Fréttablaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 110
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta var þarna inni meira í gríni heldur en alvöru,“ segir Magnús Ragnarsson, eini Íslendingurinn sem skráður er hermaður í síma- skránni. Nú þegar Bandaríkjaher hefur kvatt Suðurnesin stendur Magnús einn eftir í hermannastétt- inni. Og hillir undir lok þessa starfs- heitis. „Ég ætla að taka þetta út á næstu dögum enda hættur allri her- mennsku,“ bætir hann við. „Er búinn með mína skyldu,“ segir Magnús. Magnús fór í herskóla í Sviss og er á heimasíðu sinni sagður hafa titilinn „fyrsti óbreytti“ hjá MP, eða herlögreglu. Magnús fór reyndar aldrei á nein átakasvæði heldur var alla sína hermannstíð í Sviss. Eftir dvöl sína þar starfaði hann um stundarsakir í hlutastarfi sem dyravörður á Hverfisbarnum og hjá auglýsingafyrirtækinu Memo. Nú hafa vopnin hins vegar verið kvödd og Magnús snúið sér að friðsamlegri iðju. Hann er sest- ur á skólabekk en vildi ógjarnan gefa upp hvað hann væri að læra og hvar. „Er samt ekki í lífvarða- skóla,“ bætir hann við. Íslenskur hermaður leggur niður vopn „Seint um kvöldið setti ég upp iPod-inn og skokkaði litla Nes- hringinn með Eminem í eyrunum,“ skrifar Siv Friðleifsdóttir heil- brigðisráðherra á mjög persónu- lega og skemmtilega vefsíðu sína. Siv er heilbrigðið holdi klætt eins og dyggir lesendur hennar og aðdáendur vita, en það að hún sé sérstakur áhugamaður um rapp sætir nokkrum tíðindum. Eminem er ein helsta stjarna rapptónlistar- innar en einn útgangspunktur rappsins er uppreisnarandi gegn ríkjandi ástandi. „Sko, ég skokka reglulega og hef gott og gaman af. Ég hef fund- ið það út að ef ég er með iPod í eyr- unum, góða og taktfasta músík, er eins og maður fái orkusprengju. Ég örvast öll á hlaupunum. Heyri ekki andardráttinn í sjálfri mér og hvað ég streða. Heldur einungis dúndrandi ryþma og stuð,“ segir Siv í samtali við Fréttablaðið. Að sögn Sivjar er Eminem alveg afbragð til þeirra nota. Mjög takt- fastur og gott að hlaupa við tónlist hans. En tónlistarsmekkur Sivjar er ekki eingöngu bundinn við rapp- ið þegar hún skokkar. „Mér finnst gaman að hlusta á aðra músík líka. Abba, Tom Jones og sérstaklega þá lagið Sex Bomb sem og Glenn Frey og lagið The Heat Is On. Já, taktföst danslög henta best,“ segir ráðherra. Siv hlær við aðspurð um hvort rapparar hljóti ekki að taka sér fagnandi sem nýjum liðsmanni í þeirra heimi. „Ætli það ekki bara? En þeir ættu að setja inn í rapptón- listina hvatningarhróp til skokk- ara. Það væri fullkomið.“ Heldur kom á Erp Eyvindar- son, helsta talsmann íslenskra rappara, þegar hann var spurður hvernig honum litist á þennan nýja liðsmann í rappheimum. „Hmmmm... Siv er örugglega fín pía á meðan hún er bara úti á skokkinu að hlusta á Eminem. Hún er krútt þótt hún sé von- laus stjórnmálamaður. Er hún ekki bara að segja þetta til að vera hipp?“ Ekki var Erpur til í að fallast á að Eminem væri orðinn bitlaus og jafnvel blöðrulegur þegar hinar ráðandi stéttir eru komnar með hann í iPod-inn á skokkinu. „Eminem er toppmað- ur. Nýi Elvis. Og hún Siv var örugg- lega ekki með lagið Mosh með honum í eyrunum þegar hún og restin af þessum vandræðahölum í ríkisstjórninni ákváðu að styðja þátttöku Íslands í Íraksstríðinu.“ Þegar rapparinn Erpur er spurður hvort samfélagsbroddurinn í rappinu sé ekki farinn fyrir lítið þegar ráð- herrar syngja hástöfum með segir Erpur þá ekki alveg syngja með. Þeir rauli frekar. Hann telur ekki að svona sé þaggað niður í gagn- rýninni. „Sko, afturhaldið á bara ekki nógu mikið af merkilegum lista- mönnum til að fylla heilan iPod. Svo auðvitað enda þeir alltaf með að hlusta eða lesa eða horfa á lið sem stendur fyrir allt aðra hluti. Þegar þeir gáfust upp á að kæfa Laxness enduðu þeir með að kyngja sjálfir. Ég elska að heyra þetta lið syngja Maístjörnuna sem er náttúrulega byltingarsöngur.“ „Ég seldi bílinn en hef enn ekki fengið neina greiðslu þannig að við settum hann aftur á sölu,“ segir Ólafur Gunnarsson rithöf- undur um Kadilakkinn sem var í aðalhlutverki ferðabókarinnar Úti að aka – Á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku. Ólafur keypti bílinn og fór til Bandaríkjanna að sækja hann ásamt Einari Kárasyni rithöfundi og Jóhanni Páli Valdimarssyni útgefanda. Hann keypti hins vegar köttinn í sekknum, stimpilhringir gáfu sig með afleiðingum sem röt- uðu í titil bókarinnar. „Á meðan allt var í lausu lofti með framhald- ið var bíllinn fluttur frá Los Ang- eles til New York í geymslu,“ segir Ólafur. „Þar bauð amerískur bíla- sali í hann en við höfum ekki feng- ið neinar greiðslur og settum hann því aftur á sölu.“ Ólafur fól Jóhanni Páli, útgef- anda sínum, að koma bílnum í verð og annast viðskiptin og samkvæmt upplýsingum frá JPV er kaupverð á bilinu 750 þúsund til ein millj- ón króna. Við það bætist flutn- ingskostnaður fyrir þann sem vill flytja bílinn til landsins en engir innflutningstollar eru hins vegar lagðir á fornbíla. Ólafur fer ekki í grafgötur með það að hann hafi tapað fé á þessum viðskiptum. „Það segir sig sjálft að eitthvað tapaðist. Þetta var auð- vitað ekki það sem lagt var upp með en lífið er nú aldrei beggja skauta byr, margt óvænt kemur upp á.“ Hann segir að þetta hafi þó fráleitt dregið úr sér nokk- urn þrótt. „Alls ekki, ég væri til- búinn að leggja af stað í aðra svona reisu um fimm- leytið.“ Kadilakkinn reykspúandi aftur til sölu … fær Kaoru Umezawa japönskukennari, sem stendur fyrir bráðskemmtilegri japanskri hátíð í Háskóla Íslands í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.