Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 60

Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 60
14 Kristín tók á móti blaðamanni á nýju heimili sínu í Kórahverfinu í Kópavogi og bauð upp á dýrindis vöfflur og kaffi. Heimili Kristínar er í senn smekklegt og hlýlegt og ljóst er að þar býr mikill fagurkeri með gott auga fyrir smáatriðum. Hún vill ekki hafa of mikið af hlutum í kringum sig og hefur fremur stíl- hreinan smekk en heimili hennar hefur þó rómantískt yfirbragð. Kristín endurnýtir gamla hluti og hefur gaman af hlutum með sögu. Hún flutti í Kórahverfið í ágúst síðastliðnum eftir að hafa búið í nokkur ár í miðbæ Reykjavíkur. Það voru vissulega viðbrigði bæði hvað varðar staðsetningu og breyt- inguna við að flytja í nýbyggingu. Báðir staðirnir hafa sinn sjarma en eru afar ólíkir. „Þegar maður flytur í nýja íbúð þá tekur alltaf svolítinn tíma að koma sér fyrir og finna út hvað hæfir svona nýjum híbýlum. Maður þarf að búa til stíl sem hent- ar íbúðinni og í rauninni að fá and- ann í henni til að lifna við. Þetta er glæný íbúð þannig að maður finnur ekki fyrir liðnum tíma eins og í gömlum íbúðum og þarf maður því að skapa þann anda sjálfur og það gerist svona smám saman,“ segir Kristín. Hún segir enn vera margt eftir en þetta sé smátt og smátt að raðast saman og einhver mynd að komast á íbúðina. „Mér finnst gott að gera þetta hægt og rólega. Bæði kostar mikið að standa í framkvæmdum og síðan er gott að melta hlutina.“ Stíllinn í íbúðinni er blanda af nýju og gömlu. Innréttingar eru að sjálfsögðu allar nýjar og sum húsgögnin líka, en þetta eru að mestu leyti gömul húsgögn sem Kristín hefur annað hvort fengið gefins í gegnum foreldra sína eða keypt og gert upp. Má þar til dæmis nefna eldhússtólana og borðstofu- húsgögnin. Kristín hefur mjög gaman af að kaupa eitthvað fyrir heimilið og að skoða sniðuga hluti, ekki síst þegar hún ferðast erlendis. Fallegir og sniðugir hlutir með notagildi heilla Kaffiboð í Kórahverfi Kristín Bergsdóttir hjúkrunarfræðingur býr í glænýrri íbúð á Vatnsenda í Kópavogi. { heimilið }
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.