Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
> Markaðurinn
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ...
FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Hátt metnir | Stærstu bankar
Norðurlanda eru of hátt verð-
metnir að mati Morgan Stanley.
Hækkun þeirra hefur verið keyrð
áfram af auknum umsvifum í fjár-
málalífinu og getgátum um frekari
samþjöppun í geiranum.
Skipt upp | Ákveðið hefur verið að
skipta upp fyrirtækinu Kreditkort
hf. og færa útgáfu greiðslukorta og
þjónustu við þau yfir í nýtt dóttur-
félag. Kreditkort er í eigu Glitnis,
Landsbankans og sparisjóðanna.
Meiri evrubréf | Glitnir hefur
gengið frá samningum um útgáfu
skuldabréfa að upphæð 500 milljón-
ir evra, um 45 milljarðar íslenskra
króna, á föstum vöxtum sem nema
4,375 prósentum.
Undirbúa slag | Róbert Wessman,
forstjóri Actavis, hefur staðfest
að félagið hafi áhuga á að kaupa
samheitalyfjahluta lyfjafyrirtæk-
isins Merck KGaA. Kaupverðið
gæti numið 360 til 450 milljörðum
króna.
Metið slegið | Landsbankinn skil-
aði methagnaði upp á 40,2 millj-
arða króna á síðasta ári. Hagnaður
bankans á fjórða ársfjórðungi var
14,1 milljarður króna, sem var
langt umfram spár.
Skoða sölu | Novator íhugar að
selja alla hluti félagsins í búlg-
arska símafyrirtækinu Bulgarian
Telecommunications Company,
BTC, sem var einkavætt fyrir
þremur árum.
Hvergi meiri | Landsframleiðsla á
mann á Íslandi var 29 prósentum yfir
meðaltali Evrópusambandsríkja
árið 2005 samkvæmt bráðabirgða-
niðurstöðum alþjóðlegs saman-
burðar sem Hagstofan birti í vik-
unni.
Leiða kaup | Kaupþing fer fyrir
hópi fjárfesta sem hefur keypt
bresku tískuvöruverslunina Phase
Eight. Kaupverðið var 51,5 millj-
ónir punda sem nemur tæpum sjö
milljörðum króna.
Bala Murughan Kamallakharan
Leitar fjárfestingar-
tækifæra fyrir Glitni
18
Framtíðarsýn Actavis
Stefnt á ystu
sjónarrönd
8
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
F R É T T I R V I K U N N A R
Þróun olíuverðs
Á taflborði
alþjóðamarkaðar
12-13
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
skrifar
Actavis undirbýr nú að skrá hlutafé sitt í evrum.
Tillaga um að stjórn verði heimilað að vinna að
undirbúningi breytinganna verður lögð fyrir hlut-
hafafund í næstu viku. Stjórnendur fyrirtækis-
ins hafa þegar átt fundi með Kauphöll Ísland og
Verðbréfaskráningu.
Actavis hefur fært bókhald sitt í evrum frá því
árið 2003. Segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis,
breytinguna rökrétt framhald af því. „Okkar tekjur
eru 99 prósent í erlendum gjaldmiðlum. Það er
óheppilegt að stöðugar sveiflur séu á heildarverð-
mæti félagsins út af sveiflum á krónunni. Okkur
finnst því eðlilegt að hafa bréfin í evrum.“ Actavis
þarf ekki að sækja formlega um leyfi fyrir breyt-
ingunum til annarra en hluthafa sinna, að mati
Róberts. „Það er ekkert þessu til fyrirstöðu hjá
Kauphöllinni. Þetta snýst fyrst og fremst um tækni-
lega útfærslu.“
Stjórnendur Actavis gera ráð fyrir að breytingin
geti gengið í gegn um mitt árið. Litlar sem engar
breytingar þarf að gera í Kauphöll Íslands til að
mögulegt verði að kaupa og selja hlutabréf í evrum.
Það sem helst tefur er að Verðbréfaskráning þarf
að taka nýtt greiðslumiðlunarkerfi í gagnið sem
getur tekið nokkra mánuði. Þá á eftir að koma í ljós
hvort Seðlabanki Íslands verður áfram uppgjörsað-
ili félagsins eftir að breytt hefur verið yfir í evrur.
Seðlabankinn hefur séð um slík uppgjör í íslenskum
krónum. Ekki er talið ólíklegt að erlendur banki
taki það hlutverk að sér.
Róbert segir tvennt hafa fælt erlenda fjárfesta
frá því að eiga viðskipti á íslenska markaðnum.
Annars vegar smæð hans og hins vegar sveiflur
á gengi íslensku krónunnar. Samruni Kauphallar
Íslands við OMX hafi því verið gæfuspor fyrir
íslenska markaðinn. Það muni fyrst fara að sýna
sig um mitt árið þegar allir þeir 150 kauphall-
araðilar sem skráðir eru á OMX munu geta átt
viðskipti með þau félög sem skráð eru hér. Hann
telur að þetta, ásamt því að Actavis skrái hlutafé
sitt í evrum, muni laða fleiri erlenda fjárfesta að
Actavis. Þeir muni ekki lengur þurfa að verja sig
gagnvart krónunni með tilheyrandi kostnaði. Hann
segir áhuga erlendra fjárfesta þegar mikinn. Þrír
erlendir bankar greini félagið og von sé á einum til
tveimur til viðbótar á næstu mánuðum.
Breytingin á skráningu hlutafjárins mun að
mati Róberts koma sér vel fyrir íslenska fjárfesta
og hluthafa í Actavis. „Þetta mun gera íslenskum
fjárfestum kleift að fjármagna sig í auknum mæli í
evrum á móti bréfunum í sömu mynt. Fjármögnun í
evrum kostar um tíu prósentum minna en í íslensk-
um krónum.“
Hlutafé Actavis í evrur
Stjórn Actavis undirbýr skráningu hlutafjár í evrum. Róbert
Wessman, forstjóri félagsins, telur að ekki þurfi sérstaka
heimild fyrir breytingunni frá öðrum en hluthöfum.
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr.
30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Sjó›irnir eru reknir af
Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er
vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingar-
sjó›ir hafa r‡mri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en
ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar
muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar-
heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›s-
l‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa
á heimasí›u bankans, landsbanki.is.
Örugg ávöxtun
í fleirri mynt
sem flér hentar
EUR
3,2%*
GBP
5,7%*
ISK
13,3%*
Markmið
Peningabréfa er
að ná hærri ávöxtun en
millibankamarkaður og
gjaldeyrisreikningar. Enginn
munur er á kaup-
og sölugengi.
Peningabréf
Landsbankans
USD
5,3%*
* Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. desember 2006 - 3. janúar 2007.
Hagnaður viðskiptabankanna
nam samanlagt 163,7 milljörð-
um króna á síðasta ári saman-
borið við 93,2 milljarða króna
árið 2005. Þetta gefur um 75,6
prósenta aukningu á milli ára og
er tæplega fjórfalt meiri hagn-
aður en árið 2004 þegar afkoma
bankanna var 41,8 milljarðar.
Árið 2003 nam hagnaður við-
skiptabankanna 16,4 milljörðum
króna sem er lægri upphæð en
hagnaður Kaupþings (18,1 millj-
arður) á fjórða ársfjórðungi.
Gjaldfærður tekjuskattur var
27,1 milljarður króna á síðasta ári
og jókst um 28 prósent á milli ára.
Heildareignir bankanna uxu
mjög hratt á síðasta ári og stóðu
í 8.475 milljörðum króna í árs-
lok. Til samanburðar námu þær
5.418 milljörðum við lok árs 2005
og hækkuðu því um 56 prósent.
Þetta samsvarar sjöfaldri áætl-
aðri landsframleiðslu síðasta árs,
nærri sexfaldri heildareign líf-
eyrissjóðakerfisins í lok nóvem-
ber og rúmu þreföldu markaðs-
virði allra hlutabréfa í Kauphöll
Íslands í árslok sem var um 2.596
milljarðar króna.
Eigið fé viðskiptabankanna
þriggja var 614 milljarðar króna
og hækkaði um nærri 58 prósent
á milli ára. - eþa
Hagnaður bankanna
fjórfaldast frá árinu 2004
Eignir bankanna þrefalt hærri en verðmæti allra hlutabréfa í Kauphöllinni.
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, segir bank-
ana hafa unnið vel
úr þeirri erfiðu
stöðu sem kom upp í
kjölfar neikvæðrar
umræðu um stöðu
þeirra síðastliðið
vor. „Við hjá FME
vissum að staða
bankanna væri
traust og hvöttum
þá því til að halda
ró sinni, koma sjónarmiðum
sínum á framfæri og láta verkin
tala, sem þeir gerðu.“
Jónas segir ánægjulegt að sjá
að tekjur af grunnstarfsemi bank-
anna fari vaxandi. Tekjugrunnur
bankanna sé orðinn fjölþættari,
arðsemi eigin fjár sé góð og
eiginfjárhlutföll bankanna séu
sterk.
Bankarnir þurfa að mati
Jónasar að huga betur að inn-
lánshlutföllum sínum þar sem
þeir séu mjög háðir alþjóðlegum
skuldabréfamörkuðum með fjár-
mögnun sína. Einnig þurfi þeir að
gæta að kostnaðarhlutföllum þar
sem þau hafi hækkað frá árinu
2005. - hhs
Hrósar
bönkunum
H A G N A Ð U R B A N K A N N A 2 0 0 3 - 2 0 0 6
2006 2005 2004 2003
Kaupþing 85,3 49,3 17,7 7,5
Landsbankinn 40,2 25 12,7 3,1
Glitnir 38,2 18,9 11,4 5,8
Alls 163,7 93,2 41,8 16,4
Glitni hefur verið gert að greiða
589 milljónir króna í skatt að
meðtöldum sektum vegna sam-
runa gamla Íslandsbanka og
Framtaks fjárfestingarbanka
árið 2004. Forsvarsmenn Glitnis
töldu þá að skattaskuldbinding
vegna þeirrar sameiningar hefði
fallið niður.
Ríkisskattstjóri var ósammála
túlkun Glitnis og úrskurðaði
fyrir áramót að bankanum bæri
að greiða skatt sem myndaðist
við kaupin auk álagningar.
„Við erum búin að áfrýja þessu
og munum sækja rétt okkar til
dómstóla. En engu að síður er
greiðsluskyldan skýr og þar af
leiðandi er búið að gjaldfæra
þetta í reikningum félagsins,“
segir Bjarni Ármansson, for-
stjóri Glitnis. - eþa
Glitnir fær
skatt í hausinn
Sími: 550 5000
MIÐVIKUDAGUR
31. janúar 2007 — 30. tölublað — 7. árgangur
íslenskutónlistar-verðlaunin[ SÉRBLAÐ UM ÍSLENSKU TÓ
VEÐRIÐ Í DAG
IÐNAÐUR
Sprotaþing Samtaka
iðnaðarins
Sérblað um viðskipti og atvinnulíf
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Íslenskur iðnaður
[ SÉRBLAÐ UM VIÐSKIPTI OG ATVINNULÍF – MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2007 ]
EFNISYFIRLIT
SPROTAÞINGTilurð og dagskrá
BLS. 2
FÁ BOÐ FRÁ ÚTLÖNDUMFjallað um nýja rannsóknBLS. 4
BJARTSÝNI Í BYRJUN ÁRSHelgi Magnússon
BLS. 6
MUNDELL OG KRÓNANFjallað um evrunaBLS. 8
NÝ EFNALÖGGJÖF
Sönnun-
arbyrðin
er fram-
leiðend-
Markalaus í meira en
mánuð
Eiður Smári Guð-
johnsen hefur ekki
skorað á síðustu 455
mínútum sem hann
hefur spilað með
liði Barcelona.
ÍÞRÓTTIR 42
Bjartsýn á framhaldið
Nína Magnúsdóttir,
stjórnarformaður Ný-
listasafnsins, ræðir um
áherslubreytingar
og framtíðarsýn
safnsins.
MENNING 32
FRÁBÆR TILBOÐ!
SÉRBLAÐ FYLGIR
Gefur lítið fyrir
Ómarsrúntinn
Kolbrún Halldórsdóttir
vill færri bíla og fleira
fólk.
FÓLK 34
Stórfiskaleikur
„Stjórnskipulag íþróttahreyfingar-
innar, sérstaklega KSÍ, endurspegl-
ar kynjaskekkju sem er jafnvel
ýktari en í samfélaginu í heild,“
segir Þorgerður Einarsdóttir.
Í DAG 22
VAXANDI VINDUR - Í dag verður
vaxandi suðaustanátt, 10-15 m/s
vestan til eftir hádegi með rigningu
eða slyddu, úrkomulítið lengst af
á landinu norðaustan og austan-
verðu. Hlýnandi og víða 1-7 stig
síðdegis, svalast á Austurlandi.
VEÐUR 4
ÖRYGGISMÁL „Þetta er algjör
glæfrasigling og með ólíkindum
að þeir hafi siglt þessa leið. Það
mætti halda að annað skipið hefði
ekki verið með sjókort. Það mátti
ekkert bregða út af og þá hefðu
þeir farið upp í klettana,“ segir
Georg Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslu Íslands, um siglingar
tveggja erlendra flutningaskipa
við landið á síðustu vikum.
Hér vísar Georg til siglinga
flutningaskipanna Danica White,
sem er 1.088 brúttótonn og 67
metra langt, og Wilson Brake, sem
er 2.447 brúttótonn og 88 metra
langt, frá landinu 21. desember og
6. janúar síðastliðinn. Bæði skipin
sýndu, að mati Landhelgisgæsl-
unnar, vítavert athæfi.
Siglingaleið Danica White yfir
Syðra-Hraun, sem er grunn í miðj-
um Faxaflóa, telur Landhelgis-
gæslan „hreint með ólíkindum
miðað við veður og sjólag og verð-
ur umrædd áhöfn að getað talist
heppin að hafa komist þarna yfir
þetta svæði án áfalla“, eins og
segir í álitsgerð vegna siglinga
skipanna.
Varðskipið Týr var á norðurleið
undan Reykjanesi 6. janúar og tók
þá eftir flutningaskipinu Wilson
Brake sem var á suðurleið mjög
grunnt undan Stafnesi. Ákveðið
var að hafa samband við skipið
vegna þess hversu nálægt skipið
var landi í mjög vondu veðri. Skip-
ið var kallað uppi og bent á að leið
þess lægi hættulega nærri landi
en skipstjórnarmenn töldu leið
sína eðlilega og fóru ekki að til-
mælum um að setja stefnuna
dýpra. Eðlileg leið fyrir Stafnes er
að lágmarki tvær sjómílur undan
landi og allt að fimm sjómílum frá
landi ef sjólag er slæmt og vindur
stendur á land eins og þarna var.
Wilson Brake var vel fyrir innan
tvær mílur frá landi.
Verði skip fyrir vélarbilun, stýr-
isbilun eða öðru óhappi þannig að
skipið verði stjórnlaust svona
nærri landi í álandsvindi er tíminn
naumur til að bregðast við og reyna
aðstoð. „Viðbragðstími þyrluáhafn-
ar er 30 mínútur og flugið tekur
svipaðan tíma. Í álandsvindi rekur
skip upp í fjöru á mun skemmri
tíma og brotnar á skömmum tíma í
hrauninu,“ segir Georg Lárusson.
Hann segir jafnframt að leiðarlín-
ur margra skipa á undanförnum
mánuðum sýni að algengt er að
flutningaskip sigli of nálægt landi.
Í skýrslu nefndar til samgöngu-
ráðherra um siglingar skipa við
suðvesturströnd Íslands frá jan-
úar árið 2001, kemur fram að tíðni
ferða flutningaskipa á þessari leið
valdi því að hættan á óhappi sé
veruleg. - shá / sjá síðu 4
Glæfrasigling stórra flutn-
ingaskipa við Ísland algeng
Tvö flutningaskip sýndu vítavert athæfi í siglingum við landið nýlega. Mörg tilfelli eru um siglingar of
nærri ströndum á undanförnum mánuðum. Gæslan kallar eftir að siglingaleiðir verði færðar fjær landi.
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
VIÐSKIPTI Actavis undirbýr skrán-
ingu hlutafjár síns úr krónum í
evrur. Tillaga um að stjórn verði
heimilað að vinna að undirbúningi
breytinganna verður lögð fyrir
hluthafafund á næstu vikum.
Stjórnendur fyrirtækisins hafa
þegar átt fundi með Kauphöll
Íslands og Verðbréfaskráningu.
Actavis hefur fært bókhald sitt
í evrum frá því árið 2003. Róbert
Wessman, forstjóri Actavis, segir
breytinguna rökrétt framhald af
því. „Okkar tekjur eru 99 prósent í
erlendum gjaldmiðlum. Það er
óheppilegt að stöðugar sveiflur
séu á heildarverðmæti félagsins út
af sveiflum á krónunni.“ Actavis
þarf ekki að sækja formlega um
leyfi fyrir breytingunum til ann-
arra en hluthafa sinna, að mati
stjórnenda Actavis. Málið snúist
fyrst og fremst um tæknilega
útfærslu.
Gert er ráð fyrir að breytingin
geti gengið í gegn um mitt árið.
Það sem helst tefur er að Verð-
bréfaskráning þarf að taka nýtt
greiðslumiðlunarkerfi í gagnið
sem getur tekið nokkra mánuði. Þá
á eftir að koma í ljós hvort Seðla-
banki Íslands verður áfram upp-
gjörsaðili félagsins. Hann hefur
séð um uppgjör í íslenskum krón-
um vegna viðskipta í Kauphöllinni.
Ekki er talið ólíklegt að erlendur
banki taki það hlutverk að sér.
Róbert telur að sú breyting að
Actavis skrái hlutafé sitt í evrum
muni laða fleiri erlenda fjárfesta
að Actavis. Þeir muni ekki lengur
þurfa að verja sig gagnvart krón-
unni með tilheyrandi kostnaði. Þá
muni breytingin einnig koma sér
vel fyrir íslenska fjárfesta og hlut-
hafa í Actavis. Þeim verði gert
kleift að fjármagna sig í auknum
mæli í evrum á móti bréfum í sömu
mynt. Það sé hagstætt enda vextir
í evrum mun lægri en í íslenskum
krónum. - hhs / sjá Markaðinn
Róbert Wessman segir skráningu hlutafjár í evrum laða að erlenda fjárfesta:
Actavis færir hlutafé í evrum
VIÐSKIPTI Samanlagður hagnaður
viðskiptabankanna og Straums-
Burðaráss Fjárfestingarbanka
nam 209 milljörðum í fyrra. Til
samanburðar var allur vöruút-
flutningur þjóðarinnar frá janúar
til desember í fyrra 213 milljarð-
ar samkvæmt Hagstofu Íslands.
Reiknaður tekjuskattur í
ársreikningum bankanna
fjögurra nemur rúmum 30
milljörðum króna, eða um 100
þúsund krónum á hvert manns-
barn í landinu. Hagnaðurinn
nemur um 750 þúsund krónum á
hvern Íslending.
Meirihluti tekna bankanna
kemur nú af erlendri starfsemi
og nema heildareignir þeirra
9.000 milljörðum króna sem er
hátt í áttföld landsframleiðsla
þjóðarinnar.
- hh / sjá síðu 6 og Markaðinn
Bankahagnaður 209 milljarðar:
Slagar í útflutn-
ingstekjurnar
GRÍÐARLEG VONBRIGÐI Sigfús Sigurðsson liggur örmagna fyrir framan fagnandi Dani en íslenska landsliðið tapaði naumlega
fyrir þeim í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gærkvöldi. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að lokum
framlengingu til að knýja fram úrslit, 42-41 fyrir Dönum. Íslendingar leika á morgun við Rússa í baráttu um 5. til 8. sæti í mótinu.
ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN
Glæsileg verðlauna-
athöfn í kvöld
Sérblað um Íslensku tónlistarverðlaunin
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
LÖGREGLUMÁL Þrír gæsluvarð-
haldsfangar struku úr haldi
lögreglunnar á Akureyri í
gærkvöldi.
Fangarnir höfðu fyrr um
daginn verið úrskurðaðir í
gæsluvarðhald til föstudagsins 2.
febrúar í Héraðsdómi Norður-
lands eystra, vegna gruns um
bílþjófnað, innbrot og greiðslu-
kortasvik.
Í fimm manna hópnum sem
upphaflega var handtekinn var
fimmtán ára piltur, en ekki er
vitað hvort hann var meðal
strokufanganna.
Máli þeirra tveggja ungmenna
sem ekki voru úrskurðuð í
varðhald í gær er lokið og hefur
þeim verið sleppt úr haldi.
Lögreglan á Akureyri varðist
allra frétta af strokinu í gær-
kvöldi. - kóþ
Innbrotagengið á Akureyri:
Struku úr haldi
lögreglunnar
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R