Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 12

Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 12
[Hlutabréf] Hagnaður eignarleigufyrirtækis- ins SP-Fjármögnunar nam tæpum 803 milljónum króna árið 2006, sem er 67 prósenta aukn- ing frá fyrra ári. Þetta er besti árangur í sögu félagsins. Hrein- ar vaxtatekjur voru 1.365 millj- ónir króna og hækkuðu um helm- ing á milli ára. Heildareignir SP-Fjármögn- unar voru um 38,5 milljarðar króna í árslok og jukust um 72 prósent, einkum vegna aukinna útlána til viðskiptavina. Vanskil voru 314 milljónir króna í árslok, sem eru aðeins 0,85 prósent af heildarútlánum. Landsbankinn á rúman helm- ingshlut í félaginu, SPV á tæp 32 prósent en auk þess koma þrett- án aðrir hluthafar að félaginu. Methagnaður hjá SP-fjármögnun Viðskiptavinir „Icesave“, sem er innlánaverkefni Landsbankans í Bretlandi, eru komnir í 44 þús- und að sögn Sigurjóns Þ. Árna- sonar, bankastjóra Landsbank- ans. „Icesave“ er sparnaðarform sem er aðeins boðið á netinu. Frá því að bankinn hratt verk- efninu úr vör þann 10. október síðastliðin nema innlánin 1.250 milljónum punda, um 170 millj- örðum króna. Þetta gerir um 1,6 milljarða króna að meðaltali á degi hverjum. Sigurjón segir að fjármögnun vegna „Icesave“ sé nýtt til að fjármagna vöxt bank- ans. Hann segir jafnframt að inn- lánin aukist hröðum skrefum á degi hverjum því um áramótin hafi þau numið 110 milljörðum króna. Innlán vaxa um 1,6 milljarða á dag Viðskiptavinir Icesave orðnir 44 þúsund talsins. Landsbankinn hagnaðist um 40,2 milljarða króna árið 2006, þar af um 14,1 milljarð á fjórða ársfjórð- ungi. Þetta er methagnaður en árið 2005 skilaði bankinn 25 millj- arða hagnaði. Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 36,3 prósentum á árinu. Ekki verður annað sagt en að uppgjör Landsbankans sé gott veganesti inn í uppgjörstímabilið því að afkoman er langt umfram væntingar greiningardeilda, sem höfðu spáð fyrir um rúmlega 7,2 milljarða meðaltalshagnað á síð- asta árfjórðungi. Hlutabréf Landsbankans hækkuðu um rúm þrjú prósent í viðskiptum gærdagsins í yfir níu milljarða króna veltu og kostaði hluturinn 30 krónur. Úrvalsvísi- talan hækkaði um 1,63 prósent og endaði í tæpum sjö þúsund stig- um. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir að stjórnendur bankans séu ánægðir með árangurinn, ekki síst í ljósi neikvæðrar umræðu um íslenska bankakerfið í fyrra. Útlitið fyrir árið 2007 er gott og bendir hann á að álag á skuldabréf Landsbank- ans og annarra bankana hafi lækk- að á síðustu dögum. Var álag á fimm ára skuldabréf Landsbank- ans komið niður í þrjátíu punkta í gær og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun árs 2006. Mikill vöxtur einkenndi bank- ann á síðasta ári og jukust grunn- tekjur til muna. Hreinar vaxta- tekjur voru um 41,5 milljarðar króna og jukust um 80 prósent á milli ára. Hreinar þóknunartekjur námu 28,4 milljörðum sem var 70 prósenta aukning en fjárfestinga- tekjur voru um 19,6 milljarðar og drógust saman um tæp átta pró- sent. Alls voru því hreinar rekstrar- tekjur ársins 89,4 milljarðar og jukust um 47 prósent á milli ára. Sigurjón bendir á að í fyrsta skipti eru tekjur Landsbankans af erlendri starfsemi orðnar meiri en af þeirri innlendu. Sú erlenda skilaði 52 prósentum af hreinum rekstrartekjum samanborið við sautján prósent árið 2005. Rekstrargjöld bankans jukust um 84 prósent og námu alls 38,6 milljörðum. Eignir Landsbankans stóðu í 2.173 milljörðum króna í árslok og höfðu hækkað um tæp 55 pró- sent á milli ára. Eigið fé bankans var komið yfir 144 milljarða. Eiginfjárhlutfall (CAD) samstæð- unnar var 14,8 prósent í lok árs 2006. Sigurjón segir að ef efnahags- reikningur bankans sé skoðaður sjáist miklar breytingar á fjár- mögnun bankans. „Við erum búnir að slíta af okkur bönd þeirra tak- markana sem voru sett á íslenska bankakerfið með breyttu aðgengi- að fjármálamörkuðum á síðasta ári.“ Innlán jukust um 104 pró- sent á árinu og voru um 47,5 pró- sent af útlánum bankans í lok árs, samanborið við 34 prósent í mars í fyrra. Landsbankinn hagnaðist um fjórtán milljarða á síðasta ársfjórðungi. Tekjur utanlands eru í fyrsta skipti orðnar meiri en innanlands. Hreinar rekstrartekjur hækkuðu um 47 prósent á milli ára og innlán tvöfölduðust. Peningaskápurinn ... Actavis hefur hug á að kaupa sam- heitalyfjahluta lyfjafyrirtækisins Merck KGaA. Merck hefur lýst því yfir að samheitalyfjahluti þess sé til sölu. Söluverð hefur ekki verið gefið upp en í erlendum fjölmiðlum hefur upphæðin fjórir til fimm milljarðar evra verið nefnd. Það samsvarar 360 til 450 milljörðum króna. Til samanburðar greiddi bandaríski lyfjarisinn Barr um 2,5 milljarða dala fyrir króatíska sam- heitalyfjafyrirtækið Pliva, sem Actavis missti af í yfirtökubaráttu í fyrrahaust. Það nemur um 175 milljörðum króna. Að sögn Róberts Wessman, for- stjóra Actavis, hefur fjármögnun í verkið þegar verið tryggð með aðkomu þriggja leiðandi alþjóð- legra banka. Gangi kaupin eftir verður Actavis þriðja stærsta fyr- irtæki heims á sviði samheitalyfja með fimm prósenta markaðshlut- deild. Sameiginleg velta fyrir árið 2006 er um 3,2 milljarðar evra, um 290 milljarðar króna. Til saman- burðar var velta Actavis á síðasta ári 1,4 milljarðar evra, um 126 milljarðar króna. „Nái yfirtakan fram að ganga munum við ná fram gríðarlegum samlegðaráhrifum. Merck hefur mjög sterka stöðu á svæðum sem við höfum haft litla eða enga starfsemi á, til dæmis í Suður-Evrópu og Ástralíu,“ segir hann. Líklegt er að baráttan um Merck verði háð milli fárra öfl- ugra lyfjafyrirtækja. Indverska samheitalyfjafyrirtækið Ranbaxy hefur þegar lýst yfir áhuga sínum á fyrirtækinu. Róbert telur að ákvörðanataka verði hröð í mál- inu. Gera megi ráð fyrir að salan verði frágengin fyrir maílok á þessu ári. Actavis undirbýr næsta yfirtökuslag Kynntu þér málið í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöll sem er frá 5. til 27. febrúar. Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur og fer fram á mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Dagskráin er á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is undir hnappi Stjórnmálaskólans. Skráning og nánari upplýsingar í síma 515 1777/515 1700, einnig á netfangi disa@xd.is Um hvað snúast stjórnmál? Valhöll Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is • borgarmálin • listina að hafa áhrif • flokksstarfið • menntun og menningarmál • velferðarmál • ferða- og samgöngumál • efnahagsmál • umhverfismál • utanríkismál • sjávarútvegsmál • landbúnaðarmál • stjórnskipan og stjórnsýslu • greina- og fréttaskrif • Sjálfstæðisflokkinn • starfshættir Alþingis Fyrirlestrar og umræður um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.