Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Afhommun möguleg Í nauðungarvist Ekki tímabært Hætt að kalla mig perra á götu Á dögunum setti sænska Aftonbladet saman lista yfir tíu bestu jaðaríþróttamenn heims. Snjóbrettakappinn Eiríkur Helgason frá Ak- ureyri hafnaði í sjötta sæti listans. Eiríkur, eða Eiki eins og hann er jafnan kallaður, hefur stundað snjóbrettaíþróttina árum saman. Fyrst í Hlíðarfjalli á Akureyri og nú í Svíþjóð þar sem hann stundar nám í menntaskóla með snjó- brettalínu. Hann var að vonum ánægður með að komast á lista Aftonblaðsins en var samt hóg- værðin uppmáluð þegar Frétta- blaðið sló á þráðinn til Svíþjóðar. „Það er náttúrlega mikill heiður að komast á þennan lista og flott að hafa nafnið sitt þar með ekki ómerkilegri mönnum en Shaun White,“ segir Eiríkur en listinn var unninn í samstarfi við fjöl- marga jaðarsportljósmyndara. Allur frítími Eiríks fer í brettin enda stefnir kappinn ótrauður á atvinnumennsku í bransanum. „Það er auðvitað draumurinn að geta stundað þetta á fullu í fram- tíðinni,“ segir Eiríkur og fræðir því næst fáfróðan blaðamanninn um að snjóbrettabransinn sé mun stærri en Íslendingar geri sér almennt grein fyrir. „Fólk veit ekki mikið um þetta heima á Íslandi og það er mjög mikill munur á Íslandi og Svíþjóð þegar kemur að snjóbrettaíþróttinni. Þeir sem eru í atvinnumennsku keppa á mótum og koma fram í snjóbrettamyndböndnum og þess háttar,“ segir Eiríkur. Hann hefur þegar komið fram í nokkrum snjó- brettamyndböndum og er einmitt þessa dagana að vinna að tökum fyrir tvö myndbönd, öðru fyrir fyrirtækið Rome Snowbords. Brögðin sem Eiríkur leikur á brettinu eru ekki fyrir hvern sem er að leika eftir. „Ég held að síð- asti vetur hafi verið fyrsta árið, frá því ég byrjaði, sem ég kemst í gegnum án þess að slasa mig. Maður venst þessu og lærir að bjarga sér út úr vandræðum. Þetta er auðvitað hættulegt og það getur alltaf eitthvað klikkað,“ segir Eiríkur, sem lætur sér ekki nægja að renna sér í snjónum – handrið, húsþök og grösugar brekkur verða stundum fyrir valinu. „Maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt og reynir að gera betur en næsti maður. Það er alltaf hægt að púsla saman brögðum og ganga aðeins lengra,“ segir Eiríkur. Í hópi þeirra bestu í heimi F ISK ISAGA Hamraborg 14a / Sk ipho l t i 70 / Höfðabakka 1 / Nesveg i 100 (Vegamótum) / Sund laugaveg i 12 / Háa le i t i sbrau t 58–60 / f i sk i saga . i s Ævintýralegar fiskbúðir 399 kr./kg Rauðmagi (hreinsaður) Frábært tilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.