæðið á ný, sagði Guðjón, án þess að loka landinu eða reka nokkurn á brott. Formaðurinn gagnrýndi einnig verðtryggingu lána og ofurhagnað bankanna. Bankastofnanir ættu að skýra hvers vegna lánakjör almennings versnuðu eftir því sem hagur banka vænkaðist. Í ræðu Guðjóns kom fram að nokkuð hefði gustað um flokkinn síðustu mánuði og tæpti á sundr- ungu innan flokksins og nýjum flokksmönnum. Hvatti hann félaga sína til að efla sátt í flokknum. Hann hvatti þá einnig til að láta ekki glepjast af gylliboðum fólks úr öðrum flokkum. „Framtíðin bíður okkar,“ sagði Guðjón. Áhersla lögð á innflytjendur Karlmaður á fimmtugs- aldri var í gær dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að brjótast inn í hús hjá konu og reyna að nauðga henni þar sem hún lá sofandi við hlið sambýlismanns síns. Héraðsdóm- ur Austurlands kvað upp dóminn. Ákærði neitaði sakargiftum með þeim rökum að konan sem hann reyndi að nauðga hefði gefið til kynna að hún hefði gert sér dælt við hann á skemmtistaðnum Café Kosý á Reyðarfirði. Af framburði konunnar og vitna þótti sýnt að svo hefði ekki verið. Maðurinn hefur ekki áður hlotið refsingu. Braust inn og áreitti konu Ný tegund gangbrautar- ljósa sem sett hefur verið upp við Hlíðaskóla skynjar vegfarendur og lætur græna ljósið loga þar til þeir eru örugglega komnir yfir götuna. „Skynjarinn fylgist með vegfarandanum og lætur græna ljósið loga þar til hann er kominn yfir. Með þessu fyrirkomulagi er ljósstýringin aðlöguð þeim sem fara hægar yfir og akandi umferð aðeins stöðvuð þann tíma sem nauðsynlegt er hverju sinni,“ segir í frétt frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar sem setti ljósin upp í Hamrahlíðinni til að auka öryggi skólabarna og annarra vegfarenda. Grænt ljós þar til yfir er komið Breska lögreglan telur sig nú hafa rökstuddan grun um að Andrei Lugovoi hafi eitrað fyrir Alexander Litvinenko með geislavirku póloni. Búast má við að bresk stjórnvöld vilji fá Lugovoi framseldan frá Moskvu, en ólíklegt þykir að rússnesk stjórnvöld vilji verða við því. Breska dagblaðið Guardian skýrði frá þessu í gær og sagði jafnframt að bresk stjórnvöld byggju sig nú undir að verulega kólnaði í samskiptum Rússa og Breta á næstunni vegna þessa máls. Lugovoi er, rétt eins og Litvinenko, fyrrverandi starfs- maður sovésku leyniþjónustunnar KGB og arftaka hennar FSB. Lugovoi hitti Litvinenko í London fáeinum vikum áður en hann lést þann 23. nóvember. Grunar Lugovoi um morðið Til stendur að breyta stærðum á kvenfatnaði á Spáni í samræmi við stefnu stjórnvalda um að draga úr þrýstingi á ungar stelpur að vera grannar. BBC greinir frá þessu á fréttavef sínum. Á næsta ári verða fatastærðir í samræmi við líkamsvöxt spænskra kvenna og verða þær fundnar út með því að mæla meira en átta þúsund konur á aldrinum 12 til 70 ára. Þessi fyrirhugaða breyting kemur í kjölfarið á banni sem sett var við þvengmjóum fyrirsætum á tískuvikunni í Madrid í sept- ember síðastliðnum. Meðal hugmynda er að gínur í verslunum verði gerðar meiri um sig. Fatastærðum breytt á Spáni Ökumaður fólksbif- reiðar mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni á fimmta tímanum í gær. Lögreglan á Suðurnesjum veitti ökumanni eftirför en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og reyndi að komast undan lögreglu, meðal annars með því að aka ítrekað á ofsahraða hægra megin fram úr bifreiðum. Ökumaðurinn, tvítugur karlmaður, var handtekinn við akstur í Vogum skömmu síðar og var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða að lokinni skýrslu- töku. Hann hefur níu sinnum áður verið kærður fyrir hraðakstur. Mældur á 199 km hraða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.