Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 82

Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 82
Á síðasta fjórðungi 19. aldar héldu margir Íslendingar til Vesturheims til að hefja nýtt líf sökum erfiðra lífs- skilyrða hér á landi. Fyrsta hóp- ferðin var farin þangað 1873 og um 1914 lögðust þær nær alveg af og Vestur-Íslendingar einangruð- ust um 60 ára skeið þar sem lítil samskipti voru við gamla landið. Einangrunin í Kanada varð til þess að vesturíslenskan þróaðist án aðhalds frá skólum eða stofnunum og úr varð mállýska sem ekki hafði verið gefinn mikill gaumur fyrr en Birna hóf að skoða hana og endaði á að skrifa doktorsritgerð um árið 1986. Nú hefur afrakstur doktorsverkefnisins, North Amer- ican Icelandic: The Life of a Language, litið dagsins ljós í bókarformi, í uppfærðri og endur- skrifaðri útgáfu og segir Birna okkur geta dregið mikinn lærdóm af því hve auðveldlega Íslending- ar aðlöguðust aðstæðum í vestri, sem og nýju tungumáli, auk þess að viðhalda sínu eigin tungumáli og menningu. Þá sérstaklega hvernig við sjálf tökum á móti inn- flytjendum og hvernig við getum bætt stöðu þeirra í okkar litla og þrönga samfélagi. Sjálf er Birna fæddur og uppalinn Keflvíkingur. Eftir námssetu í Menntaskólanum á Laugarvatni átti hún stutt stopp í ensku en þaðan lá leiðin í málvísindin og útskrifað- ist hún með doktorspróf í almenn- um málvísindum frá Háskólanum í Texas árið 1990. En hvernig kom það til að hún fór að rannsaka vesturíslenskuna? „Áhuginn kvikn- aði þegar ég var úti í Texas í námi en þá sendi móðir mín mér grein eftir Harald Bessason, sem lengi var prófessor í Kanada, þar sem hann talaði um vesturíslenskuna og sagði að það yrði hreinlega að gera rannsóknir á þessari mállýsku, þeirri einu sem töluð var utan Íslands. Það varð úr að ég hafði samband við Harald og hélt svo til Kanada, til Manitóba og lagði upp með það að gera smá verkefni úr þeirri heimsókn „en það eru nokk- ur slík verkefni sem maður þarf að gera áður en hafist er handa við að skrifa doktorsritgerð. Svo var þetta einfaldlega svo ofboðslega spenn- andi og margt að skoða að rann- sóknin endaði sem doktorsritgerð.“ Birna hóf rannsókn sína árið 1986, en þá var gamla vesturíslenskan í fullu fjöri og þó nokkuð margir sem töluðu hana. Birna segir það hafa verið algert ævintýri að hitta bræð- ur okkar í Kanada og heyra gömlu vesturíslenskuna talaða. „Það var einfaldlega magnað. Íslenskan í Kanada hefur lifað lengur en lang- flest innflytjendamál, en það er yfirleitt talað um að meðal innflytj- enda séu það tvær til þrjár kynslóð- ir sem viðhaldi gamla málinu og nú hefur ný rannsókn litið dagsins ljós í Kaliforníu sem sýnir fram á að það sé jafnvel bara einn og hálfur ættliður sem viðhaldi því. Í Kanada hefur íslenskan aftur á móti lifað fram í fjórðu kynslóð og ég held að það megi þakka að miklu leyti þeirri miklu tengingu sem var milli menningar og tungumáls í íslensk- unni. Það er að segja: menningin var tungumálið og tungumálið menningin. Í innflytjendabyggðum á sléttum Kanada var mikið um íslenska bóka- og blaðaútgáfu og segja má að almennt hafi fólk verið læst og börnin talandi og læs á íslensku áður en þau komu í skól- ana.“ Birna segir læsi og kunnáttu innflytjendanna á móðurmálinu hafa haft úrslitaáhrif á það hve vel Íslendingunum gekk að aðlagast nýju heimkynnunum en eftir að komið var í skólana héldu þeir áfram að lesa og tala íslensku með- fram enskunni. Viðhorf fólksins gagnvart því að tala og lesa jöfnum höndum íslensku og ensku var mjög jákvætt og segir hún að þetta jákvæða viðhorf þeirri til þeirra eigin tvítyngis hafi líka eflt sjálfs- traustið og hjálpað þeim að aðlagast vel. Þannig hafi það ekki þótt neitt tiltökumál þó að nágranninn héti Jón Jónsson meðal Íslendinga en svo John Smith meðal innfæddra. „Ég var svo heppin að hafa einn þekktasta félagsmálfræðing heims, Peter Trudgill, í doktorsnefndinni minni og leiðbeinandinn minn var sömuleiðis vel þekktur og þeir og Haraldur Bessason hvöttu mig til að skoða mállýskuna aðallega út frá flámæli.“ Flámæli er það er þegar samruni verður á, i og e annars vegar og ö og u hins vegar og hljóðin fara að hljóma eins. Þannig hljóma til dæmis orðin flug- ur og flögur eins, og skyr og sker eins þar sem flámæli er til staðar en í ljós kom að flámæli er mjög áberandi í máli Vestur-Íslendinga. „Ég valdi flámælið því hér á landi var flámælið formlega tekið fyrir og útrýmt í skólum landsins á fyrri hluta 20. aldar. Það er afar sjald- gæft í málsögunni að yfirvöldum hafi tekist að koma í veg fyrir að því er virðist eðlilegar málbreyt- ingar eða málflökt. Úti í Kanada fréttu þeir ekki af því að flámælið væri vont og ljótt og þar var flá- mælið mjög algengt og þá sérstak- lega meðal yngra fólks. Þar sem engin öfl eru til staðar til að við- halda málinu og veita því aðhald ýtir það undir svona málbreytingar og þær fá að vaxa óáreittar. Flámælið getur síðan haft áhrif á önnur málfræðiatriði eins og beyg- ingar.“ Vesturíslenskan hefur þá jafnvel verið paradís fyrir málvís- indamenn til að skoða hvernig íslenskan hefði getað orðið og getur jafnvel orðið? „Já, nákvæmlega. Það er einmitt það sem ég hef verið að benda á núna síðustu árin í fyrir- lestrum og í bókinni, en þarna lifir íslenskan í nánu samneyti við enskuna og af þeirri reynslu má hugsanlega sjá hvernig enskan getur farið að hafa áhrif á íslensk- una hér og er þegar byrjuð. “ „Skemmtilegt er að skoða hvernig íslenskan getur hugsanlega farið að breytast á tímum umhverfis þar sem enskan flæðir alls staðar að „ frá útvarpi, sjónvarpi, netinu og fleiri stöðum í samhengi við það hvernig íslenskan breyttist í Vesturheimi. En það verður jafn- framt að leggja áherslu á það að í dag eru aðstæðurnar allt aðrar. Vesturíslenskan eins og hún var þegar ég skoðaði hana er að deyja út og þeir sem núna tala íslensku í Kanada er mikið til ungt fólk sem hefur lært hana aftur og lært hana þá sem erlent mál. Það fólk er í miklu meiri samskiptum við Íslendinga en ömmur þeirra og afar voru, bæði hvað varðar heim- sóknir fram og til baka og svo samskipti í gegnum síma og tölvur. Vegna þessara miklu samskipta talar þessi kynslóð íslensku sem er líkari íslenskunni sem við tölum en gömlu vesturíslenskunni.“ Gekk það snurðulaust að tala við Vestur-Íslendingana? „Ég var mjög meðvituð í byrjun að gera þetta nú allt rétt og hlusta á fram- burðinn og til að fá hann sem eðli- legastan fékk ég fólkið til að segja mér skemmtilegar sögur af mæðrum sínum, feðrum, ömmum og öfum. Það var ótrúlega gaman að sjá hve sterk íslensk einkenni þetta fólk hafði eftir allan þennan tíma. Hvergi komstu nema vera spurður að séríslenskum sið hverra manna þú værir og það var ótrúlegt hve hlýjar tilfinningar allir báru til gamla landsins þótt fæstir hefðu jafnvel komið til Íslands.“ Á hverju heimili var boðið upp á rótsterkt kaffi að íslenskum sið, en á þessum árum, fyrir tilkomu Starbucks og slíkra staða, var norðuramerískt kaffi næfurþunnt. „Ég dreg fram heil- mörg dæmi í bókinni um mállýsk- una sem varð til í Kanada og kalla eftir frekari rannsóknum en stærsti munurinn á doktorsrit- gerðinni sem ég gerði árið 1986 og svo bókinni sem kemur út nú er að í henni tala ég meira um hvernig tungumál verða til, hvernig þau deyja út og einnig er þetta meiri heildarsýn á það hvernig fólk verður tvítyngt, aðlagast nýju tungumáli og hvers vegna það hættir svo að nota gamla málið. Langflestum Íslendingum gekk vel að aðlagast í Kanada og ég er sannfærð eftir þessar rannsóknir að það sé ekki síst því að þakka að þeir voru læsir á móðurmál sitt. Sé þetta heimfært á innflytjendur, sérstaklega ung börn, sem koma hingað til lands í dag má einnig sjá að þeim gengur langbest að aðlag- ast sem læra að lesa á móðurmál- inu og viðhalda tungumáli sínu og menningu.“ Frá því að Birna flutti hingað heim hefur hún unnið mikið að málefnum nýbúa hvað varðar kennslu tungumálsins og einnig hefur hún stýrt þróun vefforrits- ins Icelandic Online www.ice- landic.hi.is en um 11.000 manns alls staðar að úr heiminum nýta sér þar íslenskukennslu í hverj- um mánuði og Birna tekur fús- lega undir það að það virðist vera afar svalt og smart að læra íslensku um þessar mundir. „Já, og bara allt tíð. Við fengum tölvu- póst frá hollenskri hljómsveit sem bað okkur um að þýða Sigur Rósar texta fyrir sig og svo fékk ég póst frá brasilískum lækni sem vildi læra íslensku því sonur hans horfir á Latabæjarþættina í Bras- ilíu.“ Birna veitti kennaradeild í nýbúafræðslu forstöðu þau 12 ár sem hún dvaldi í New Hampshire og vann mikið með fylkisstjórn- inni og ýmsum bæjum og veitti þeim ráðgjöf um það hvernig taka skuli á móti innflytjendum. Hún hefur því margt til málanna að leggja varðandi aðstæður hér- lendis og hvernig við getum einnig nýtt okkur reynslu Vestur- Íslendinga í því að hjálpa innflytjendum að aðlagast hér. „Ég vissi það áður en ég kom að þetta snýst ekki bara um það að fólki gangi illa hér af því að það tali ekki tungumálið. Fólki geng- ur illa af því að menningin fer ekki saman, truflun verður á lestrarnámi og námi almennt meðan börnin læra íslensku, sem er erfitt að ná upp, og innflytj- endur hafa ekki aðgang að tungu- málinu og samfélaginu í heild og því sem það hefur upp á að bjóða. Tvítyngið og læsið gaf Vestur- Íslendingum forskot sem og tengsl þeirra við gömlu menning- una sína. Ég held að það sé nauð- synlegt að leyfa fólki að vera tví- tyngt og hvetja það til að viðhalda gamla tungumálinu og menning- unni og meta framlag innflytj- enda að verðleikum. Ef menn eru ánægðir með sitt og sína fyrri menningu verður það til þess að þeir aðlagast samfélaginu betur og ég held að nú höfum við tæki- færi til að læra af reynslu annars staðar frá og það væri hreinlega fáránlegt að gera það ekki.“ Aðlögunarhæfni sem læra má af Umræðan um útlendinga hefur náð nýjum hæðum á Íslandi. En eitt virðist hafa gleymst í samtalinu milli ólíkra menningarhópa „að eitt sinn voru Íslendingar í svipuðum sporum í Vesturheimi, þar sem þeir þurftu að aðlagast framandi tungumáli og nýjum menningarháttum“. Júlía Margrét Alexandersdóttir settist niður með Dr. Birnu Arnbjörnsdóttur, dósent við Háskóla Íslands, og komst að því að við getum lært margt af reynslu Vestur-Íslendinga. Íslenskan í Kanada hefur lifað lengur en langflest innflytj- endamál en það er yfirleitt talað um að meðal innflytjenda séu það tvær til þrjár kynslóðir sem viðhaldi gamla málinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.