Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 6
Grétar Már Sigurðs-
son, ráðuneytisstjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, segist vilja efla og
bæta samráð milli forsetaskrif-
stofunnar og ráðuneytisins. Hann
fundaði með Örnólfi Thorssyni
forsetaritara í gær þar sem meg-
inumræðuefnið var samstarf
embættanna tveggja.
Forsetaskrifstofan tilkynnti
fyrir viku að forseti Íslands hefði
tekið sæti í þróunarráði Indlands.
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri
Fréttablaðsins, sagði í leiðara um
helgina að þar virtist vera um
utanríkispólitískt mál að ræða
sem utanríkisráðherra hefði átt
að kynna utanríkisnefnd Alþing-
is. Utanríkisráðherra skuldaði
skýringar.
„Við fórum yfir verkferla á
milli okkar og vorum báðir sam-
mála um að það bæri að efla og
bæta samráð á milli embættanna
tveggja. Við ákváðum jafnframt
að hittast eftir viku til þess að
ræða framhaldið,“ segir Grétar.
Halldór Blöndal, formaður
utanríkismálanefndar Alþingis,
segir að forseti Íslands eigi ekki
að taka að sér opinber trúnaðar-
störf fyrir önnur ríki og eigi að
gæta hófs í metnaði sínum. Hann
telur koma til greina að utanrík-
ismálanefnd Alþingis ræði setu
forsetans í þróunarráði Indlands.
H
ri
n
g
d
u
n
ú
n
a
!!
!
4
2
1
4
0
2
5
tölvuskóli
suðurnesja
Túngötu 1
Reykjanesbær
Sími 421 4025
www.tss.is
skoli@tss.is
Tölvunámskeið
fyrir foreldra
Haldið í samstarfi við:
Þetta námskeið er ætlað fyrir foreldra til þess að tryggja
öryggi barna og unglinga. Á því er farið yfir ýmsar leiðir til
að fylgjast með hvað börnin eru að gera í tölvunni og á
netinu, sett eru upp forrit og farið yfir leiðir til að fyrirbyggja
ranga notkun og farið yfir ýmsa fræðslu fyrir börn varðandi
hættur á netinu og hvernig best er að fræða börn á
hættunum.
Námskeiðið innifelur meðal annars:
Hvernig þú getur stjórnað hversu mikinn tíma börnin
mega vera í tölvunni.
Hvernig þú getur stjórnað tölvu- og netnotkun.
Hvernig þú getur fylgst með hvaða vefsíður eru skoðaðar
með ýmsum leiðum.
Hvernig þú getur fylgst með notkun á skilaboðaforritum
eins og messenger.
Hvernig þú getur komið í veg fyrir uppsetningu á forritum
án þín leyfis.
Hvernig þú getur læst aðgangi og komið í veg fyrir að
börnin skoði þín gögn.
Þá verður farið yfir gerð notkunarsamnings, þ.e. þar sem
foreldrar og börn eru sammála um notkun á tölvunni.
info .isSec
Photoshop grunnur
Adobe Photoshop er yfirburðaforrit til alhliða myndvinnslu,
myndlagfæringa, litleiðréttinga og myndasamsetningar fyrir
skjá og prentmiðla, skapandi myndvinnslu og grafískrar
hönnunar.
Á þessu námskeiði er farið í helstu grunnþætti, áhöld tæki
og valmyndir forritsins svo þátttakendur öðlist skilning á
myndvinnslu í tölvum og geti orðið sjálfbjarga við helstu
aðgerðir í forritinu sem almennir notendur þurfa að kunna
skil á.
Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvuþekkingu.
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18 - 21.30.
Kennsla hefst 6. febrúar og lýkur 15. febrúar
Lengd 21 std. Verð kr. 24.000,-
FAXAFEN 10
108 REYKJAVÍK
GLERÁRGATA 36
600 AKUREYRI
WWW.TSK.IS
SKOLI@TSK.IS
SÍMI: 544 2210
Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás
Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur
Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður
Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður
www.lyfja.is - Lifið heil
SKIPTIR ÞÚ
REGLULEGA UM
TANNBURSTA?
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
3
59
11
0
1/
07
Nokkur erlend fyrir-
tæki hafa sýnt áhuga á olíuleit við
Ísland og aflað sér upplýsinga þar
um í iðnaðarráðuneytinu og hjá
Orkustofnun. Þá hafa erlendar
sendinefndir frá Indlandi, Kína og
Angóla sýnt áhuga á möguleikum
til olíuleitar og -vinnslu í íslenskri
lögsögu.
Þetta kemur fram í svari iðnað-
arráðherra við fyrirspurn Guð-
mundar Hallvarðssonar Sjálf-
stæðisflokki.
Ekki hefur verið sótt um leyfi
til olíu- og gasleitar á síðustu
tveimur árum en síðast var slíkt
leyfi veitt árið 2002 til leitar á svo-
kölluðu Drekasvæði, suður af Jan
Mayen-hrygg.
Nokkrar rannsóknir og athug-
anir hafa verið gerðar á land-
grunni Norðurlands og segir í
svari ráðherra að þótt ekki hafi
fundist nýtanleg auðlind hafi að
líkindum verið sýnt fram á að gas-
og jafnvel olíumyndandi ferli geti
fundist úti fyrir Tjörnesi.
Þá kemur fram að nú á fyrstu
mánuðum ársins sé stefnt að því
að birta skýrslu um olíuleitarmál
á Jan Mayen-hryggnum og í kjöl-
far þess verði tekin ákvörðun um
hvort hefja eigi ferli fyrir útgáfu
sérleyfa til leitar, rannsókna og
vinnslu olíu á svæðinu.
Áhugi á olíuleit við Ísland
Hagnaður Straums-
Burðaráss Fjárfestingarbanka
fór langt fram úr væntingum
greiningardeilda bankanna.
Hagnaður síðasta ársfjórðungs
nam 24 milljörðum króna, en
meðalspá greiningardeilda fyrir
fjórðunginn nam ríflega átta
milljörðum króna. Árshagnaður
Straums-Burðaráss nam því ríf-
lega 45 milljörðum króna eftir
skatta og ýtti heildarhagnaði
banka sem birt hafa uppgjör yfir
200 milljarða króna.
Hagnaður bankans árið 2005
nam 26,7 milljörðum og er hagn-
aðaraukningin 69 prósent milli
ára. Arðsemi eiginfjár bankans
nam 42 prósentum sem er afar há
ávöxtun eiginfjár, sérstaklega
þegar litið er til þess að eiginfjár-
hlutfall bankans er hátt eða 37,59
prósent á CAD grunni. Eiginfjár-
hlutfall viðskiptabankanna er um
15 prósent sem er hátt fyrir
þeirra starfsemi. Möguleikar
bankans til frekari vaxtar eru því
verulegir, án þess að sækja þurfi
meira eigið fé. Vöxtur í gegnum
kaup erlendis verða því að teljast
líklegri en ekki.
Friðrik Jóhannsson, forstjóri
bankans, segist afar ánægður
með afkomuna. „Þetta er glæsi-
leg afkoma á ári sem hefur ein-
kennst af arðsömum vexti, útrás
og uppbyggingu innviða.“
Straumur-Burðarás hafði
verulegar tekjur af óskráðum
eignum á fjórðungnum, en hagn-
aður af þeim nam 7,4 milljörðum.
Í því er söluhagnaður af CRa
símafyrirtæki sem Björgólfur
Thor Björgólfsson, stjórnarfor-
maður Straums, fór fyrir sölu á.
Auk þess nýtur bankinn gengis-
hagnaðar á fjórðungnum af fjár-
festingum sínum, en bankinn
hefur fjárfest talsvert á mörkuð-
um á Norðurlöndum.
Friðrik segir ánægjulegt að
þóknunartekjur bankans af fyrir-
tækjaverkefnum hafa fjórfaldast
á milli ára og segir stefnuna setta
á að auka þær ásamt því að auka
vaxtatekjur bankans. „Við
munum eftir sem áður fjárfesta á
mörkuðum sem við störfum á.“
Þar hafa Norðurlönd verið mest
áberandi, en fjárfesting á íslensk-
um hlutabréfamarkaði nemur nú
einungis tíund af eign bankans í
skráðum bréfum.
Hagnaður Straums
langt umfram spár
Hagnaður Straums-Burðaráss nam 45,2 milljörðum króna í fyrra. Hagnaður síð-
asta ársfjórðungs var 24 milljarðar sem er þrefalt meira en spár gerðu ráð fyrir.
Finnst þér að prestar eigi að
kynna þjónustu sína í skólastof-
um?
Ætlar þú að fá þér Windows
Vista á næstunni?
Þetta er glæsileg afkoma
á ári sem hefur ein-
kennst af arðsömum vexti, útrás
og uppbyggingu innviða.
Hu Jintao, forseti Kína,
hóf tólf daga heimsókn sína til
Afríku í gær þar sem hann mun
ferðast til átta ríkja. För Jintao
markast af auknum áhrifum Kína
í Afríku, ásókn
í eldsneyti til að
kynda undir
miklum
hagvexti í Kína
og að fylgja
eftir loforðum
um aðstoð til
Afríkuríkja.
Sameinuðu
þjóðirnar hafa
beðið Jintao um
að beita
áhrifum sínum
í Súdan til að þrýsta á um lausn á
ófremdarástandinu í Darfurhér-
aði. Kína hefur staðið gegn
tilraunum SÞ til að þvinga
stjórnvöld í Súdan til að leyfa
friðargæslulið í landinu. Vonir
standa til að Kína sé að breyta um
stefnu.
Kínaforseti til
átta Afríkulanda
Lögreglan í Georgíu-
ríki Bandaríkjanna leitar hátt og
lágt að innbrotsþjófi sem brýst
inn í hús með því að bora sig í
gegnum veggi þeirra. Með því
móti kemst hann hjá því að setja
viðvörunarkerfi í gang, sem
oftast eru tengd hurðum og
gluggum. Þetta kemur fram á vef
fréttastofunnar ABC.
Yfir tíu innbrot hafa verið
tilkynnt til lögreglu þar sem farið
var inn með svipaðri aðferð.
Fulltrúi lögreglunnar segist
aldrei hafa séð annað eins.
Yfirleitt brjótist menn bara inn
um glugga.
Borar sig inn í
gegnum veggi