Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.01.2007, Qupperneq 6
Forráðamenn Stöðvar 2 afhentu í gær Lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu gögn sem þeir höfðu undir höndum um ætlaða barnaníðinga. Gögnin sem afhent voru eru afrakstur vinnu þáttagerðar- manna Kompáss, sem lögðu tálbeitu á netinu fyrir fólk með kynferðisleg- an áhuga á börnum. Vinnugögn voru ekki afhent. „Við afhentum þessi gögn af því að mennirnir sem um ræðir eru ekki heimildarmenn okkar,“ segir Sigmundur Ernir Rúnars- son, fréttastjóri Stöðvar 2. Í Frjálslynda flokkinn hafa bæst mörg hundruð manna síðustu daga. Í gærdag voru til að mynda 1.700 félagar skráðir en voru daginn áður 1.400, samkvæmt upplýsingum núverandi fram- kvæmdastjóra, Magnúsar Reynis Guðmundssonar. Magnús segir félagafjölda hafa tvöfaldast á hálfu ári og þessi fjölgun milli daga sé mjög eðlileg, því málefni flokksins hafi verið áberandi. Margrét Sverrisdóttir segir allt stefna í fjandsamlega yfirtöku Nýs afls á Frjálslynda flokknum. „Maður hefur frétt af þessum mönnum hringjandi út um allt land að hvetja fólk til að kjósa, svo fremi sem það kjósi ekki mig,“ segir Margrét og bætir við að vegna gífurlegrar smölunar sé hún ekki ýkja bjartsýn á útkomu vara- formannskosningarinnar. Liðsmenn Nýs afls hafa verið dugmiklir að gagnrýna Margréti í Útvarpi Sögu síðustu mánuði. Mar- grét segir að ef til vill sé yfirtaka þeirra ekki á allan hátt fjandsam- leg, þegar litið sé til þess að for- maður og varaformaður hafi aug- lýst á Sögu fyrir tvö hundruð þúsund krónur síðustu daga. „Guðjón og Magnús virðast því leggja blessun sína yfir málflutning- inn þar,“ segir Margrét og bendir á flokkurinn sjálfur greiði þessar aug- lýsingar. „Það vekur nú upp spurn- ingar um jafnræði frambjóðenda í varaformannsembættið en ég ætla ekkert að gera mál úr því,“ segir hún. Sveinn Aðalsteinsson, sem var kosningastjóri flokksins í borgar- stjórnarkosningunum, sagði sig úr flokknum í fyrradag. Sveinn telur litla alvörupólitík stundaða í flokknum eftir innkomu Nýs afls. Allt snúist um að ná völdum í flokknum og að koma Margréti frá. Sveini finnst ljótt að sjá að hver sem er sé velkominn inn af götunni til að kjósa um æðstu embætti í flokknum. „Þetta fólk representar alls ekki þá sem hafa kosið flokkinn í gegnum tíðina.“ Sveinn líkir landsþinginu við skákmót þar sem enginn kunni mann- ganginn. „Nema Jón Magnússon, hann er sá eini sem kann manngang- inn og hann leikur sér með þing- flokkinn eins og köttur að músum. Sverrir Hermannsson er gamall pólitískur refur og kann vel að tefla. Enda hafnaði hann þessum mönnum. Því miður hefur hans ráðum í engu verið fylgt í þessum átökum.“ Magnús Reynir segir eftirsjá að Sveini. Hann sé einn af einungis þremur sem hafi sagt sig úr flokkn- um síðustu þrjá mánuði. Frjálslyndum fjölgar um fimmtung á dag Stefnir í fjandsamlega yfirtöku Nýs afls, segir Margrét Sverrisdóttir. Keppinaut- ur hennar og formaður hafi auglýst fyrir 200.000 krónur í Útvarpi Sögu á kostn- að flokksins. Fyrrum kosningastjóri flokksins segir leikið með forystuna. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tilkynnti bandamönn- unum í NATO í gær að bandarísk stjórnvöld hefðu ákveðið að verja 10,6 milljörðum dala, sem jafngildir 730 milljörðum króna, til upp- byggingar í Afganistan. Með þessum stór- auknu framlögum setur Bandaríkjastjórn þrýsting á evrópsku bandalagsþjóðirnar að leggja líka meira af mörkum. Á ráðherra- fundi bandalagsins í Brussel var ákveðið að senda fleiri hermenn til átakasvæðanna í Suður- og Austur-Afganistan. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra greindi í sínu innleggi á fundinum frá fyrir- ætlunum íslenskra stjórnvalda um að styðja enn frekar við endurreisnarstarf og uppbygg- ingu í Afganistan. Samtals hafa ESB-ríkin 27, sem flest eru jafnframt í NATO, heitið sem svarar um 234 milljörðum króna til verkefna í Afganistan á næstu fimm árum. Hin erlenda aðstoð á að stuðla að því að vinna fátækan almenning á band stjórnarinnar í Kabúl, byggja upp örygg- issveitir hollar henni og draga úr ópíumrækt, svo nokkur helstu markmiðin séu nefnd. Rice sagði einnig að fleiri bandarískir her- menn kynnu að verða sendir til Afganistans, en um þriðjungur þeirra rúmlega 33 þúsund NATO-hermanna sem í landinu eru koma úr Bandaríkjaher. Forsvarsmenn NATO-herliðs- ins í Afganistan, ISAF, búast fastlega við því að uppreisnarmenn talibana muni reyna að efna til tvíefldra árása í vor. Notaðir bílar - Bíldshöfða 10 s. 587 1000 - www.benni.isVerð kr. 14.950.000,- Nýskráður 11.2006 (árg. 2007, nýji bíllinn) Sjálfskiptur 6 þrepa, loftkæling, leðurklædd sæti, leiðsögukerfi, Bluetooth, dökkar rúður, hraðastillir, rafdrifin sæti, DVD afþreyingarkerfi, Harmon Kardon hljóðkerfi, 20” álfelgur, sóllúga, loftpúðafjöðrun, 6 diska CD, o.m.fl. Range Rover Supercharged Afhenda gögnin Tæp 44 prósent kvenna í Hafnarfirði eru mjög andvíg stækkun álversins í Straumsvík og rúm 14 prósent frekar andvíg. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði á meðal 1.500 Hafnfirðinga um viðhorf þeirra til fyrirhugaðrar stækk- unar álversins í Straumsvík. Helmingur þeirra býr í hverfum nálægt álverinu: Ásvöllum, Áslandi og Holti. Svarhlutfall í könnuninni var rúm 56 prósent. Í könnuninni kemur fram að 51,5 prósent svarenda eru andvíg stækkun. Fólk á aldrinum 55 til 70 ára er hlynntast stækkuninni: 46,7 prósent. Yngsti aldurshópurinn, fólk á aldrinum 18 til 24 ára, er hvað minnst á móti stækkuninni: 38 prósent, en er einnig stærsti hópurinn sem ekki hefur gert upp hug sinn: 16,3 prósent. 57,4 prósent fólks sem er með lægri tekjur en 250 þúsund, og tæp 62 prósent af háskólagengnu fólki, er á móti stækkun. Fólk með tekjur á bilinu 400 til 549 þúsund er hvað hlynntast stækkuninni, 47 prósent, og einnig fólk sem aðeins hefur lokið grunnskólaprófi, tæp 57 prósent. Niðurstaðan í könnuninni er því sú að því meiri menntun sem fólk hefur, þeim mun líklegra er að það sé á móti stækkun, og því hærri tekjur sem fólk hefur, þeim mun líklegra er að það sé hlynnt stækkun. Einnig var spurt hvort fólk hygðist taka þátt í íbúakosningu um stækkun álversins og sögðu tæp níutíu prósent að líklega ætl- uðu þeir að gera það. Atkvæða- greiðslan fer fram hinn 31. mars. Tæp 60 prósent kvenna vilja ekki að álverið verði stækkað Norska stjórnin hefur lagt fram frumvarp að lagabreytingu sem mun aflétta banni af stofnfrumurannsóknum í Noregi. Stofnfrumur hafa þann eiginleika að geta þroskast í hvaða líkamsvef sem er og því eru miklar vonir bundnar við að rannsóknir á þeim muni gera lækningar við áður ill- eða ólæknanlegum sjúkdómum mögulegar. Samkvæmt norskum lögum um líftæknirannsóknir frá árinu 2003 er notkun frjóvgaðra mannseggja eða á stofnfrumum úr þeim til slíkra rannsókna bönnuð. Samkvæmt frumvarpinu verður hún leyfð að uppfylltum ströngum skilyrðum. Stofnfrumurann- sóknir leyfðar Heildarafli smábáta hefur aukist um 50 prósent á tíu árum. Á árinu 1997 veiddu smábátar alls tæplega 50 þúsund lestir en 75 þúsund lestir árið 2006. Þetta sýna bráðabirgða- tölur Fiskistofu og kemur fram í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Meðalafli á hvern bát hefur aukist úr 60 lestum í 120 á sama tímabili. Hlutfallsaukningin í heildarafla botnfisks er mest í ýsu, úr 8,2 prósentum árið 1997 í 23,7 prósent árið 2006. Einstakir bátar auka líka hlutdeild sína mikið því árið 1997 var Óli Bjarnason EA aflahæstur með 432 lestir en í fyrra var Sirrý ÍS aflahæsti báturinn með 1.462 lestir. 1465 lestir hjá Sirrý ÍS-84 Maðurinn sem varð undir snjóflóði í Hrappstaðaskál í Hlíðarfjalli síðastliðinn sunnudag verður vakinn á næstu dögum. Líðan hans er að mestu leyti óbreytt og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél. Vakthafandi læknir á gjör- gæsludeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri segir að skaði vegna súrefnisskorts hafi ekki enn verið greindur en það komi betur í ljós þegar hann verður vakinn. Maðurinn var í vélsleðaferð með félögum sínum þegar flóðið féll. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkra- hús. Verður vakinn á næstu dögum Fylgist þú með leikjum íslenska landsliðsins á HM í handbolta? Hefurðu komist á skíði í vetur?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.