Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 4

Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 4
 Tillögur Samein- uðu þjóðanna um framtíð Kosovo- héraðs í Serbíu voru kynntar fyrir alþjóðlega tengslahópnum svo- kallaða, það er fulltrúum Banda- ríkjanna, Rússlands og nokkurra Evrópuþjóða, í Vín í gær. Rúss- landsstjórn, sem er helsti banda- maður Serbíu, óskaði eftir meiri tíma til að fara yfir tillögurnar. Ríki Atlantshafsbandalagsins lýstu yfir fullum stuðningi við til- lögurnar og sögðu tafir á úrlausn geta kynt undir óstöðugleika á Balkanskaga. Martti Ahtisaari, sem er fyrr- verandi forseti Finnlands, hefur stjórnað samningaviðræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna milli serbneska minnihlutans og albanska meirihlutans í Kosovo um framtíð héraðsins. Talið er að hann leggi til að einhvers konar sjálfstæði verði komið á í þessu tveggja milljón manna héraði sem hefur verið undir stjórn Samein- uðu þjóðanna frá árinu 1999. Stefnt er að því að kynna tillög- urnar fyrir bæði serbneskum og albönskum íbúum héraðsins þann 2. febrúar. Að því búnu verða þær lagðar fyrir öryggisráð Samein- uðu þjóðanna. Serbneski minnihlutinn í Kos- ovo vill að héraðið tilheyri áfram Serbíu en albanski meirihlutinn, sem er um 90 prósent íbúa, vill stefna að sjálfstæði héraðsins. Bandaríkin og nokkur ríki Evr- ópusambandsins styðja við kröf- ur um sjálfstæði þrátt fyrir aðvaranir um að það gæti orðið aðskilnaðarsinnum víða um heim hvatning. Rússland, sem hefur neitunarvald í öryggisráði SÞ, hefur gefið í skyn að það muni fella allar tillögur sem Serbar sætti sig ekki við. Sextán þúsund manna friðar- gæslulið NATO er nú í Kosovo. Skiptar skoðanir á Kosovo-tillögum SÞ Talið er að Kosovo-hérað hljóti einhvers konar sjálfstæði frá Serbíu samkvæmt tillögum Sameinuðu þjóðanna. Rússar, sem eru helstu bandamenn Serba, hafa hótað að fella allar tillögur í öryggisráðinu sem eru Serbum ekki að skapi. H im in n o g h af /S ÍA Síðu stu dag ar risa útsö lunn ar um helg ina! © GRAPHIC NEWS Sjálfstæðisáætlun Kosovo Tillaga samningamanns Sameinuðu þjóðanna, Martti Ahtisaari, myndi færa héraðið, þar sem Albanir eru í meiri- hluta, á braut til sjálfstæðis undan yfirráðum Serbíu, en um leið tryggja Serbum í héraðinu umtalsverða sjálfstjórn. Serbía gengur hart eftir því að héraðið heyri áfram undir stjórnina í Belgrad. Heimildir: Statistical Office of Kosovo, UNMIK, OSCE Myndir: Associated Press KOSOVO Þjóðarbrot: Serbar 7%. 80.000 eftir, 200.000 brott- fluttir síðan1999 Aðrir 5% Íbúafj.: 1.9m (2002) Albanir 88% S E R B í A A LB A N íA M A K E D Ó N Í A Kosovska Mitrovica Prizren PristinaPec Djakovica Urosevac Gnjilane 25 mílur 40 km KOSOVO Belgrad SERBÍA SVARTFJALLALAND KOSOVO 200 km ALBANÍA MAKEDÓNÍA Lykilatriði áætlunar SÞ Helstu svæði Serba Kosovo hafi rétt til að gangast undir alþjóð- legar samþykktir og sækja um aðild að alþjóð- legum samtökum og stofnunum á borð við SÞ, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann. Varnir settar upp í kringum afmörkuð serbnesk rétttrúnaðarsvæði. Svæði minnihluta Serba hafi stjórn yfir stað- bundinni stefnumótun, og rétt á einhverjum beinum tengslum við Belgrad. Serbía gæti fjármagnað serbnesk svæði. Kosovo verði undir eftirliti nefndar á vegum ESB sem hafi völd til að endurskoða lög og reka staðbundna embættismenn. Ef Rússland beitir ekki neitunarvaldi gæti ályktun SÞ um lokasamkomulag orðið að veru- leika um mitt ár 2007 og myndi þá gera ríkjum kleift að viðurkenna nýjasta ríki Evrópu. Kosovo taki yfir hluta af efnahagslegum eignum og skuldum sem áður tilheyrðu Serbíu. Pristina hvött til að koma á góðu sambandi við Serbíu og önnur nágrannaríki, og gefi leyfi fyrir tvöföldum ríkisborgararétt. ADRÍAHAF SV AR TF JA LL AL AN D Frávísunarkrafa núver- andi og fyrrverandi forstjóra stóru olíufélaganna þriggja; Esso, Skeljungs og Olís, var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir þrír; Geir Magnússon, Kristinn Björnsson og Einar Bene- diktsson, eru ákærðir fyrir stór- fellt og ólögmætt samráð í tuttugu og sjö liðum. Lögmenn mannanna vilja meina að fjölmargir annmarkar séu á málsmeðferð ákæruvalds- ins. Meðal þess sem þeir töldu fram því til útskýringar var að hún bryti í bága við mannréttinda- sáttmála Evrópu og að skjólstæð- ingar þeirra hefðu ekki hlotið sanngjarna og hlutlausa rannsókn þar sem þeir hefðu ekki réttar- stöðu sakbornings við yfirheyrsl- ur. Einnig væri rannsókn lögreglu á hendur þeim að of miklu leyti byggð á úrvinnslu gagna frá Sam- keppnisstofnun og því hefði verið brotið á rétti þeirra til sanngjarn- ar og hlutlausrar málsmeðferðar. Þá telja þeir að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hafi verið brot- in með því að lögsækja einungis forstjórana en ekki aðra starfs- menn sem tóku þátt í samráðinu. Því ætti að vísa málinu frá dómi. Sækjandi hafnaði þessum kröf- um. Í málflutningi hans kom fram að aldrei hefði reynt á það áður hér á landi hvort að það sem ákært væri fyrir nú skilgreindist sem refsiverð háttsemi. Það væri dóm- stóla að ákvarða slíkt og málið þyrfti að fara til efnislegrar með- ferðar til að ákvarða það. Hann benti þó á að það hefði enga þýðingu né tilgang fyrir neinn, hvorki ákæruvaldið né hina ákærðu, að halda efnislegri með- ferð áfram ef það væri niðurstaða dómsins að ekki væri um refsi- verða háttsemi að ræða. Gagnrýndu rannsókn og yfirheyrslur Héraðsdómur Reykja- víkur framlengdi í gær gæslu- varðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem er grunaður um að hafa beitt fimm ára stúlku kynferðislegu ofbeldi á leikvelli í Vogahverfinu fyrr í mánuðinum. Maðurinn áreitti einnig aðrar barnungar stúlkur en ekki er talið að hann hafi snert þær. Gæslu- varðhaldið yfir manninum gildir til 9. febrúar. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru teknar skýrslur af stúlkunum fyrir dómi í vikunni. Eftir skýrslutökurnar þykir tilefni til að senda DNA- sýni sem tekin voru úr manninum og fimm ára stúlkunni í rannsókn til Noregs. Gæsluvarðhald framlengt Andlega vanheill maður á þrítugsaldri, sem strokið hafði af geðdeild Landspítalans á Kleppi, fór inn á svæði Samskipa í Sundahöfn á fimmtudagskvöld, tók tíu hjóla Man-dráttarbíl traustataki og keyrði hann allt upp í 100 kílómetra hraða eftir Sæbrautinni og Reykjanesbraut. Hann fór ekki eftir stöðvunar- merkjum lögreglu og ók síendur- tekið gegn rauðu ljósi eftir Sæbrautinni. Sex lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni. Maðurinn stöðvaði ekki bílinn fyrr en á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu og síðar færður aftur á geðdeild LSH. Ók tíu hjóla bíl á ofsahraða Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Ætluð fíkniefni fundust í fórum tveggja karlmanna á þrítugsaldri sem lögreglan stöðvaði með skömmu millibili í Breiðholti um kvöldmatarleytið á miðvikudag. Nokkru síðar voru tveir piltar um tvítugt handteknir í austur- hluta Reykjavíkur, grunaðir um fíkniefnamisferli. Fimm teknir með fíkniefni Slátrun í þorskeldi hefur aukist um 35 prósent milli áranna 2005 og 2006. Um 1.400 tonnum af þorski var slátrað í fyrra. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Fiskifrétta og byggt á bráða- birgðatölum Fiskistofu. Árið 2000 var aðeins slátrað 11 tonnum en framleiðslan hefur undanfarin tvö ár aukist um 400 tonn á ári. Aðallega er um þorsk í áframeldi að ræða en 180 tonnum var slátrað af þorski úr aleldi árið 2006. Alls var slátrað 1.624 tonnum af eldisfiski í fyrra, að ferskfisktegundum undanskild- um, af öðrum eldistegundum, sem eru lúða, sandhverfa og ýsa. Áframeldi gef- ur góða raun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.