Fréttablaðið - 27.01.2007, Síða 80
Þ
egar brandari mis-
heppnast eru einkum
tvö atriði sem skipta
máli. Annars vegar
að brandarinn sé
hreinlega fyrir neðan
allar hellur, feli í sér einskæran
dónaskap og minna af óvæntum
og skondnum vendingum og/eða
að vísanir eru of langsóttar. Eða
þá að tilheyrendur eru með ein-
dæmum móðgunargjarnir og/eða
vilji alls ekki skilja grínið – sjái
sér jafnvel hag í að skilja það
ekki. Virðist móðgunargirnin
stækari þegar menn móðgast
fyrir hönd annarra. Þannig hefur
borgarfulltrúinn Björn Ingi
Hrafnsson farið hamförum á net-
inu að undanförnu í fordæmingu
sinni á brandara sem vinstri
mennirnir á vefritinu Múrinn,
þeirra á meðal varaformaður VG
Katrín Jakobsdóttir, létu falla í
sínu árlega áramótauppgjöri.
Össur Skarphéðinsson alþingis-
maður hefur einnig fordæmt
grínið. Múrverjar tilnefndu meðal
annars bók ársins: „Minnislausa
stúlkan frá Stokkseyri. Margrét
Frímannsdóttir heimfærir endur-
minningar Thelmu Ásdísardóttur
upp á sjálfa sig.“ Meðan hins
vegar Margrét Frímannsdóttir
sjálf, í samtali við Fréttablaðið,
sagði einungis: „Æji, greyin.“
Múrverjar hafa hins vegar nauð-
beygðir, því aldrei hefur þótt góð
latína að útskýra brandara sína,
sagt að þarna sé verið að hæðast
að því sem segir í ritdómi Jóns
Baldvins Hannibalssonar í Mogg-
anum að samskiptamátinn í gamla
Alþýðubandalaginu hafi verið í
ætt við heimilisofbeldi.
Gamalgróinn Múrverji er Stefán
Pálsson sagnfræðingur sem
reyndar tekur fram að hann hefur
ekki setið í ritstjórn vefritsins
vegna anna í tvö ár.
„Nei, ég ætla að njóta þess að
þvo hendur mínar af þessum
brandara. En það er alþekkt að
stundum klikka djókar. Það versta
sem þú gerir brandarakarlinum er
að neyða hann til að útskýra djók-
inn. Og alltaf skulu einhverjir
verða til að misskilja kaldhæðn-
ina,“ segir Stefán. Er þá ýmist að
sá misskilningur er vísvitandi eða
langar leiðslur ráði. Oft með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Stefán nefnir sem dæmi þegar
Ronald Reagan gerði árið 1984
Born in the USA, lag Bruce
Springsteen, að einkennislagi
kosningabaráttu sinnar. „Þetta átti
að vera reitt róttæklingalag en
Reagan ákvað að gera þetta gríp-
andi lag að sínu. Bruce þurfti held
ég að fara fyrir dómstóla til að
stoppa það af. Annað dæmi er þar
sem Michael Douglas segir sem
Gordon Gekko í kvikmyndinni
Wall Street (1987) að græðgi sé
góð. Þetta átti að vera ægileg írónía
um hvað upparnir væru orðnir
firrtir og svona. En þetta pikkuðu
menn upp og töldu góða málsvörn
fyrir verðbréfadrengi sem settu
ummælin á boli og voru bara
kátir,“ segir Stefán sem reyndist
hafsjór af dæmum um misheppn-
aða brandara og/eða þá sem reynd-
ust móðgandi.
Einkum verður grínið tvíbent í
munni stjórnmálamanna. Og
óneitanlega læðist þá að mönnum
sá grunur að pólitískir andstæð-
ingar beini kíkinum að blinda
auganu þegar skopið er annars
vegar en brigsli mönnum þess í
stað um skítlegt eðli. Reyndar er
Davíð Oddsson, nú seðlabanka-
stjóri, alveg sér á parti þegar
íslenskir stjórnmálamenn eru
annars vegar. Honum hefur verið
hrósað fyrir góðan húmor og
beittan. Og hefur komist upp með
skálkslegri ummæli en flestir í
krafti þess. En stundum fer jafn-
vel húmoristinn Davíð fram úr
sér, Valhöll kannski hlær, en svo
er ekki um alla þegar ósmekkleg-
heitin þykja keyra úr hófi fram.
Þannig ofbauð fulltrúum Kvenna-
listans í borgarstjórn árið 1985
þegar Davíð sem borgarstjóri var
að veita verðlaun í einhverri
fegurðarsamkeppni og sagði eitt-
hvað á þá leið að skemmtilegra
væri nú ef konurnar í pólitíkinni
væru eins fagrar og við þetta
tækifæri. Kvennalistakonur
mættu æfar á borgarstjórnarfund
með borða í mótmælaskyni þar
sem á stóð til dæmis „Ungfrú
spök“ og „Ungfrú meðfærileg“.
Fjölmörg dæmi má reyndar
nefna í tengslum við ummæli
Davíðs sem hafa farið fyrir
brjóstið á mönnum. En dæmi um
einhvern afdrifaríkasta brandar-
ann er reyndar sá þegar Davíð
Oddsson var hinum megin borðs-
ins og Hreinn Loftsson, stjórnar-
formaður Baugs, var í hlutverki
djókarans. Enn á eftir að sjá fyrir
endann á brandaranum þeim sem
féll í London í janúar 2002, þess
efnis að Davíð ætti nú bara að
þiggja þrjú hundruð milljónir og
láta Baug vera.
Egill Helgason sjónvarpsmaður er
sérfróður um feril Davíðs og segir
hann hafi mátt segja eitt og annað
sem annar ekki má. Og gert það á
skemmtilegan hátt.
„En á endanum var helmingur
þjóðarinnar farinn að hata hann
eins og pestina. Hann gerði svo
lítið úr mörgum með sínum
athugasemdum. En lífið væri
kannski skemmtilegra ef fleiri
leyfðu sér að tala svona.“
Arftaki Davíðs er ekki í sjón-
máli, kannski síst í Sjálfstæðis-
flokknum. Og er skemmst að
minnast ummæla Geirs H. Haarde
forsætisráðherra frá í fyrra, um
varnarmálin, að ekki færi maður
alltaf heim með sætustu stelpuna
af ballinu en kannski einhverja
sem gerði sama gagn.
„Já, Geir hefur ekki þennan
rétta tón,“ segir Egill. „En við
erum náttúrlega með marga
stjórnmálamenn sem hafa aldrei
og munu aldrei segja neitt eftir-
minnilegt. Og Geir er líklega í
þeim flokki. Þegar hann segir eitt-
hvað svona virkar það bara þumb-
aralegt. En þegar Davíð segir
þetta virkar það snjallt. Hann
hafði líka einhvern einstakan sans
fyrir tímasetningum.“
Annar ráðherra Sjálfstæðis-
manna hefur farið flatt á gaman-
seminni en það er Árni Mathiesen
fjármálaráðherra. DV sló því upp
í mars 2005 að Salvör Gissurar-
dóttir lektor við Kennaraháskól-
ann sakaði hann um kvenfyrirlitn-
ingu í kjölfar brandara sem Árni
lét falla í hófi um nunnur í klaustri
og samskipti þeirra við hina ýmsu
heri: ítalska, þýska og bandaríska.
Í fréttinni iðraðist Árni sáran og
sagðist taka fullt tillit til sjónar-
miða Salvarar.
Egill segir að við sumu megi
alls ekki snerta þegar móðgunar-
girnin er annars vegar. „Það datt
upp úr mér að sumir væru að
svindla á örorkubótum. Og allt
varð vitlaust. Það var algert tabú.
Þetta eru öryrkjar, hommar og
konur. Ég hef lent upp á kant við
öryrkjana og konurnar og það er
ekkert grín,“ segir Egill.
En ekki er það svo að stjórnmála-
mennirnir einir sitji í súpunni
þegar misskilið grín og rangtúlkað
er annars vegar. Látið fagmennina
um grínið er sagt en atvinnu-
grínarar fá engu að síður oft að
kenna á vendi móðgunargirninnar
eins og dæmin sanna. Gott dæmi
um grín sem fór úr böndunum eru
vitaskuld skopteikningarnar í
Jyllands-Posten frá síðasta ári.
Múslimir móðguðust og danska
þjóðin öll átti undir högg að sækja
eins og flestir líklega muna.
Og árið 2003 sá grínarinn Jón
Gnarr sig tilknúinn að rita bréf í
Moggann sem hófst svona.
„Ég skrifa þetta bréf vegna
þeirrar leiðinlegu umræðu sem
hefur farið af stað eftir að ég hóf
að flytja útvarpsleikritið Óli litli í
útvarpsþætti mínum á Muzik 88,5.
Þá reis upp ungur jafnaðarmaður,
Ómar R. Valdimarsson, og skrif-
aði grein um mig á vefinn pólitík.
is undir fyrirsögninni, „Finnst
Jóni Gnarr í lagi að misnota börn?“
Greininni lýkur á þessum orðum:
„Reyndar fannst mér þáttur
Jóns svo ófyndinn að ég ákvað að
senda yfirvöldum bréf um málið.
Það verður fróðlegt að heyra hvort
að embætti ríkislögreglustjóra,
félagsmálaráðuneytinu, Barna-
verndarstofu, Umboðsmanni
barna og útvarpsréttarnefnd þyki
Jón jafn fyndinn og til stóð.“
Ofboðslega hlýtur maður að
þurfa að vera forpokaður og þurr
til að skrifa svona bréf og komast
að svona húmorslausri og smá-
borgaralegri niðurstöðu,“ skrifaði
Jón sár og svekktur.
Jón hefur reyndar oft komist í
hann krappann vegna gríns síns
og nú síðast vegna framgöngu
sinnar í áramótaskaupinu en allar
símalínur á útvarpsstöðinni Sögu
voru logandi þar sem reiðum
útvarpshlustendum þótti afnota-
gjöldum sínum illa varið í að borga
manni fyrir að kalla hjólastóla-
konu aumingja.
Og jafnvel Spaugstofan, sem er
ekki þekkt fyrir að vera með
umdeild atriði, lenti í frægum
málum þegar farið var fram á
opinbera rannsókn á páskaþætti
þeirra 1997. Hallvarður Einvarðs-
son ríkissaksóknari fól Rannsóknar-
lögreglu ríkisins málið. Þátturinn
olli hneykslan meðal klerka og
herra Ólafs Skúlasonar biskups,
sem töldu þar guðlast á ferðinni.
Ekki fór þó svo að Spaugstofu-
menn yrðu kærðir en það fór ekki
svo vel fyrir Úlfari Þormóðssyni
sem stóð fyrir útgáfu Spegilsins.
Hann var dæmdur fyrir guðlast
og klám árið 1984 sem átti að hafa
birst í blaðinu.
Þá má að endingu nefna mann
sem heitir Eiríkur Jónsson og er
blaðamaður. Absúrd húmor Eiríks
hefur komið honum og samstarfs-
mönnum hans í bobba. Þannig var
tímaritið Hér og nú dæmt til að
greiða Bubba Morthens skaðabæt-
ur í Héraði fyrir að hafa flaggað
fyrirsögninni „Bubbi fallinn“.
Eiríkur lét þau orð falla í kjölfar
umræðu að þetta væri absúrd
húmor. Var þar vísað til reykinga
en dómarinn túlkaði það sem svo að
þarna hlytu menn að vera að tala
um dópneyslu kóngsins?! Það mál
bíður meðferðar Hæstaréttar.
Þeim þótti gamanið grátt
Þannig er með klisjur að þær fela oftast í sér sannleik. „Látið fagmennina um grínið“ er ein slík og hún átti vel við í ársbyrjun
þegar allt logaði í leiðindum eftir að vinstri mennirnir á vefritinu Múrinn voru með sitt hefðbundna áramótagrín. Þeir þóttu
fara langt yfir strikið. En vissulega eru fleiri dæmi um að menn hafi móðgast við langsóttan brandara eins og Jakob Bjarnar
Grétarsson rifjar hér upp.