Fréttablaðið - 31.01.2007, Side 13

Fréttablaðið - 31.01.2007, Side 13
 Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur undirritað fríverslunarsamning milli EFTA- ríkjanna og Egyptalands. Samningurinn nær fyrst og fremst til vöruviðskipta. Egyptar fella niður tolla á vörur aðrar en landbún- aðarvörur í áföngum. Samningurinn felur í sér toll- kvóta fyrir mikilvægustu sjávarafurðir Íslendinga sem stækka eftir ákveðnu fyrirkomulagi sem leiðir til fullrar fríverslunar eftir sex ár. Tollar á landbúnaðarvörum eru lækkaðir eða felld- ir niður. Á móti fær Ísland markaðsaðgang fyrir lif- andi hross og 2.000 tonna tollkvóta fyrir lambakjöt. Ísland veitir tollfrjálsan aðgang fyrir ávexti, græn- meti, plöntur og unnar landbúnaðarvörur. „Þessi samningur hefur ekki mikla þýðingu fyrir okkur því að við flytjum ekki mikið inn frá Egypta- landi nema kannski döðlur og fíkjur en við fögnum öllum fríverslunarsamningum,“ segir Sigurður Þ. Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ. „Þetta er kannski ekki mikilvægasti samningur Íslendinga sem EFTA-þjóð en það er alltaf mikils virði að ná svona fríverslunarsamningum. Þar sem fjórar þjóðir eru í EFTA er mismunandi hvaða samn- ingar eru mikilvægastir fyrir hverja þjóð. Við erum búin að gera tuttugu fríverslunarsamninga og ýmis- legt í farvatninu,“ segir Valgerður Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra. Hefja á undirbúning að „vatnaparadís“ og sundlaug í Úlfarsárdal. Tillaga þessa efnis frá framsóknarmönn- um og sjálfstæðismönnum í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur var samþykkt samhljóða eins og tillaga þeirra um að óska eftir viðræðum við menntamálaráðherra, Sundsam- band Íslands, Íþrótta- og Ólympíu- samband Íslands og ÍBR um samning um rekstur Sundmið- stöðvar Íslands og Þjóðar- leikvangs í sundi í Laugardalslaug. Strax á að hefjast handa við skipulagningu, hönnun og fram- kvæmdaáætlun fyrir vatnapara- dísina í Úlfársárdal. Vatnaparadís í Úlfarsárdal Þrír þingmenn Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, Margrét Frí- mannsdóttir og Rannveig Guð- mundsdóttir, leggja til að Alþingi komi saman 15. september ár hvert og að þingstörfum ljúki 15. júní. Í greinargerð frumvarpsins – sem nú er lagt fram þriðja sinni – segir að með breytingunni yrði starfstími Alþingis færður í svipað horf og gildi á þjóðþingum annarra Norðurlanda. Breytingin miðar ekki að fjölgun eða lengingu þingfunda heldur að gefa þinginu rýmri tíma til að fjalla um mál, einkum í nefndum þess. Þingið starfi í níu mánuði Nýttu þér þessi einstöku kjör. Sæktu um DMK á spron.is Til 1. mars nk. fá nýir viðskiptavinirí DMK gjafabréf fyrirtvo í Borgarleikhúsinu. A RG U S / 07 -0 02 1 Stundum geta komið upp þær aðstæður að þörf er á láni til skamms tíma. Þá kemur sér vel að eiga DMK Debetkort með kreditheimild* á 0% vöxtum. Aðrir þættir DMK þjónustunnar eru: • DMK Yfirdráttarheimild • DMK Tiltektarlán • DMK Léttlán • DMK 90% íbúðalán • DMK Ráðgjöf • DMK Reglulegur sparnaður • DMK Tilboð Kreditheimild með 0% vöxtum og engum kostnaði í DMK! Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is * skv. útlánareglum SPRON Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks á Álftanesi sögðust á síðasta bæjarstjórnarfundi vera andvígir gerð nýs deiliskipulags á svæðinu í kring um Miðskóga. „Langstærsti hluti svæðisins er þegar byggður og eini tilgangur- inn virðist vera að koma lóðinni Miðskógar 8 út af deiliskipulagi,“ bókuðu sjálfstæðismenn og vísa þar til fullyrðinga um að forða eigi Kristjáni Sveinbjörnssyni, forseta bæjarstjórnar, frá því að byggt verði á sjávarlóð framan við hús hans. Fulltrúar Álftaneshreyfing- arinnar sögðu sjálfstæðismenn hafa verið búna að samþykkja endurskoðun deiliskipulagsins. Tilgangur enn dreginn í efa Þuríður Backman, þingmaður VG, tók tvisvar til máls í utandagskrárumræðum um efnahagsmál á Alþingi í gær. Er þetta ekki einsdæmi en þó harla óvenjulegt. VG hafði rétt á að flytja tvær ræður við umræðurnar og flutti Þuríður þær báðar. „Við vorum bara tvær í salnum, ég og Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem var nýkomin í salinn og hafði því ekki tök á að undirbúa sig,“ sagði Þuríður. Hún kveðst ekki áður hafa þurft að tala í tvígang við sömu utandagskrárumræðuna en orðið vitni að slíku. Talaði í tvígang utan dagskrár

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.