Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 43
Kanadíska leikkonan Sandra
Oh klæðist gjarnan flíkum í
djörfum litum.
Sandra Oh, sem leikur hina
skemmtilegu Christinu í þáttun-
um Grey´s Anatomy, sló í gegn á
síðustu Golden Globe-verðlauna-
hátíð þegar hún mætti í einstak-
lega fallegum síðkjól frá Calvin
Klein og var í kjölfarið kosin ein
besta klædda stjarnan á hátíðinni.
Ekki kom það mikið á óvart þar
sem stúlkan er almennt mjög
smekkleg og slær aldrei feilnótu í
fatavali þegar hún lætur sjá sig á
opinberum vettvangi. Hún hikar
ekki við að nota sterka liti og
munstur og virðist nánast hvað
sem er klæða hana vel eins og sjá
má á þessum myndum.
Slær ekki feil-
nótu í fatavali
G-Star er í mikilli sókn. Fyrirtækið opnar átta
nýjar verslanir í Bandaríkjunum á
næsta ári.
G-Star er hollenskt tískufyrirtæki sem
Íslendingar ættu að þekkja en á síðasta
ári opnaði það verslun hérlendis. Á næsta
ári ætlar fyrirtækið að taka tískuheim-
inn með trompi en þá verða opnaðar sex-
tíu nýjar verslanir víðs vegar um heim-
inn. Það er stórt skref því nú rekur
fyrirtækið 73 verslanir og er þetta því
mikil stækkun.
Átta nýju verslananna verða í
Bandaríkjunum, meðal annars við
Union-torg í New York. Samkvæmt
Deepak Gayadin, sölustjóra G-Star í
Norður-Ameríku, eru Bandaríkin og
Japan lykilmarkaðir ef fyrirtæki ætla
sér stóra hluti í tískuheiminum. Þess
vegna líti G-Star til Bandaríkjanna.
Hann segir enn fremur að til að
byrja með verði aðaláherslan lögð á
kvenfatnað, sem er öfugt við áhersl-
una á herrafatnað á heimamarkaði.
Innrásin byrjar í febrúar en þá
mun G-Star sýna nýja línu á tísku-
sýningu í New York. Áætlað er að
fyrirtækið muni selja föt fyrir
um sextíu milljónir dollara árið
2007, sem er fjörutíu prósenta
aukning frá síðasta ári. Gayadin
neitaði þó að gefa upp nokkuð
um markmið fyrirtækisins.
G-Star leitar til Ameríku
Útsalan er í fullu
m
gangi í Frönskub
úðinni
50 %
Allar útsöluvöru
r
með
afslætti
DETOX
Hreinsar líkama og húð
Lagar magann
Hreinsar út aukaefni
og þungmálma
Fæst í Heilsubúðum og Lyfjaval