Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 58

Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 58
12 „Það má segja að ég sé yfir mig ást- fangin af nýja blandaranum og hann væri hinn fullkomni sambýlingur ef hægt væri að tala við hann,“ segir Edda hress í bragði og tekur til við að lýsa hinum fjölmörgu kostum þessa frábæra blandara. „Aðalmálið er náttúrlega hinn mikilvægi morgunverður, en þar reyni ég að nota hugmyndaflugið eins og ég mögulega get. Ég set ýmist alls konar djús, epli, perur og banana í blandarann eða djús, hrísmjólk, möndlumjólk og fullt af exótískum, frosnum ávöxtum eins og melónu- kúlum, mandarínubátum, mangó og papaya,“ segir leikkonan og bætir því við að fyrir þá sem vilja sæta drykk- inn sé hægt að nota til þess ananas og banana og svo er algjör galdur að setja tvær til þrjár döðlur stundum út í drykkinn. „Það er um að gera að hafa fjölbreytni í þessu svo maður fái ekki leið á morgunsjeiknum – enda eru til svo margar tegundir af djús og frosnum berjum.“ Edda notar eins mikið lífrænt og hún getur því hún vill reyna að úti- loka skordýraeitur og áburðareitur úr mataræðinu. „Ég held að þessi auka- efni séu að drepa mannkynið auk eitraða sykursins og vondu fitunn- ar,“ segir Edda. „Morgunmaturinn er náttúru- lega mikilvægastur í heimi en það er líka hægt að gera litlar spelt- bollur, sem blandarinn hnoðar fyrir mann,“ segir Edda en henni finnst líka alveg geggjað að geta búið til grænmetissafa úr öllu grænmeti án þess að nokkuð hrat verði afgangs. „Síðan fór ég að horfa á geisla- diskinn sem fylgdi með blandaran- um og komst þá að því að það er hægt að nota hann til að gera heita súpu. Ég náttúrulega prófaði það og þetta var bara engin lygi að það er hægt að gera sjóðandi heita græn- metissúpu ef maður stillir blandar- ann rétt,“ segir Edda ánægð. Það er heilmikið fram undan hjá Eddu fyrir utan meistaranámið í Háskólanum á Bifröst. „Fyrstu helg- ina í febrúar er ég með sjálfsstyrk- ingarnámskeið fyrir konur í Egilshöll á vegum Heilsuakademíunnar. Sjötta febrúar verð ég síðan með opið nám- skeið fyrir þá sem vilja læra að tala fyrir framan fólk af öryggi en það er hjá Þekkingarmiðlun. Þrettánda febrúar verð ég með fyrirlestur hjá Maður lifandi sem heitir Ertu andlegt og líkamlegt eiturefnaúrgangsrusla- skrímsli?“ Að auki er eilífðarverkefnið Alveg brilliant skilnaður náttúrulega enn á fjölunum í Borgarleikhúsinu – að vísu allra síðustu sýningar núna – þannig að það er fjörugur febrúar fram undan hjá Eddu. sigridurh@frettabladid.is Ástfangin af blandaranum Leikkonan síkáta, Edda Björgvinsdóttir, er himinsæl með nýju heimilisgræjuna sína, blandarann. Í honum er hægt að gera ótrúlegustu hluti en mikilvægastur er blandarinn þegar Edda gerir hollustumorgunverðinn sinn. SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · WWW.RAFVER.IS gel-arnar ...enginn reykháfur Einnig til fyrir rafmagn! Viður eða gler Ýmsir litir í boði Auðveld uppsetning Hægt að staðsetja nánast hvar sem er Lyktarlaus bruni { heimilið }
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.