Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 8

Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 8
 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra setti í gær Rúnar Guð- jónsson, sýslumann í Reykjavík, í starf ríkislög- reglustjóra við rannsókn á meintum skattalagabrot- um fimm manna tengdum Baugi. Skipun- in kemur í kjölfar þess að Hæstiréttur komst síðastliðinn þriðjudag að þeirri niðurstöðu að Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri skyldi víkja sæti við rannsókn málsins. „Þetta er bara eins og hvert annað verkefni,“ sagði Rúnar, en hann vildi í gær ekki ræða frekar nýja starfið. Haraldur hefur sætt mikilli gagnrýni sakborninga í Baugsmálinu. Hvað heitir höfuðborg Eistlands? Hvað heitir Ofur-Hugi fullu nafni? Hvað heitir færeyski kepp- andinn í X-factor? Þótt upphaflegar ákær- ur í Baugsmálinu séu til lykta leiddar er Baugsmálið ekki búið. Eftir standa endurákærur sem settur ríkissaksóknari gaf út í lok mars 2006 í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á 32 af 40 ákærulið- um í upphaflega málinu. Ákærðu í málinu eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, og Jón Gerald Sullenberger, forstjóri Nordica Inc. í Bandaríkj- unum. Upphafleg endurákæra var í 19 liðum, en fyrsta ákæruliðnum var vísað frá dómi í júlí 2006, svo eftir standa liðir 2-19. Aðalmeð- ferð í málinu mun hefjast í Hér- aðsdómi Reykjavíkur 12. febrúar næstkomandi. Skipta má ákærunni í fimm hluta eftir ákæruefnum. Í þeim fyrsta er einungis ákæruliður 1, sem hefur verið vísað frá dómi. Í honum var Jón Ásgeir ákærður vegna kaupa Baugs á 10-11 verslanakeðjunni. Í öðrum hlutanum eru ákæru- liðir 2 til 9, þar sem Jón Ásgeir er einn ákærður fyrir brot gegn hlutafélagalögum vegna ólög- mætra lánveitinga. Ákært er vegna lána að upphæð samtals um 471 milljón króna til fjárfestingar- félagsins Gaums – sem er fjöl- skyldufyrirtæki Jóns Ásgeirs, Fjárfars – sem var í umsjá Jóns Ásgeirs, og Kristínar Jóhannes- dóttur – systur Jóns Ásgeirs. Þriðji hluti ákærunnar, ákæru- liðir 10 til 16, snúa að meiriháttar bókhaldsbrotum. Þar er Jón Ásgeir ákærður vegna sjö tilvika þar sem hann er sakaður um að hafa rang- fært bókhald Baugs á árunum 2000-2001 með tilhæfulausum færslum sem höfðu áhrif á afkomutölur Baugs, og þar með skapa ranghugmyndir um hag félagsins, sem þá var skráð á markað. Tryggvi Jónsson er ákærður fyrir sömu sakir í sex til- vikum. Að lokum er Jón Gerald ákærður í einum ákærulið fyrir að aðstoða Jón Ásgeir og Tryggva við brot þeirra. Fjórði hluti ákærunnar er ákæruliður 17, en hann snýr að Jóni Ásgeiri og Tryggva. Þeir eru ákærðir fyrir bókhaldsbrot með því að láta líta svo út í bókhaldi Baugs að seld hafi verið úr félag- inu hlutabréf félagsins með bók- fært verð tæplega 331 milljón króna, sem í raun hafi verið flutt á fjárvörslureikning í eigu Baugs í Lúxemborg. Fjárvörslureikningur- inn var meðal annars notaður til að efna kaupréttarsamninga við æðstu stjórnendur Baugs. Í ákæru segir að í bókhaldi Baugs hafi Kaupþing verið sagt kaupandi. Fimmti og síðasti hlutinn er jafnframt sá alvarlegasti, en þar er Tryggvi ákærður fyrir fjárdrátt í ákæruliðum 18 og 19, en Jón Ásgeir ákærður fyrir fjárdrátt í lið 18. Báðir eru ákærðir fyrir fjár- drátt með því að hafa dregið fé úr Baugi til fjárfestingafélagsins Gaums, samtals rúmar 32,2 millj- ónir króna, til að greiða kostnað við eignarhlut og rekstur skemmti- bátsins Thee Viking í Flórída í Bandaríkjunum. Tryggvi er einnig ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða einkaútgjöld sín sem hann stofnaði til með greiðslukorti, samtals 1,3 milljónir króna. Fyrir þær keypti hann meðal annars sláttuvél, og verslaði í tónlistar- og tískuvöruverslunum og á veitinga- stöðum, að því er segir í ákæru. Endurákæra í Baugsmálinu fyrir héraðsdóm í febrúar Nú þegar því sem eftir stóð af upphaflega Baugsmálinu er lokið með sýknudómi beinist athyglin að þeirri ákæru sem eftir stendur. Þar eru þrír menn ákærðir fyrir meðal annars fjárdrátt, brot á hlutafélagalögum og bókhaldsbrot. Allt stefnir í maraþonréttarhöld í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og fram í mars. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON forstjóri Baugs Group hf. Ákærður fyrir: Brot gegn hlutafélagalögum vegna lánveitinga (ákæruliðir 2-9). Meiri háttar bókhaldsbrot til að skapa ranghugmyndir um hag Baugs (ákæruliðir 10-16). Meiri háttar bókhaldsbrot við sölu á hlutabréfum (ákæruliður 17). Fjárdrátt úr Baugi til að fjármagna eignarhlut og rekstur skemmtibátsins Thee Viking (ákæruliður 18). TRYGGVI JÓNSSON fyrrverandi aðstoð- arforstjóri Baugs hf. Ákærður fyrir: Meiri háttar bókhaldsbrot til að skapa ranghugmyndir um hag Baugs (ákæruliðir 11-16). Meiri háttar bókhaldsbrot við sölu á hlutabréfum (ákæruliður 17). Fjárdrátt úr Baugi til að fjármagna eignarhlut og rekstur skemmtibátsins Thee Viking (ákæruliður 18). Fjárdrátt úr Baugi með því að láta fyrirtækið greiða persónu- leg útgjöld (ákæruliður 19). JÓN GERALD SULLENBERGER framkvæmda- stjóri Nordica Inc. Ákærður fyrir: Meiri háttar bókhaldsbrot með því að gefa út tilhæfulausan reikning til að aðstoða Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs (ákæruliður 15). Ákærðir nú: Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Baugur Group muni fara í skaðabótamál við íslenska ríkið vegna áhrifa Baugsmálsins svokallaða á fyrirtækið. Hákon Árnason hæstaréttar- lögmaður segir að hann hafi verið beðinn um að kanna grundvöll málshöfðunar eftir húsleitina hjá Baugi í ágúst 2002, en ákveðið hafi verið að bíða með slíka kröfugerð þar til eftir að endan- legur dómur hafi fallið. Hákon segir talað um kröfur upp á hundruð milljóna eða jafnvel milljarða. Ekkert þak sé á slíkum kröfum samkvæmt lögum. Ekkert þak á upphæð bóta 15% handbolta- afsláttur til 5. febrúar Fataskápar fyrir fötin þín, tilsniðnir eftir máli án aukakostnaðar. www.innval.is Hamraborg 1 Kópavogi s: 554 4011 Opið laugardag Rýmingarsala Fjármálaráðuneytið hafnaði kröfum Ragnars Aðal- steinssonar hæstaréttardómara um frávísun í málum nokkurra umbjóðenda hans í hópi land- eigenda á austanverðu Norður- landi. Árni Mathiesen fjármála- ráðherra hafði sett fram kröfur fyrir hönd ríkisins um að hlutar jarða landeigendanna yrðu gerðar að þjóðlendum. Þetta kemur fram í svarbréfi Andra Árnasonar, hæstaréttarlögmanns og lög- manns fjármálaráðuneytisins, sem hann sendi óbyggðanefnd hinn 23. janúar. Andri segir að kröfum Ragnars hafi verið hafnað vegna formlegra og efnislegra atriða, en í bréfi Ragnars kom fram að kröfugerð fjármálaráðherra samræmdist ekki þjóðlendulögunum og kynni að vera brot á almennum hegn- ingarlögum. Í bréfi Andra segir að hafna beri kröfunum því Ragnar taki ekki fram hvaða jarðir hann eigi við þegar hann krefjist frá- vísunar. Þess vegna sé ekki hægt að túlka frávísunarkröfuna á annan hátt en að hann fari fram á að öllum þjóðlendukröfum ríkis- ins á austanverðu Norðurlandi verði vísað frá. Andri segir að þetta brjóti gegn einni af megin- reglum íslensks stjórnsýsluréttar. Ragnar Aðalsteinsson segist bíða eftir svari óbyggðanefndar við frávísunarkröfunum, því hún muni kveða upp endanlegan úrskurð um frávísunarkröfuna í næstu viku. Hann segir að ef nefndin hafni kröfunni muni hann íhuga, í samráði við umbjóðendur sína, að fá úrskurðinum hnekkt fyrir dómi. Kröfum Ragnars var hafnað Tekur við af rík- islögreglustjóra Almenningssalerni sem leysir af aðstöðuna í Núllinu í Bankastræti gæti verið fundinn staður við þann enda fyrirhugaðs tónlistarhúss sem næst yrði Lækjartorgi. Fleiri staðsetningar eru einnig til skoðunar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur framtíð Núllsins verið óviss eftir að „svört skýrsla“ þar sem aðstaðan fékk „falleinkunn“ var lögð fyrir framkvæmdasvið borgarinnar. Meðal annars eru öryggismál þar vandleyst og aðgengi fyrir fatlaða afar slæmt enda um þröngar og brattar tröppur að fara. Fimm „sjálfvirk“ almenningissalerni á vegum einkafyrirtækisins AFA eru nú í miðborginni. Salernin í nýja Tónlistarhöll Vinstri græn hafa nú næstmest fylgi allra stjórnmála- flokka samkvæmt nýrri könnun tímaritsins Frjálsrar verslunar. Stjórnarflokkarnir halda meiri- hluta á Alþingi. Svarhlutfall var 57 prósent. 570 voru spurðir. Sjálfstæðisflokkur fær lang- mest fylgi eða 38,8 prósent. Næstir koma Vinstri grænir með 20,5 pró- senta fylgi. Þar á eftir mælist Sam- fylkingin með 18,5 prósent, Fram- sóknarflokkurinn með 11,1 prósent og Frjálslyndi flokkurinn með 9,4 prósent. Samkvæmt þessu fengi Sjálfstæðisflokkur 25 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 7 menn. Vinstri græn fengju 13 þingmenn, Samfylking 12 og Frjálslyndi flokk- urinn 6 menn. VG næststærstur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.